Morgunn - 01.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNN
137
Blaðamaður:
Hvernig fenguð þér fyrst áhuga á æSri skynjun (Higher
Sense Perception) eins og þér kalliS þaS í bók ySar „Break-
through to Creativety'“.
Karagulla:
Þegar ég var við nám í tauga- 03 geðsjúkdómafræði, fékk ég
sérstakan áhuga á þeirri tegund ofskynjana, sem geðsjúkt fólk
fær, þegar um heyrnar- eða sjónvillur er að raiða. Orsakirnar
gátu legið í heilaskemmdum eða öðrum sjúkdómum, svo sem
æðakölkun. Þessi áhugi minn átti rót sína að rekja til athug-
unar, sem ég gerði á rúmlega 4 þúsund geðveikisji'iklingum á
meðan ég starfaði við konungslega sjúkrahúsið í Edinborg í
Skotlandi. Seinna fékk ég mjög mikinn áhuga fyrir starfi d.rs,
Wilders Panfields, sem er heimsþekktur taugaskurðlæknir, en
hann vann við tilraunir til að framleiða ofskynjanir á þann
hátt, að láta rafþræði koinast í snertingu við heilafrumurnar-
Þessar ofskynjanir voru sams konar og þær, sem ég hafði séð
koma í ljós hjá geðsjúklingum. ftg heimsótti hann til Kanada
og eftir að hafa rætt við hann um áhuga minn á starfi hans,
bauð hann mér að starfa með sér sem aðstoðarlæknir og var
ég þar næstu þrjú árin. Ég hafði mikinn áhuga á að hjálpa
þessum sjúklingum og finna einhver ráð til að koma i veg
fyrir ofskynjanimar. Ég vissi, að flestir geðsjúklingarnir þjáð-
ust vegna þess, að þeir heyrðu eða sáu sýnir og raddir. sem
afskræmdu raunverideikann og fengu þá til að haga sér óeðli-
lega. Á þessu tímabili framkvæmdi ég einnig rannsókn, sem
fólgin var í að gera samanburð á ofskynjunum sjúklmganna.
Eftir það varð ég enn sarmfærðari en áður um það, að ofskynj-
anirnar ættu rætur sínar að rekja til sjúklegs ástands í heilan-
um. Seinna, eða árið 1958, þegar ég kenndi við háskólann i
New York, skoraði einn vinur minn á mig, að lesa bók Jos-
ephs Millards Edgar Cayce, Leyndardómur kraftaverkanutnns,
sem ég gerði. Það, sem vakti mest undrun mína í bókinni,
voru hvorki sjúkdómsgreiningar Cayces né skýringar hans á
endurholdgun, þótt þetta hvort. tveggja væri afar athyglisvert.