Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 45

Morgunn - 01.12.1976, Side 45
MOKGUNN 143 Blaðam;: Gcetu'8 þér nefnt nokkuð sem dæmi? Karagulla: Ttí,. t. d. er sagt frá því, hvemig skyggnt fólk sér þessi orku- sv.eiflukerfi, þegar kirtlastarfsemin í sjúku fólki er athuguð. í slikum tilfellum verður hreyfing þeirra einhliða, ]). e. a. s. syeiflurnar hreyfast aðeins í aðra áttina í stað þess að fara reglulegan snúning um miðju. Stundum var hreyfing þeirra hröð og stundum hæg og útfrá þessu var hægt að gera sér ljóstyhvort starfsemi kirtils var eðlileg eða ekki. Yið fundum einnig, að vissar hrevtingar höfðu í för með sér hólgu og þannig varð okkur kleift að sjá fyrir í hvaða kirtlum hólga myndi siðar koma fram. 'I.angur timi fór í rannsóknir af þessu tagi, því að mikil vinna var fólgin í að skrásetja öll þau hundruð athugana og hver rannsókn tók 6-10 klukkustundir. Nauðsynlegt var að geta fært sönnur á niðurstöður þessara rannsókna og þvi fór ég á rannsóknarstöðvar og bar minar níðurstöður saman við niðurstöður þær, sem skráðar höfðu verið af læknum um sama efni. Nú byrjuðum við einnig á þvi að rannsaka. hvort hægt væri að sjá breytingar á orkusviðinu áður en veikindi komu í ljós. Þétt.a. virtist nokkuð langsótt, þangað til ég gerði mér ljóst að slik dæmi þekkjast innan læknavísindanna, þegar breytingar eiga sér stað á meðgöngutima sjúklinga. Þéss vegna fór ég nú að liugsa málið frá nýrri hlið, þegar ég hafði séð að hliðstætt þessu hafði skeð á orkusviðinu. Þetta orku- eða gruridvallorsyið var sem sé aðeins önnur hliðin. Einnig er til svið, sem tengt er tilfinningum fólks. Skyggnt fólk segir, að tilfinningar séu sérstök efniseigeind á þessu sviði. Þht birtast þar sem Ijós og þannig birtast orkukerfin einnig, en ljósvakinn sjálfur birtist aftur á móti sem bláleit móða sem hylur líkamann og nær nokkra þumlunga rit frá lionum. Til- finningarnar birtast þá sem litir á tilfinningasviðinu. Reiðitil- finning birtist t. d. sem rauður litur. Á tilfinningasviðinu eru

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.