Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 59

Morgunn - 01.12.1976, Page 59
MORGUNN 157 Guð. Ég skynja sjálfa mig sem hluta af vitund þessarar vold- ugu veru. Blaðam.: Þér hnfiS sagl: ,,Mannlegt sarnfclag á í dag um tvennt aS velja, anna'Ö hvort algert hrun menningarinnar eÖa hins vegar algera kollvörpun úrelt.ra hugmyncLa og endurfœöing mann- eskjunnar hiÖ innra.“ Hvernig ber aÖ skilja þetta? Karagulla: Ef við höldum áfram að fylgja efnishyggjunni, verður af- leiðingin sú, að við eyðileggjum tilveru okkar. En endur- fæðing manneskjunnar verður, þegar við förum að líta á hana sem skapandi veru. Því að þegar manninum hefur tekist að samræma í sjálfum sér hin þrjú orkusvið og fer að starfa á hinu fjórða, þá kemst hann í snertingu við hugmyndir á ])essu sviði, sem stuðla að framþróun hans. Eg held að við séum að nálgast nýtt tímabil með meiri skilning á mörgum hlutum, t. d. á ma?tti bænarinnar og gildi jákvæðrar hugs- unar. Við munum læra að beita þessari nýju þekkingu jafn- framt því að kunna tök á ástriðum okkar. Eiimig trúi ég því. að alger breyting muni fara fram á menntakei-finu. Æskunni mun verða kennt að þekkja sitt innra eðli og lögmál tilver- unnar. Og í samskiptum fólks verður lögð áhersla á samvinnu i stað samkeppni, því að lögmál lífsins birtist í samstarfi, en ekki samkeppni. Blaðam.: Þér stáÖhœfio einnig, aÖ á sviÖi vísinda og tœkni hljóti aÖ eiga sér staÖ gerbreyting? Karagulla: Já, það tel ég hiklaust. Með tæknimenningunni þróaðist sífellt meiri efnishyggja, en nú er svo komið, að fólk er í sí- auknum madi að snúa sér frá henni aftur og skilur, að margt er mikilvægara í lífinu en að afla fjár. Það er athyglisvert að margt af þessu fólki er úr auðugum fjölskyldum, en það afneitar efnishyggjunni og leitar að nýj-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.