Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Síða 64

Morgunn - 01.12.1976, Síða 64
162 FYIURBURÐUR í STRANDARKIRKJU þær, er mér voru sýndar þar. Hvað fram fór í kirkjunni hafði ég enga hugmvnd um. Þessi stund, er likami minn stóð sál- vana í prédikunarstólnum, er mér alveg gleymd, eins og henni hefði verið kippt burtu úr lífi mínu, því að ég var „sjálfur'* annars staðar. Og nú 'heyrði ég að einhver í stóra hópnum sagði að bezt mundi að sækja Skafta. Þóttist ég viss um, éins og mér hafði verið sagt, að hér væri átt við Skafta lögsögu- mann Þóroddsson á Hjalla. f sama bili heyrði ég rödd séra Árelíusar, hann kallaði til mín. að nú væri tími minn þrotinn. Þá birtist hann mér, ég sá liann fyrir framan mig og ekkert annað, nema blöð, sem ég var að handleika. Og ég sagði ósjálfrátt, að ég ætti ekki nema fáar setningar eflir, og fór svo með þær. Svo gekk ég úr prédikunarstólnum og settist örrnagna á stól hjá altarinu. Sýnirnar héldu áfram, ég sá, en þó mikið óglöggvar en áður, stóra liópinn, sem ég hafði verið að tala við og miiin- ingamyndir þær, sem hann var að sýna mér. Með sjálfum mér var ég sannfærður um að reynt hafði verið að sýna' mér sögu kirkjunnar sem sannasta. Og þá sótti að mér þessi spum- ing: „Hvernig getur Skafti Þóroddsson komið við sögu kirkj- unnar, þegar hún var ekki stofnuð fyrr en á dögum Staða- Áma biskups, eftir því sem sagnir herma?“ Þessi heilabrot og efasemd urðu til þess, að sýnimar þurrk- uðust út skyndilega. Það var sem tjald hefði fallið fvrir leik- svið, eða krítarmyndum og letri væri sópað af töflu með svampi. Og jafnframt var gleymt niest af því, sem ég hafði séð og hevrt — þurrkað út. Þá leit ég í kringum mig, en vissi alls ekki hvar ég var niður kominn. Ég sá að vísu séra Árelíus og ég sá séra Halidór Kolbeins í prédikunarstólnum og heyrði að hann var að tala, en gat ekki numið hvað hann sagði. Hvar var ég? Þetta var ekki Straridarkirkja og þama voru ekki ferðafélagar mínir. Hverju undri hafði ég borizt á þenna ókunna stað? Það lá við að mig gripi örvæntingarkennd. Hvar var fólksfjöldinn, sem ég hafði verið að tala við? Hvað hafði ég sagt þessu fólki samtímis? Hafði ég verið að tala um það, sem ég sá og héýrði i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.