Kylfingur - 01.05.2001, Síða 3
Hert eftirlit
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ákveðið
að Ieggja töluvert í aukið eftirlit á völlum
klúbbsins í sumar. Gert er ráð fyrir að
vösk sveit eftirlitsmanna verði starfandi
á báðum völlum GR og fylgist með að
kylfingar fari eftir þeim reglum sem
gilda um umgengni á golfvöllum og
leikhraða.
Fyrir þessu liggja ýmsar ástæður og skal
nefna nokkrar hér:
1. Almenn umgengni um vellina hefur
verið slæm undanfarin ár og fer
versnandi. Þar er helst um að ræða að
kylfmgar laga ekki boltaför á flötum,
setja torfusnepla ekki aftur í farið sitt,
slá æfingahögg á teigum, ganga ekki
frá glompum eftir sig osfrv. GR-fél-
agar eiga að taka virkan þátt í að
koma umgengni um golfvöllinn í gott
lag enda öllum í hag.
2. Leiktöf og slór er eitt stærsta vanda-
mál í golfheiminum og á það ekkert
síður við um velli GR en aðra velli. í
fjölmennum klúbbi eins og GR er
algjört grundvallaratriði að leikhraði
sé í lagi. Alltof algengt er að leikmenn
séu með slór úti á velli, séu tregir við
það að hleypa framúr og leiti of lengi
að bolta sem er týndur. Kylfingar
ættu því að kynna sér vel þær reglur
sem gilda um leikhraða og fara eftir
þeim.
3. Að geta skráð rástíma er nauðsynlegt
í stórum klúbbi eins og GR. Það er
því mjög dapurt til þess að vita að
algengt er að kylfingar skrái í fullan
rástíma en mæta síðan tveir eða þiír
og boða ekki forföll fyrir þá sem ekki
mæta. Sem dæmi skal nefna að síðas-
ta sumar gerðist það ítrekað að féla-
gar ætluðu að skrá sig í rástíma á
háannatíma en allir tímar voru full-
bókaðir. Þegar litið var út á völl á
þeim tíma sem allt reyndist fullt vom
tveggja og þriggja manna hópar úti
um allan völl. Þetta er ekkert nema
dónaskapur og á þessu verður tekið af
fullri hörku í sumar.
Allir félagar GR eiga að kynna sér þær
reglur sem gilda um ofangreind atriði og
fara eftir þeim. Að hafa ekki kynnt sér þes-
sar reglur er ekki gild afsökun. Klúbburinn
mun á næstunni kynna félögum viðurlög
við brotum á reglum um umgengni,
leikhraða, skráningu í rástíma osfrv. Ekki
verður heimilt að veita undanþágur frá
þessum reglum.
Hvernig á
Korpan að
snúa?
Hvort eiga fyrstu níu holurnar á Korp-
unni að vera á neðri hluta vallarins, þ.e.
meðfram sjónum, eða á efri hluta vall-
arins? Þetta er auðvitað það sama og
að spyrja hvort betra sé að hafa 18.
holuna heim við hús eða í 500 metra
fjarlægð þar sem hún sést ekki frá hús-
inu. Sjálfsagt finnst flesfyrm skemmti-
legra að Ijúka leik upp við hús og
reyndar er hugmyndin sú að leika
Korpuna þannig í mótum, a.m.k. þeim
stærri, að leik Ijúki á flötinni fyrir fram-
an veitingaaðstöðuna.
Það er hins vegar vandamál að leika
völlinn þannig venjulega. Til þess að
nýta völlinn sem best, vegna hins
mikla álags sem er, þarf ræsir helst að
geta fylgst með umferðinni á 8. og 9.
braut. Sé 9. brautin auð er unnt að
hleypa fólki út á 10. teig án þess að
það trufli leik. Sama gildir þegar leiknar
eru 9 holur. Þetta er auðvelt að gera á
efri hluta vallarins. Með þessu er hins
vegar erfitt að fylgjast á neðri hluta vall-
arins. Þess vegna eru fyrri 9 holurnar
hafðar á efri hluta vallarins við venju-
legan leik.
Studninj
Landsbankinn og Landsbréf
undirrituðu nú í apnl nýjan
samstarfssamning við GR.
Samningurinn er framhalds-
samningur á samningi sem
gerður var í fyrra til eins árs. í
þessum samningi felst mikill
stuðningur við starf Golf-
klúbbs Reykjavíkur, m.a. við
unglingastarf, uppbyggingu
litla vallarins á Korpu, móta-
hald og rekstur golfbfla. Auk
þess munu viðskiptavinir
Landsbankans og Landsbréfa
njóta hags af samningnum.
I 3ÍJJ
'i’-’ r *i
1
Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans, hafði
þetta að segja:
„Landsbankinn og Landsbréf hafa um árabil verið samstarfs-
aðilar Golfklúbbs Reykjavíkur. Mikil gróska hefur verið í ís-
lensku golfi á undanfömum árum og það er ekki síst að þakka
miklu og uppbyggjandi starfi innan GR. Það hefur verið ánægju-
legt að fylgjast með þeirri uppbyggingu og að geta lagt klúbbn-
um lið í því starfi. Samstarfið hefur grundvallast á gagnkvæmu
trausti og sameiginlegum skilningi á því hvað skiptir máli fyrir
báða aðila.“
KYLFINGUR 3