Kylfingur - 01.05.2001, Page 8
um þannig að vel sé. Hann verður að geta
veitt þeim sem fyrir eru einhverja þjón-
ustu og ég verð að segja það eins og er, að
það stefnir í óefni. Það verður að gera
fleiri golfvelli, velli sem henta byrjendum
og eldra fólki, fólki sem getur lil dæmis
ekki spilað í Grafarholti. Ég er að tala um
einfalda velli, í rauninni bara tún með
þokkalegum flötum og teigum og slegn-
um brautum. A þannig völlum geta menn
lært hvemig á að leika og síðan komið á
það sem við getum kallað alvöru velli.
Það er svo mikilvægt að menn geti slegið
með öllu settinu, notað dræverinn á teig
og fundið boltann þó hann fari eitthvað út
fyrir braut. Grafarholtið er til dæmis allt
of erfiður völlur fyrir byrjendur. Menn
eiga að geta slegið, fundið boltann, slegið
aftur og svo koll af kolli, fengið eðlilegan
gang í leikinn. Mér sýnist ástandið þannig
að eitthvað í líkingu við þetta verði að
gerast á næstu árum því fjöldinn í klúbbn-
um er orðinn svo mikill miðað við þá að-
stöðu sem við höfum.“
Bestu kylfingum GR hefur ekki tekist á
undanförnum árum að verða alveg á
toppnum þó sumir hafi komist í seilingar-
fjarlægð við hann. Ætlar þú ekki að breyta
því?
„Jú, það er stefnan, en það tekur allt
tíma. Það eru fjölmargir unglingar sem
hafa æft vel í vetur og stelpurnar hafa ver-
ið duglegar. Ég er að reyna að koma því
inn hjá krökkunum að það eigi að vera
gaman að spila golf og þó hlutimir gangi
ekki alltaf eins og til var ætlast verða
menn að geta nýtt það rétt og horfa á
bjöitu hliðamar.
Ég vil hafa léttleika í kringum golfið og
þó menn einbeiti sér þá er hægt að hafa
gaman af hlutunum. Menn einbeita sér
inn í sig og með sjálfum sér, en eru léttir
út á við. Það er ekki heimsendir þó allt
gangi ekki að óskum og menn eiga ekki
að bera sig saman við aðra því menn em
jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er
bara til einn Tiger Woods.“
Aldrei of seint að byrja í golfi
Undanfarin ár hefur orðið sannkölluð
golfsprenging á Islandi og Nolan segir
aukninguna miklu meiri hér á landi en
annars staðar í Evrópu. Nýliðamir eru á
öllum aldri sem sést best á því að hann er
með nemendur frá fimm ára aldri til átt-
ræðs. „Það er aldrei of seint að byrja, en
það er ágætt að byrja fimm til sex ára,“
segir Nolan og leggur áherslu á að golf sé
fyrir alla og það sé um að gera að prófa.
Það eru til einhentir kylfingar, hálfblindir
og þannig mætti lengi telja. „Hver og einn
leikur með sínu lagi og hefur gaman af og
ég legg mikið upp úr því að menn
skemmti sér við að leika golf, það gerir
íþróttina svo miklu skemmtilegri auk þess
sem leikur manns lagast alls ekki við að
vera í vondu skapi,“ segir Nolan.
Hann leggur áherslu á að golf sé fyrir
alla, menn muni að sjálfsögðu ná mis-
langt í íþróttinni eins og gengur, en allir
eigi að geta náð það góðum tökum á
sveiflunni að hægt sé að hafa gaman af og
hægt sé að spila sér til ánægju.
Hann nefnir konu á miðjum aldri sem
dæmi. „Hún byrjaði í vetur með hópi
fólks. Hún hafði misst máttinn í hægri
hendinni en mætti engu að síður og það
tók hana nokkra tíma að ná að sveifla með
annarri hendinni og halda bara við kylf-
una ineð hinni, en þú hefðir átt að sjá
hvað hún var ánægð þegar hún fann að
Persónuleg þjónusta
c o Sérbankaþjónusta Búnaðarbankans Verðbréfa er allt það besta sem við höfum að bjóða. Þjónustan er sérhæfð fjármálaþjónusta ætluð umsvifamiklum einstaklingum. Áhersla er lögð á
)/ 1 BÚNAUARHANKINN V VERÐBRÉF 1 SÉRBANKAÞJÖNUSTA persónulega þjónustu þarsem hver ráðgjafi sinnir fámennum hópi viðskiptavina. Bein símanúmer og netfang tryggja greiðan aðgang að ráðgjafanum hvenær sem þörf er á. í Sérbankaþjónustu felst Fjárvarsla og Eignastýring verðbréfasafna með aðgangi að persónulegum ráðgjöfum á sviði fjármála, skattamála, lífeyris- og tryggingamála ásamt umtalsverðum sérkjörum og fríðindum.
Þinn persónulegi ráðgjafi súnaSartanw™ v^sb-éf Hjá Búnaöarbankanum Veröbréfum Hafnarstræti 5 Beinn s(mi GSM slmi Netfang
]/ 1 BÚNAÐARBANKINN V VERÐBRÉF 1 SÉRBANKAt-JÓNUSTA Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is
8 KYLFINGUR