Kylfingur - 01.05.2001, Page 15

Kylfingur - 01.05.2001, Page 15
Skýrsla stjóraar GR 1. nóvember 1999 - 31. október 2000 Á starfsárinu létust 6 félagar í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Þeir voru: Bjami Rögnvaldsson Jón Thorlacius Halldóra Einarsdóttir Júlíus Ingibergsson Valur Fannar Öm Bjartmars Pétursson Ég vil biðja fundarmenn að minnast þessara látnu félaga með því að rísa úr sætum. Á starfsárinu skipuðu eftirtaldir stjóm Golfklúbbs Reykjavflcur: Gestur Jónsson, formaður. Stefán Svavarsson varafonnaður og ritari Ómar Kristjánsson gjaldkeri. Meðstjómendur vom: Hilmar Karlsson, Jón Pétur Jónsson, Peter Salmon. og Stefán Gunnarsson. I varastjóm sátu: Kristín Guðmundsdóttir, Ragnheiður Lámsdóttir og Viktor Sturlaugsson. Haldnir vom 17 bókaðir stjómarfundir. Eins og undanfarin ár sat varastjóm alla stjómarfundi, ásamt framkvæmdastjóra. í lok starfsársins voru félagar í Golf- klúbbi Reykjavíkur 1528: Karlar 1221 Konur 307 Á árinu vom 328 nýir félagar og af bið- skrá teknir inn í klúbbinn, út af skrá fóm 181. í lok síðasta starfsárs vom félagar 1359, fjölgað hefur því um 169 félaga eða um 15% aukning. Fjármálin Tekjuafgangur ársins nam um fjórum milljónum króna eftir afskriftir og vexti. Fjárfestingar ársins námu 21 mkr. Pen- ingaleg staða klúbbsins hefur versnað um tæpar 13 m.kr. og er nú neikvæð um 46 m.kr. Tekjur klúbbsins jukust úr 68,3 m.kr. í 81,6 m.kr. eða um ca 20% en rekstrar- gjöldin hafa einnig vaxið úr rúmum 59,2 mkr í 71,7 m.kr. Gjaldkeri klúbbsins mun gera nánari grein fyrir reikningunum hér á eftir. Framkvæmdir ársins: Framkvæmdir við hús í Grafarholti: Verulegar breytingar og endurbætur voru gerðar á kenugeymslunni ofan við klúbbhúsið. Þar var innréttuð skrifstofa og golfverslun. Nú liggur fyrir að hita- og rafmagns- lagnir hér í golfskálanum í Grafarholti em taldar ónýtar og hjá því verður ekki kom- ist að endumýja þær. Mörgum þykir skál- inn sjálfur vera orðinn þreytulegur og rétt er að hann þyldi andlitslyftingu. Fenginn var innanhússarkitekt til þess að gefa stjóminni hugmyndir um endurbætur á skálanum í tengslum við það mikla rask sem mun fylgja endumýjun hita- og raf- magnslagna. Það er ljóst að hér er um stórt mál að ræða fyrir klúbbinn og fram- kvæmdin í heild sinni mun sennilega kosta milli 15 og 20 milljónir króna þeg- ar allt er talið. Hvemig á að leysa þetta? Langtímalán og leysa málið allt eða gera aðeins það sem nauðsynlegt er? Framkvæmdir við hús á Korpúlfsstöðum: Þótt Korpúlfsstaðahúsið sé einhver svipmesta og fallegasta bygging í Reykja- vík og enginn klúbbur geti státað af klúbbhúsi sambærilegu Korpúlfsstöðum þá verður það að viðurkennast að illa hefur gengið að gera alla aðstöðu þar inn- andyra jafn huggulega og æskilegt væri. Framkvæmdir ársins á Korpúlfsstöðum miðuðust fyrst og fremst við að uppfylla skilyrði yfirvalda um eldvamir og loft- ræstingu þannig að áframhald mætti verða á veitingarekstri í húsinu. Þá voru gólf í kjallara hússins flotuð. Rétt er að vekja athygli á því að loftræstingin ein sem við þurftum að setja upp á Korpunni kostaði meira en 2,5 mkr. í húsnefnd sátu: Ragnheiður Lárus- dóttir og Erling Pedersen. Framkvæmdir við völl’í Grafarholti: Vallarframkvæmdum ársins í Grafar- holti má skipta í tvennt. Annars vegar var verið að ljúka frá- gangi á flötum og umhverfi þeirra sem hafist hafði verið handa við á fyrra ári á 2., 6. 10 og 16. braut. Þá var byggður nýr teigur á 17. braut og svæðið milli 10./16. flatar og 17. teigs tyrft. Þá vom á haust- mánuðum gerðar þrjár nýjar glompur á 4. braut, ein glompa á 5. braut og tvær á 10. braut. Stjóminni er ljóst að ekki hafa allir verið sáttir við þessar breytingar á vellin- um. Góð sátt virðist vera um breytinguna á 2. braut en breytingamar á hinum braut- unum hafa verið gagnrýndar. Til þess að mæta þessari gagnrýni var farið yfir alla framkvæmdina í haust með hönnuðinum Howard Swan og í framhaldi af því hafa verið gerðar endurbætur á 6. 10. og 16. flötinni og aðkomunni að þessum flötum. Von okkar er sú að þessar aðgerðir verði til mikilla bóta. Hins vegar urðu töluverðar fram- kvæmdir í Grafarholtinu í tengslum við gerð holræsisins sem lagt var í gegnum völlinn á sl. vori. Tækifærið var notað til þess að klæða stærstan hluta 3. brautar- innar og hluta 1. og 18. brautanna auk þess sem vegurinn gegnum þessar brautir var lagfærður. Óhætt er að segja að þessi framkvæmd hafi heppnast mjög vel. Þriðja braut vallarins er nú ein besta brautin á vellinum og væntanlega er úr sögunni það mikla rask sem jafnan hefur verið á yfirborði brautarinnar á hverju vori. Loks er rétt að geta þess að í haust voru grafnir nokkrir þverskurðir á 16. braut sem verða fylltir af möl og tyrfðir. Með þessari aðgerð er vonast til að bleytu- vandamál það sem alltaf hefur þurft að glíma við á 16. brautinni minnki. I vetur verður haldið áfram lagningu holræsins í gegnum völlinn frá 3. braut, meðfram 4. braut, milli 5. og 8. brautar og meðfram 6. braut að norðanverðu og það- an út af vellinum. Ljóst er að þessi fram- KYLFINGUR 15

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.