Kylfingur - 01.05.2001, Qupperneq 17

Kylfingur - 01.05.2001, Qupperneq 17
Stjórn Golfklítbbs Reykjavíkur 2000. Aftari röð frá vinstri: Peter Salmon, Viktor Sturlaugsson, Hilmar Karlsson, Jón Pétur Jónsson, Stefán Gunnarsson og Margeir Vilhjálmsson,framkvœmdastjóri. Fremri röð f.v. Kristín Guðmundsdóttir, Stefán Svavarsson, Gestur Jónsson, formaður, og Ragnheiður Lárusdóttir. A myndina vantar Omar Kristjánsson. klúbbnum. í meistaramótinu voru 340 þátttakendur og mun það vera stærsta golfmót sem haldið hefur verið á Islandi. GR annaðist Landsmót unglinga á Grafarholtsvellinum. Um 150 ungir kylfingar alls staðar að á landinu voru með í mótinu sem tókst frábærlega. Bik- arkeppnin var haldin annað árið í röð. Alls kyns deilur og kærumál hafa verið að þró- ast í kringum bikarkeppnina og mér skilst að kappleikjanefnd muni ekki leggja til að keppninni verði haldið áfram á næsta ári, a.m.k. ekki í sama horfi. í kappleikjanefnd voru Jón Pétur Jóns- son, Ragnheiður Lámsdóttir og Hilmar Karlsson. Afreksnefnd Á árinu var komið á fót sérstakri nefnd sem hafði það hlutverk að velja afrekshóp í meistara- og unglingaflokkum GR, skipuleggja æfingar þessara kylfinga allt árið, setja einstaklingum markmið og fylgjast með árangri og ástundun. Um 30 kylfingar vom valdir í hópinn. Yfir vetrar- mánuðina voru stundaðar þrekæfingar undir leiðsögn þjálfara hjá Hreyfmgu auk inniæfmga á Korpunni. Kennari afreks- hópsins hefur verið Joe McKie. Þorsteinn Hallgrímsson hefur haft yfirumsjón með starfí afrekshópsins. Það er auðvitað ljóst að verkefni afreks- nefndarinnar er langtímaverkefni og það er ekki hægt að búast við stökkbreyting- um hjá okkar bestu kylfingum. Það er mat okkar að starf afreksnefndarinnar hafi skilað góðum árangri og það er a.m.k staðreynd að langt er síðan GR hefur átt jafn marga kylfinga í hópi þeirra bestu og var á síðasta ári. í afreksnefnd vom Stefán Gunnarsson, Hildur Haraldsdóttir og Þorsteinn Hall- grímsson. Kylfingur Auk hefðbundinnar útgáfu Kylfings voru tvö fréttabréf gefin út, það fyrra um síðustu áramót en það síðara mars. I fréttabréfinu vom fyrst og fremst stuttar fréttir af ýmsu starfi innan golfklúbbsins og hvað framundan væri. í ritnefnd Kylfings sátu Hilmar Karls- son og Halldór B. Kristjánsson. Samningur við golfklúbbinn á Hellu Samningur var gerður á milli GR og Golfklúbbsins Hellu um að greiðsla ár- gjalds í GR veiti rétt til að spila völlinn á Hellu. Endurgjald GR er fyrst og fremst í formi aðstoðar við að halda við vellinum á Hellu, slá röff, sá og sanda, gata green og fleira. I þessu skyni notum við vélar GR en vandamál lítilla golfklúbba eins og á Hellu er ekki síst það hve litla mögu- leika þeir eiga á því að eignast tækjakost sem er nauðsynlegur til þess að halda velli sæmilega við. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hellumönnum vom skráðir hjá þeim um 800 hringir sem GRingar spil- uðu í sumar. Reyndar telja þeir að hringimir hafi verið mun fleiri en einhver losarabragur hafi verið á skráningu. Gagnkvæmur vilji er til þess að halda samstarfi klúbbanna áfram. Nýtt æfingasvæði í Grafarholti Reykjavíkurborg hefur úthlutað GR tæpum 6 ha. lands til gerðar æfingasvæð- KYLFINGUR 17

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.