Kylfingur - 01.05.2001, Page 18

Kylfingur - 01.05.2001, Page 18
is í mýrinni hér fyrir neðan milli Laxalóns og 18. brautarinnar. Eins og við höfum öll séð á síðasta sumri og nú í vetur hefur gríðarlegt magn jarðvegs verið flutt á svæðið. Búið er að forhanna æfingasvæð- ið og gera kostnaðaráætlun sem kynnt hefur verið borgaryfirvöldum. Kostnaðar- áætlun sem unnin var af Howard Swan fyrir æfingasvæðið fullbúið, er upp á ca. 75 mkr. Af hálfu GR hefur verið lögð áhersla á að hefjast handa við frágang svæðisins jafnfljótt og unnt er enda mikil lýti og óþrifnaður af að hafa óvarða mold- arhauga í svo mikilli nálægð við golfvöll- inn. Við viljum reyna að yfirborðsjafna og sá í þann hluta svæðisins þar sem driv- ing range verður strax í sumar þannig að það megi taka í notkun sumarið 2002. Það er stefna stjómar GR að nýja æf- ingasvæðið verði mjög vandað með yfir- byggðum básum, lýsingu, hita, stórum púttflötum, svæðum til þess að æfa stutt spil, glompuhögg o.s.frv. Hugsanlega verður lítill æfingavöllur með þremur eða fjórum golfholum gerður í tengslum við svæðið. Með öðrum orðum erum við að tala um að reisa æfingasvæði af bestu gerð. Það er hins vegar ljóst að GR þarf aðstoð borgaryfirvalda við að kljúfa kostnaðinn af gerð svona svæðis. Hefur klúbburinn sótt um það til Reykjavíkur- borgar að borgin taki að sér greiðslu á 80% kostnaðar við gerð svæðisins. Þá hefur klúbburinn sótt um styrk til R&A í þetta verkefni og fengið styrk að fjárhæð 30.000 sterlingspund sem er ná- lægt 4 mkr. Það er ljóst að gerð nýja æf- ingasvæðisins hér í Grafarholti verður stóra verkefni klúbbsins næstu ár. Nýr kennari Undanfarin tvö ár hefur Joe McKie ver- ið aðalkennari GR og unnið hér gott starf ásamt félaga sínum Derrick Moore. Joe sagði samningi sínum við GR upp í haust þannig að hann rennur út um næstu ára- mót. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að þakka Joe fyrir störf hans fyrir GR og óska honum alls góðs í framtíðinni. Stjóm GR auglýsti eftir nýjum golf- kennara. Meðal þeirra sem lýstu áhuga á starfinu var John Nolan sem var kennari hjá GR árum saman hér fyrr á árum. Samningar hafa tekist við John um að hann taki við stöðu aðalkennara hjá GR frá næstu áramótum. John er góður golf- kennari, hugmyndaríkur og skemmtilegur náungi og ekki spillir það fyrir að hann talar piýðilega íslensku. Ohætt er að segja að við bindum miklar vonir við störf John fyrir klúbbinn á komandi árum. Landsmót Landsmótið í golfi verður haldið í Graf- arholti á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn sem mótið verður haldið án flokka- skiptingar þannig að fjöldi þátttakenda verður miklu minni en undanfarin ár eða 150 að hámarki. Stjóm GR hefur tekið ákvörðun um að skipa sérstaka Lands- mótsnefnd til þess að annast undirbúning og framkvæmd mótsins. Hefur Guð- mundur Bjömsson, fyrrverandi formaður GR, tekist á hendur það verk að vera for- maður landsmótsnefndarinnar þannig að strax má fullyrða að það mál er komið í traustar hendur. Fjöldatakmörkun Nú rekur GR tvo átján holu velli auk 9 holu æfínga- og byrjendavallar á Korpu. Ætlunin er að reyna að bæta litla völlinn verulega á næsta ári, GR hefur sótt um land til þess að stækka Korpúlfsstaðavöll- inn í 27 holur. Það erindi hefur ekki feng- ið afgreiðslu en engin sérstök ástæða er til bjartsýni um að stækkunarheimild fáist alveg á næstunni. Fjölgunin í klúbbnum hefur verið ca. 15% á ári mörg undanfarin ár og nú em félagsmenn komnn á sextánda hundrað. Það er alltaf álitamál hvað klúbbur með aðstöðu eins og GR getur tekið við mörg- um félagsmönnum. Augljóst er að ekki er unnt að taka endalaust við nýjum félögum án þess að þrengslin á völlunum verði óviðunandi. Sumum finnst aðsóknin nú þegar vera orðin of mikil og loka eigi klúbbnum strax. Stjóm GR telur rétt að leggja ákvörðun um heimild til fjöldatakmörkunai- fyrir aðalfund. Tillaga stjómarinnar er sú að stjóminni sé heimilt að setja reglur sem takmarka fjölda þeirra sem hafa rétt til að spila vellina okkar við 1.800. Þetta er ekki ákvörðun um að loka klúbbnum heldur ákvörðun um að tiltekið hámark sé á fjölda þeirra sem geta haft full félagsrétt- indi á hverjum tíma. Hafa ber í huga að á hverju ári hætta 10-15% félagsmanna að greiða félags- gjöld í bili þannig að alltaf verður eitt- hvert rými fyrir inntöku nýrra félaga. Engu að síður á ég von á því að strax á næsta ári verði félagafjöldi GR farinn að nálgast 1.800 og miðað við þróun undan- genginna ára gerist það í síðasta lagi árið 2002. Góðir fundarmenn. Þessi skýrsla stjómarinnar er þegar orð- in löng. Eg vil þó að síðustu geta þess að stjóm GR tók sér nokkum tíma á starfsár- BARMMERKI Rllf ARAR VERÐLAUNAPENINGAR FANNAR LÆKJARTORGI S: 551-6488 18 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.