Kylfingur - 01.05.2001, Side 19
inu til þess að víkja frá dægurmálunum og
huga að framtíð klúbbsins. Var haldinn
sérstakur stjómarfundur í Vestmannaeyj-
um eina helgi í haust þar sem farið var
yfir reksturinn og reynt var að líta til
framtíðar. Stjómin er sammála um að
framtíðarsvæði starfsemi GR sé í Grafar-
holti og á Korpunni þannig að ekki er
stefnt að því að byggja starfsemi klúbbs-
ins upp á öðmm stöðum, jafnvel þótt slíkt
stæði til boða.
Samhljóða niðurstaða stjómarinnar er
sú að reyna að ljúka þeim verkefnum sem
fyrir hendi eru í Grafarholti og Korpunni
og leggja síðan áherslu á að bæta og fegra
vellina og umhverfi þeirra og auka gæði
þeirrar þjónustu sem félagsmönnum er
veitt eins og unnt er.
Við viljum að snyrtimennska og alúð
við umhverfið verði einkenni á völlunum
okkar í framtíðinni.
Við viljum losna við rusl og drasl af
völlunum eins og unnt er, við viljum sjá
trjágróður og vel hirt blómabeð í auknum
mæli.
Við viljum sjá snyrtilega stíga og vel
hirtan völl. Þetta verða aðalmarkmiðin í
rekstrinum á næstu ámm.
Ég vil að síðustu nota tækifærið til þess
að þakka framkvæmdastjóranum Mar-
geiri Vilhjálmssyni og öllum öðrurn
starfsmönnum GR fyrir samstarfið á árinu
sem og starfsmönnum í veitingasölu,
kennurum klúbbsins og starfsmönnum og
eigendum Nevada Bob.
Þá vil ég þakka samstjómarmönnum
mínum samstarfið á árinu.
Sérstakar þakkir vil ég færa Hilmari
Karlssyni sem hefur tekið þá ákvörðun að
ganga nú úr stjóm klúbbsins eftir langt og
farsælt starf innan stjómarinnar.
'Gestur Jónsson.
Þeir Gestur Jónsson, formaður, Ómar Kristjánsson, formaður vailanefndar, og Jón Pétur Jónsson,
formaður kappleikjanefndar, voru í fyrsta ráshópi á opnunarmóti Grafarholtsvallar þann 21. maí í
fyrra. Á myndunum má sjá að Ómar sér um baksveífluna, Jón Pétur kemur henni af stað og for-
maðurinn klárar. Ekki er vitað hvort sveifla, sett saman úr þessum þremur skilar árangri, en þessir
kappar hver í sínu lagi eru mjög frambærilegir kylfingar. Árangurinn í fyrsta mótinu bar þess þó
nokkur merki að ekki hafi verið æft mikið um veturinn ...
KYLFINGUR 19