Kylfingur - 01.05.2006, Page 12
manneskja og gekk bömunum mínum í móðurstað. Mamma er
ennþá að kenna mér þó hún sé ekki lengur í lifenda tölu. Ég hef
það fyrir reglu ef ég er í vafa, að reyna að gera það sama og
mamma hefði gert. Auðvitað er hann pabbi í öðru sæti, enda
erum við víst ansi lík að mörgu leyti.©
Fullkominn dagur í þínum augum er..
Ansi margir, mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að njóta
alls þess sem lífið hefur borið í skauti sér.
Fullkominn dagur gæti byrjað í rólegheitum með kósí nátt-
fatastemmingu við eldhúsborðið. Síðan fer litla fjölskyldan
saman á hestbak í góða veðrinu, slær í rass og þeysir upp brekk-
umar, Tinna labrador galsapúkast á eftir okkur. Eftir hádegis-
matinn sé ég fyrir mér golfhring í Grafarholti með stelpunum
mínum (ennþá draumsýn), enginn annar á vellinum (hehehe!!).
Síðan er farið í Bláa lónið og legið þar og marinerast fram
undir kvöldmat.
Eftir kvöldmatinn t.d. í Bláa lóninu er haldið heim í kotið
hlýtt og notalegt og allir fjölskyldumeðlimimir eiga sameigin-
lega kósístund fyrir framan sjónvarpið.
Ragnhildur Sigurðardóttir íþróttamaður Reykjavíkur 2005,
hvernig hljómar það?
Otrúlega sannfærandi heheh! En það tók reyndar svolítinn
tíma að sannfærast.
Þú áttir frábært ár í fyrra, var undirbúningurinn öðruvísi en
fyrir önnur ár hjá þér?
Nei, undirbúningurinn var ekkert öðruvísi, en ég er meira
sjálfs mín herra eftir að ég fór að vinna sjálfstætt. Það að geta
skipulagt frí og vinnu sjálfur eftir álagstímum er mjög jákvætt.
Að vísu finnst mér mjög gaman að kenna og geri kannski að-
eins of mikið af því en það er alveg í mínu valdi að stjóma því.
Kennslan hefur gert golfinu mínu gott og ég er stöðugt að vinna
með fólki í grunnatriðum og kenna góðar æfingar þannig að ég
er í rauninni mikið að æfa mig þó ég sé ekki alltaf að slá bolta.
Þegar ég var í íþróttakennaranáminu mínu heyrði ég af rann-
sókn sem var gerð á hópi körfuknattleiksmanna. Þeim var skipt
í 2 hópa, annar hópurinn fékk það verkefni í heila viku að æfa
vítaskot í 20 mínútur á dag. Hinn hópurinn æfði vítaskot, án
bolta, í huganum 20 mínútur á dag. Eftir vikuna vom hópamir
prófaðir verklega og hópurinn sem hafði stundað hugaræfmg-
amar stóð sig mun betur. Mér finnst þetta sama eiga vel við
golfið mitt.
Hugarfar og gæði æfinganna skipta ansi miklu máli, oft meira
máli en magnið.
Þú vannst íslandsmótið í höggleik á Leirunni eftir umspil við
Ólöf Maríu, hvernig vartilfinningin íbráðabananum?
Fyrir hringinn var kannski ekki mikið horft til mín sem vænt-
anlegs Islandsmeistara, spilamennskan dagana á undan dugði
ekki alveg til að sannfæra spámennina. Ég hef þó oft bitið í
skjaldarrendumar á lokasprettinum þó svo að stundum haftð
það ekki skilað mér alveg upp á efsta pall. í þessu móti beit ég
í skjaldarrendumar. Siggi bróðir rninn var vélaður til kaddý-
starfa, því ég vissi að ef einhver gæti dregið mig til sigurs þá
væri það hann. Hann er snillingur í ansi mörgu og ótrúlegur
keppnismaður. Hann fylgdist með hinum stelpunum úr fjarska
en reyndi að halda mér utan spennunnar. Ég vissi því ekki
hvernig staðan var. Ég vissi þó eftir 10 holur að ég væri í góð-
um málum. A 11. braut lenti ég í vandræðum í úfnum karga,
skóflaði boltanum í vatnstorfæm, endaði á því að þrípútta og fór
á þreföldum skolla.
Góð ráð vom dýr og ég neyddist til að spila síðustu 7 holum-
ar 1 undir pari. Það að þurfa að bíta á jaxlinn og setja undir sig
hausinn í lokin kom mér í girinn sem ég var í í bráðabananum.
Hildur Kristin og Lilja í réttum með afa sínum
Mamma mín, Halldóra Einarsdóttir, ásant Hildi Kristinu og Lilju.
Siggi og Ragnhildur, óaðskiljanleg lengi framan af.
8 KYLFINGUR