Kylfingur - 01.05.2006, Síða 12

Kylfingur - 01.05.2006, Síða 12
manneskja og gekk bömunum mínum í móðurstað. Mamma er ennþá að kenna mér þó hún sé ekki lengur í lifenda tölu. Ég hef það fyrir reglu ef ég er í vafa, að reyna að gera það sama og mamma hefði gert. Auðvitað er hann pabbi í öðru sæti, enda erum við víst ansi lík að mörgu leyti.© Fullkominn dagur í þínum augum er.. Ansi margir, mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að njóta alls þess sem lífið hefur borið í skauti sér. Fullkominn dagur gæti byrjað í rólegheitum með kósí nátt- fatastemmingu við eldhúsborðið. Síðan fer litla fjölskyldan saman á hestbak í góða veðrinu, slær í rass og þeysir upp brekk- umar, Tinna labrador galsapúkast á eftir okkur. Eftir hádegis- matinn sé ég fyrir mér golfhring í Grafarholti með stelpunum mínum (ennþá draumsýn), enginn annar á vellinum (hehehe!!). Síðan er farið í Bláa lónið og legið þar og marinerast fram undir kvöldmat. Eftir kvöldmatinn t.d. í Bláa lóninu er haldið heim í kotið hlýtt og notalegt og allir fjölskyldumeðlimimir eiga sameigin- lega kósístund fyrir framan sjónvarpið. Ragnhildur Sigurðardóttir íþróttamaður Reykjavíkur 2005, hvernig hljómar það? Otrúlega sannfærandi heheh! En það tók reyndar svolítinn tíma að sannfærast. Þú áttir frábært ár í fyrra, var undirbúningurinn öðruvísi en fyrir önnur ár hjá þér? Nei, undirbúningurinn var ekkert öðruvísi, en ég er meira sjálfs mín herra eftir að ég fór að vinna sjálfstætt. Það að geta skipulagt frí og vinnu sjálfur eftir álagstímum er mjög jákvætt. Að vísu finnst mér mjög gaman að kenna og geri kannski að- eins of mikið af því en það er alveg í mínu valdi að stjóma því. Kennslan hefur gert golfinu mínu gott og ég er stöðugt að vinna með fólki í grunnatriðum og kenna góðar æfingar þannig að ég er í rauninni mikið að æfa mig þó ég sé ekki alltaf að slá bolta. Þegar ég var í íþróttakennaranáminu mínu heyrði ég af rann- sókn sem var gerð á hópi körfuknattleiksmanna. Þeim var skipt í 2 hópa, annar hópurinn fékk það verkefni í heila viku að æfa vítaskot í 20 mínútur á dag. Hinn hópurinn æfði vítaskot, án bolta, í huganum 20 mínútur á dag. Eftir vikuna vom hópamir prófaðir verklega og hópurinn sem hafði stundað hugaræfmg- amar stóð sig mun betur. Mér finnst þetta sama eiga vel við golfið mitt. Hugarfar og gæði æfinganna skipta ansi miklu máli, oft meira máli en magnið. Þú vannst íslandsmótið í höggleik á Leirunni eftir umspil við Ólöf Maríu, hvernig vartilfinningin íbráðabananum? Fyrir hringinn var kannski ekki mikið horft til mín sem vænt- anlegs Islandsmeistara, spilamennskan dagana á undan dugði ekki alveg til að sannfæra spámennina. Ég hef þó oft bitið í skjaldarrendumar á lokasprettinum þó svo að stundum haftð það ekki skilað mér alveg upp á efsta pall. í þessu móti beit ég í skjaldarrendumar. Siggi bróðir rninn var vélaður til kaddý- starfa, því ég vissi að ef einhver gæti dregið mig til sigurs þá væri það hann. Hann er snillingur í ansi mörgu og ótrúlegur keppnismaður. Hann fylgdist með hinum stelpunum úr fjarska en reyndi að halda mér utan spennunnar. Ég vissi því ekki hvernig staðan var. Ég vissi þó eftir 10 holur að ég væri í góð- um málum. A 11. braut lenti ég í vandræðum í úfnum karga, skóflaði boltanum í vatnstorfæm, endaði á því að þrípútta og fór á þreföldum skolla. Góð ráð vom dýr og ég neyddist til að spila síðustu 7 holum- ar 1 undir pari. Það að þurfa að bíta á jaxlinn og setja undir sig hausinn í lokin kom mér í girinn sem ég var í í bráðabananum. Hildur Kristin og Lilja í réttum með afa sínum Mamma mín, Halldóra Einarsdóttir, ásant Hildi Kristinu og Lilju. Siggi og Ragnhildur, óaðskiljanleg lengi framan af. 8 KYLFINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.