Kylfingur - 01.05.2006, Page 14

Kylfingur - 01.05.2006, Page 14
ég hef kynnst í gegnum starfið líta það á sinn fjölbreytilega hátt og enginn dagur er eins. Hvað finnst þér vera algengustu mistökin sem kylfingar gera í sveiflunni / golfleik sínum? Það er mjög algengt að gripið lendi of mikið inn í lófa vinstri handar. Með því að styrkja gripið sér maður oft ótrúlegustu breytingar á skömmum tíma. Einnig er hægri handleggur oft stífur í stað þess að vera mjúkur og eftirgefanlegur. Öfug sveigja í líkamanum, spenna og átök er svo eitthvað sem mað- ur þarf að glíma við á hverjum degi. Mér finnst að fólk mætti leggja ríkari áherslu á þau atriði sem þurfa að vera í lagi áður en kylfunni er sveiflað. Ég segi stund- um við krakkana: „Allt sem þú getur gert jafn vel og Tiger Woods, það skaltu gera!“. Hvort sem þið trúið því eða ekki, er ýmislegt sem við getum gert jafn vel og hann! Hvað golfleikinn varðar hjá meginþorra áhugamanna, eru stærstu mistökin að æfa stutta spilið jafn lítið og raun ber vitni. Korpan eða Grafarholt? Grafarholt. Ég myndi aldrei vilja skipta því út fyrir nokkum annan völl, minningamar em það dýrmætar og hreinlega of margar. Dramahollið? Dramahollið hahaha: Karen - Ólöf - Ragga - Hebba ... eða draumahollið, Emie Els, Retief Goosen, Annika og Ragga.© Þú hefur átt glæstan feril hér heima, titill á eftir titH, ár eftir ár, er einhver titill sem stendur upp úr hjá þér í minningunni? íþróttamaður Reykjavíkur er líklega heitasta nafnbótin sem mér hefur hlotnast gegnum tíðina. Eftirminnilegastur er þó Is- landsmeistaratitillinn frá Akureyri 1985. Nýorðin 15 ára og gerði mér enga grein fyrir því hvað ég hafði í rauninni afrekað. Það sem mér finnst þó skemmtilegast að safna eru vallannet. Vallannet em merkileg að því leyti að enginn hefur gert betur! Hvort er meira afslappandi, reiðtúr eða golfhringur? Bæði betra.© Hvernig er að vera atvinnumaður í golfi? Mjög skemmtilegt, mikill heiður og ótrú- lega mikið af tækifærum sem seint er hægt að fullþakka og gleðjast yfir. Ég vil samt nota tækifærið hér. Takk takk. Verður þú einhvern tímann þreytt á að keppa/spila ? Þegar ég var í landsliðinu með stelpumar mínar litlar var oft erfitt að láta tíma- rammann passa utan um heildannyndina. Þau ár voru skemmtileg en jafnframt reyndu á þolrifin hjá fjölskyldunni minni. Þau ár var golfið stundað meira af skyldurækni en ein- skæmm áhuga. Keppnisskapið kom þó í veg fyrir að ég tæki mér hlé frá baráttunni. Síðan þá hefur golfáhuginn farið vaxandi aftur og er svo komið nú um stundir að ég er við það að springa af hamingju yfir því að vera kylfingur. Einhver heillaráð fyrir kylfinga? Aldrei gleyma hvers vegna þú spilar golf. Þ.e.a.s. til að hafa gaman af því. Ekki gera of miklar kröfur, bara mátulegar. I sér- hverjum spiluðum hring finnum við fyrir jákvæðum og nei- kvæðum tilfinningum - högg sem rnann dreymir um og högg sem ofsækja mann. Þetta skapar tilfinningalega rússíbanareið sem við viljum fyrir alla muni forðast, þar sem höfuðmarkmið okkar er stöðugleiki og styrkur á huglæga sviðinu. Þegar léleg högg hlaðast upp, og þér fínnst gremjan vera að ná yfirtökum, rifjaðu þá upp jákvæðar minningar. Kallaðu þá fram í hugann myndina af því þegar þú byrjaðir á tveimur skrömbum, en endaðir samt á því að lækka þig í forgjöf. Eða mundu þegar þú fylgdist með kylfingnum sem tapaði niður for- skotinu sem hann hafði haft en vann það svo upp í lokin. Mundu bara, hvort sem góðir eða slæmir hlutir gerast, þá er alltaf möguleikinn á því að málin taki nýja stefnu. Ekki verða of glaður eða of stúrinn, jafn hraði er líklegri til þess að korna okkur á áfangastað, heilum og höldnu. Hvernig leggst sumarið í þig? Sumarið leggst afskaplega vel í mig. Ég er búin að taka ansi góða golfkennsluskorpu núna þannig að æfingamar hafa verið af skomum skammti. I júní, júlí og ágúst ætla ég að reyna að takmarka kennsluna við 2 daga í viku, sinna börnum og búi og bæta mig í ýmsu sem bæta þarf! Er eitthvað sem þú vilt bæta fyrir næsta sumar? Já! Mig langar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni og vekja golfáhuga hjá stelpunum mínum. Það er minn æðsti draumur að við verðum spilafélagar í framtíðinni og þær rasskelli mömmu sína þó hún spili vel.© Hvað golftæknina varðar hef ég verið að vinna í aftursveifl- unni minni og finnst mér sú vinna vera að þokast í rétta átt. Eins og áður sagði ætla ég samt að setja stutta spilið í forgang. 10 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.