Kylfingur - 01.05.2006, Síða 17

Kylfingur - 01.05.2006, Síða 17
Keppnin á mótaröðinni verður mjög hörð næsta sumar, margarsem vilja steypa þérafstóii væntanlega? Við viljum allar vinna. Islenskt kvennagolf hefur tekið stór- stígum framförum hin síðari ár og skorin eru stöðugt að lækka. Astæðan fyrir því að ég er ennþá á toppnum er einfaldlega sú að golfið mitt hefur aldrei verið betra. Hinar hafa líka verið að bæta sig mikið og breiddin í hópnum eykst jafnt og þétt. Mark- miðið mitt er að njóta sumarsins í botn og spila marga góða hringi. Ég ætla að æfa af kappi og stefnan er að fara í úrtöku- mót í haust. Hvað myndir þú segja að væri þín sterkasta hlið í golfinu? Mína hlið í golfinu tel ég vera hugarfarið. Ég er eins og gam- all ostur, sterkari með aldrinum. Leikgleði er mikilvæg vilji maður endast í keppnisgolfi. Ég verð eiginlega aldrei leið á að spila og fæ bara ekki nóg. Ég uppgötva oft að mig langar í golf eftir 18 holu keppnisdag. (Ég læt það líka oft eftir mér, ekki segja neinum frá!) I meistaramótinu í fyrra fór ég t.d. upp á Akranes eftir að hafa spilað 2. hringinn á Korpunni, tók þar nokkrar holur til að skerpa á spilinu mínu (daginn eftir kom svo vallarmet). Ég geri oft svona vitleysu sem myndi ekki henta neinum nema mér, en ég verð að láta hjartað ráða sama hvað ráðgjafamir segja. Mikið er talað um að það vanti breidd á mótaröð kvenna? Hvað finnst þér um það? Ég er ekki sammála! Hefði líklega verið það fyrir nokkrum ámnt. Mér finnst golf á fslandi vera í stöðugri framför og við höfum aldrei átt fleiri lágforgjafarkylfinga í kvennaflokki. En ég vildi sjá fleiri litla velli eins og Grafarkotsvöllinn, þann sem verið er að fínpússa í Grafarholti. Stuttar brautir með tor- fæmm, hólum og hæðum sem reynir virkilega á fjölbreytileika í vippum og fleyghöggum. Ég hef þá trú að þessi litli völlur eigi eftir að verða útungunarstöð okkar GR-inga hvað varðar afreks- kylfinga framtíðarinnar. Er eitthvað eitt golfmót á ári hverju sem þú hlakkar mest til að spila í? Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur er í mestu uppáhaldi hjá mér. í meistaramótinu skapast ákveðin stemming sem er ólýsanleg. Fólk tekur sér frí í vinnu til þess að vakna fyrir allar aldir. Félagamir mæta glaðir í bragði á æfingasvæðið, bera sam- an bækur sínar og mikil samkennd og tilhlökkun er áberandi. Hinir fjölmörgu flokkar gefa af sér meistara af öllum stærð- um og gerðum og fjöldinn allur gleðst yfir samvemnni og góð- um árangri í mótslok. Síðast en ekki síst: Fátt jafnast á við að ljúka leik á 18. holu í Grafarholti. íslenskt golfer... I ömm vexti Golfklúbbur Reykjavíkur er... Besti klúbbur í heimi.© KYLFINGUR 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.