Kylfingur - 01.05.2006, Side 18

Kylfingur - 01.05.2006, Side 18
Sigurvegarar frá Púttkvöldum vetrarins, f.v,: 3. sœti Auðbjörg Erlingsdóttir, l.sœti, Ásta Jósefsdóttir, 2. sœti Ardís Erlendsdóttir og 4. sœti Sigríður Flyering. 14 KYLFINGUR Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður var veislustjóri og kunni vel við sig innan um skvísurnar sem voru á öllum aldri, ungir afreksmenn úr meistaraflokki GR þjónuðu til borðs og sýndu nýjustu golftískuna frá Nevada Bob. Stefán Hilmars og Eyfi sungu nokkur lög og tóku GR- konur vel undir, þá sérstaklega þegar þeir sungu Nínu, vinsœlasta Eurovisionlag íslendinga. Ragnhildur Sigurðardóttir sló í gegn með rœðuhöldum og fjölda- söng en hún er sérstaklega vinscell golfkennari meðal GR kvenna. Dregið var í happdrœtti og veitt voru verðlaun fyrir besta árangur á púttkvöldum vetrarins þar sem keppnin var hörð enda Evrópuferð í fyrsta vinning. Sigurvegari varð Ásta Jósefsdóttir. í lok kvölds fengu konurnar salsakennslu og drifu sig á dansgólfið sem var nýtt til hins ítrasta þessa kvöldstund. Höfðu GR- konur á orði að kvöldið hefði verið gífurlega vel heppn- að og þjappað konunum saman fyrir komandi golf- sumar. Sigurður Kári veislustjóri, Ragnhildur Sigurðardóttir rœðurmaður kvöldsins og Stefanía M. Jóns- dóltir.

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.