Kylfingur - 01.05.2006, Side 20

Kylfingur - 01.05.2006, Side 20
 Síðastliðið ár hefur verið mjög gott í Básum. Kylfing- ar hafa óspart nýtt sér hina góðu aðstöðu sem Bás- ar hafa upp á að bjóða og vonandi að afraksturinn skili sér í lægri forgjöf að loknu sumri. 10 milljónasti bolt- inn var sleginn í Básum þann 26. febrúar síðastliðinn og var það Hauður Stefánsdótttir sem sló þann merkis- bolta. Ný og betri skotmörk voru sett upp eftir áramót sem hafa gert æfingar í Básum bæði fjölbreyttari og skemmtilegri. Mikið og gott starf hefur verið gert til að viðhalda gæðum æfingasvæðisins. Boltatínsla var reglu- leg meðal starfsmanna og sjálfboðaliða en nauðsynlegt var að tína upp niðurgrafna bolta þegar bleytan var sem mest í vor. Sumarið verður spennandi í Básum og ber þar hæst opnun Grafarkotsvallar. Með opnun æfingavallarins munu kylfingar geta æft alla hluta golfleiksins á þessu svæði. Einnig voru settar nýjar mottur í alla bása í apríl og hafa þær mælst mjög vel fyrir hjá kylfingum. í fram- tíðinni verður síðan hægt að æfa alla hluti golfsins, allan ársins hring í Básum með tilkomu þjónustubyggingar við Bása. Hérfyrir neðan sést línurit yfir slegna bolta í Básum frá upphafi. Opnun var um miðjan júní 2004 sem skýrir hina miklu aukningu sem varð milli ára í þeim mánuði. Þróun- in þennan tiltölulega stutta tíma sem Básar hafa verið opnir er að mikil aukning er milli janúar og apríl, apríl til ágúst eru svipaðir og síðan kemur mikil lækkun í sept- ember til desember. Á sumarmánuði eru venjulega slegnir 800.000 til 900.000 boltar á mánuði en í kringum 100.000-200.000 í nóvember og desember. Boltar slegnir á mánuði í Básum Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember MÍNÚTUR 16 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.