Kylfingur - 01.05.2006, Side 23

Kylfingur - 01.05.2006, Side 23
Á þessari mynd má sjá d.flötina eftir fyrsta slátt. Ágætu kylfingar í GR. Nú þegar þessi grein er skrifuð er undirbúningur fyrir opnun Korpunnar í fullum gangi. Vet- urinn hefur verið hinn ágætasti og kemur völlurinn mjög vel undan vetri þrátt fyrir að hann sé seinni til en venjulega sökum lélegs aprílmánaðar. Það hefur einnig komið berlega í ljós að sú ákvörðun að hafa Korpuna lokaða í vetur og einungis að leyfa spil á Litla- vellinum hefur margborgað sig og er ástandið á brautum og álagssvæðum á Korpunni í mjög gúðu ástandi og lofar góðu fyrir sumarvertíðina. Ymsar framkvæmdir hafa verið á vell- inum í vetur, settir hafa verið þrír nýir gervigrasteigar, á holum 3, 5 og 9, þetta eru allt holur þar sem jám em mjög oft notuð í upphafshögg og ættu þessir gervi- grasteigar því að veita aðalteigunum kær- komna hvíld þegar á þarf að halda. Það hefur sýnt sig undanfarin tvö sumur að þeir teigar sem eru með gervigrasteiga til þess að dreifa álaginu hafa lagast mikið. Einnig var hafist handa við að endur- byggja og stækka klúbbteiginn á fimmtu braut, sá teigur var orðinn ansi illa farinn. Teiguiinn vai- mokaður upp og skipt um rótarlag og hann stækkaður um sem nem- ur ca 230m2 til vinstri og ætti þessi teigur því að taka betur við umferð heldur en sá gamli. Teigurinn verður tyrfður um leið og hægt verður að fá nógu gott torf á hann. Hér fyrir neðan má sjá mynd frá framkvæmdunum á fimmta teig. Stærsta framkvæmdin í vor er breyting- in á 10. brautinni, brautin var endurhönn- uð og er búið að koma fyrir 5 glompum hægra megin á brautinni ásamt því að komið verður fyrir trjágróðri, einnig hægra megin á brautinni. Svæðið fyrir framan flötina og göngusvæðið frá flöt- inni og að 11. teig var ræst út með dren- skurðum þar sem þetta svæði hefur ávallt verið til vandræða sökum bleytu. Brautin hefur hingað til verið frekar karakterlaus Vinna við 5. teig. KYLFINGUR 19

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.