Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 45
KAPPLEIKJA-
SUMARIÐ 2005
Því miður þá komu vellirnir okkar ekki vel undan vetri, en þó virðist það
ekki hafa haft áhrif á þátttöku í vormótum okkar. Þátttaka var með
besta móti, eins og vanalega. Þá var mótaflóran okkar mjög fjölbreytt.
Einnig var gerð sú breyting að fækkað var opnum mótum þar sem ræst var
út af öllum teigum (shotgun), þó verð ég að segja það að það er miklu þægi-
legra að halda utan um mót þegar allir fara út í einu, menn hittast vel fyrir teig,
spjalla saman, síðan er haldið út á sinn teig, það koma allir inn í einu, þá
myndast oft góð stemming og allir fylgjast með verðlaunaafhendingu. En ef
ræst er út af 1. teig eingöngu, þá eru ekki einu sinni verðlaunahafar í salnum
til að taka við sínum verðlaunum í mótslok og því eiginlegar verðlaunaaf-
hendingar ekki haldnar í leikslok.
Hæst ber að minnast glæsilegs meistaramóts, sem er líklega stærsta ein-
staka golf-innanfélagsmót í heimi, 510 kylfingar skráðu sig í mótið úr öllum
flokkum. Það er met. Eg efast um að í sumar verði ráðið við fleiri þátttakend-
ur, en stefnan er að allir sem vilja geti verið með.
Þó nokkur umræða hefur verið um boðsmót fyrirtækja og lokun Grafar-
holtsins vegna þeirra. Þegar vel er að gáð þá kemur í ljós að vellir GR eru opn-
ir um 80% fyrir hin almenna félagsmann.
Hafa ber í huga að tekjur sem koma inn í félagið og veitingasölu gera það
að verkum að félagsgjöld eru sem nemur 25% lægri enn ella. Gerð var könn-
un fyrir sumarið 2004 meðal félagsmanna GR hvort ætti að hætta þessari fjár-
öflun og þá hækka árgjöld til að standa undir rekstri og framkvæmdum, svar-
ið var alveg á hreinu 79% svömðu neitandi.
Þó skal því tii að svara að stefna okkar í nefndinni er að lágmarka lokun
valla eins og hægt er, en oft er erfitt að finna þennan fræga gullna meðalveg.
Undirritaður yrði þó fegnastur því að hætta að stómm hluta við boðsmót fyr-
irtækja og hækka árgjald, en er það mín persónulega skoðun.
Forgjafarmál brenna alltaf á vömm allra þeirra sem em að keppa, því eins
og allir vita þá er hver og einn ábyrgur fyrir sinni forgjöf. Við hjá kappleikja-
nefnd höfum reynt að taka hvem verlaunahafa út og athuga hvort forgjöf hans
sé rétt innfærð og hvort rétt hreyfing hafi verið á henni. Sem betur fer þá hef-
ur ekki komið til þess að svipta kylfinga verðlaunum.
Könnun sem tekin var af golf.is um fjölda þeirra kylfinga í GR sem færa
inn 4 hringi eða meira á ári til forgjafar kom þó mjög á óvart, um 49% með-
lima GR færa inn 4 hringi eða meira. En áhyggjuefni er að 51% félagsmanna
færa jaftivel engan hring inn og em þá með ógilda forgjöf samkvæmt ströng-
ustu reglum.
Skora ég á alla kylfinga að færa sómasamlega inn 5-10 hringi á hverju
sumri til að forgjöfin sé rétt uppfærð og valdi engum heilabrotum þegar topp-
hringurinn loksins kemur.
Stefna GR er að engin vinni til verðlauna, nema leikið sé með rétta forgjöf.
A það við öll mót sem GR heldur, opin sem og innanfélags. Þegar talað er um
leikna hringi þá er miðað við tímabilið 1. júní til 31. maí. Lágmark er að skrá
inn 4 leikna hringi. Við komum til með að setja þetta skilyrði inn í alla okkar
keppnisskilmála árið 2006.
Með golfkveðju
Jón P. Jónsson,
form. kappleikjanefndar GR.
Stjórn GR árið 2005
Gestur Jónsson tormadur, Jón Pétur Jónsson
varaformaður, Stefán Svavarsson gjaldkeri
Helga Hardardóttir ritari, Viggó H. Viggós-
son, Stefán Gunnarsson, Björn Víglundsson
Varastjórn:
Rakei Kristjánsdóttir, Bernhard Bogason,
Magnús Oddsson
Framkvœmdastjóri:
Margeir Vilhjálmsson
Skipan nefnda 2005
Fjármálanefnd
Stefán Svavarsson formaður, Jón Pétur
Jónsson, Helga Harðardóttir
Afreksnefnd
Magnús Oddsson formaður, Einar Snorri
Sigurjónsson
Unglinganefnd
Viggó H. Viggóson formaður
Valla- og bygginganefnd
Stefán Gunnarsson formaður, Gestur
Jónsson, Gísli G. Hall, Guðmundur Pálmi
Kristinsson, Júlíus Bernhurg
Kvennanefnd
Guðlaug Kristín Pálsdóttir, formaður,
Rakel Kristjáns., tengiliður stjórnar,
Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Sigurðar-
dóttir, Anna Björk Birgisdóttir, Rósa Guð-
mundsdóttir, Marólína Erlendsdóttir
Öldunganefnd
Halldór B. Kristjánsson formaður,
Jóhanna Bárðardóttir, Guðmundur
Vigfússon, Viktor Slurlaugsson
Kappleikjanefnd
Jón Pétur Jónsson formaður, Margeir Vil-
hjálmsson, Ómar Örn Friðriksson
Húsanefnd
Rakel Kristjánsdóltir formaður, Helga
Hilmarsdóttir
Forgjafar- og aganefnd
Jónas Valtýsson formaður, Guðni
Hafsteinsson. Stefán Pálsson
Básanefnd
Björn Vfglundsson formaður, Rafnar
Hermannsson, Jón Karl Ólafsson
Ritnefnd - Kylfingur og heimasíða
Bernhard Bogason formaður
Rekstrarnefnd Bása
Björn Víglundsson formaður, Jón Karl Ólafs-
son, Rafnar Hermannssonjón Pétur Jónsson
Nefnd um skoðun á rekstri og starfi GR:
Ragnar H. Hall formaður, Kolbeinn
Kristinsson, Kristín Guðmundsdóttir, Friðbert
Traustason, Arni Tómasson
KYLFINGUR
2. TBL. MAÍ 2006
Útg. Golfklúbbur Reykjavíkur • Ábm. Margeir Vilhjálmsson • Ritstjóri Bernhard Bogason • Greinar og viðtöl:
Haraldur Heimisson, Þorsteinn Svörfuður, Margeir Vilhjálmsson, Jón Pétur Jónsson ofl. • Ljósm.: Margeir
Viihjálmsson, Frosti Eiðsson, Friðþjófur Helgason og ofl. • Hönnun/umbrot: Halldór B. Kristjánsson/Leturval
Lestur: Auðbjörg Erlingsdóttir • Prentun: Oddi hf.
KYLFINGUR 41