Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 50

Kylfingur - 01.05.2006, Blaðsíða 50
AFREKSSTARF - stefnan sett hœrra og hærra Kvennasveit GR varð Islandsmeistari 2005. Aftari röð f.v.: Herborg Arnarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Anna Lísa Jóhannsdóttir, David Barnwell, liðstjóri og Lára Hannesdóttir. Fremri röð f.v.: Hanna Lilja Sigurðardóttir, Helena Arnadóttir og Tinna Arinbjarnardóttir kylfuberi. Það má segja að árangur síðasta árs í unglingaflokkum hafi verið frábær. GR eignaðist 8 íslandsmeistaratitla unglinga, 5 í höggleik og 3 í holukeppni og 3 stigameistaratitla á KB Banka- mótaröðinni. Krakkarnir blönduðu sér í toppbaráttuna í nær öllum mótum á KB Bankamótaröðinni og margir spreyttu sig á Toyotamótaröðinni líka. Þar má helst nefna Pétur Frey Péturs- son sem náði frábærum árangri á Toyotamótaröðinni, bæði á Hellu og á Korpunni. Ragnhildur Sigurðardóttir átti sitt besta ár í fyrra. Hún varð tvöfaldur Islands- meistari, vann tvö önnur mót á Toyota- mótaröðinni, varð stigameistari og var kosin Iþróttamaður Reykjavíkur. Kvenna- sveitin vann sveitakeppnina og karlasveit- in var hársbreidd frá sigri í sveitakeppni karla. Ekki vannst sigur karlamegin á Toyotamótaröðinni og var það annað árið í röð sem það gerist. Markmiðið verður að vera sigur næsta sumar á mótaröðinni en GR hefur innanborðs fjölmarga kylfin- ga sem hafa hæfileikana og viljann til að sigra á einu eða fleiri mótum sumarsins. Síðasta ár var hins vegar gott á marga vegu hjá körlunum, Pétur Óskar Sigurðs- son var nálægt sigri í íslandsmóti í holu- keppni og Ólafur Már Sigurðsson var einu höggi frá sigri í Islandsmóti í högg- leik. Breyttar œfingar Kennsla afrekshópsins var í höndum Derricks Moore í vetur rétt eins og fyrri vetur. Æfingar hófust um miðjan nóvem- ber og var ein æfing á viku á hvern af- rekskylfing en sameiginlegar opnar æf- ingar gaf kylfingum tækifæri á að mæta oftar. Eftir janúarmánuð breyttust æfing- amar og vom tvær æfingar á hvem af- rekskylfing. Sú breyting var á æfingum vetrarins að afrekshópnum var skipt í sex manna hópa. I hverjum hópi voru tveir meistaraflokkskylfingar, 2-3 úr pilta- flokki, 16-18 ára og 1-2 úr drengjaflokki, 14—15 ára. I stelpuhópnum voru átta kylfingar, þar af einn úr meistaraflokki, 4 stúlkur 16-18 ára og 3 telpur 14—15 ára. Með þessu móti fengu afreksunglingar að æfa með bestu kylfingum klúbbsins og læra af þeim. Þessi nýbreytni hefur reynst mjög vel meðal hópsins og hefur skapað betra andrúmsloft og meiri samheldni meðal alls afrekshópsins en áður var. Snmarið 2006 Næsta sumar verður mjög annríkt hjá afrekshópi GR. Mótin em fljót að koma og fara og áður en langt um líður er kom- inn október og undirbúningur næsta árs að byrja. Stutta íslenska sumarið krefst mikils undirbúnings af kylfingum sem vilja ná árangri á mótaröðunum. Ómark- vissar eða ónógar æfingar koma fljótt í ljós. Gerð hefur verið stigaformúla sem sýnir mjög vel hvemig afrekskylfingar æfa um veturinn. Stigaformúlan leggur áherslu á bolta slegna í Básum utan æf- inga, mætingar á æfingar og einkunn kennara. Hjá unglingum stóð Amór Ingi Finnbjömsson sig best allra í vetur en stutt á eftir honum kom Guðmundur Agúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Markmið afreksstarfs GR er alltaf að gera betur og finna nýjar og betri leiðir til að hjálpa afrekskylfingum klúbbsins að ná lengra í íþróttinni. Sett voru af stað stöðupróf hjá piltahópnum sem sýndi hæfni þeirra í að hitta skotmörk í Básum. Alls vom slegnir 60 boltar á 4 skotmörk. Daginn eftir stöðuprófin voru 6,5 km hlaup frá Básum, niður að Gullinbrú og tilbaka. Nú þegar hefur GR innan sinna raða marga af bestu afreksunglingum landsins en ávallt er nauðsynlegt að setja markið hæma og hærra. Við viljum að bestu unglingar okkar verði meðal þeirra bestu í Evrópu. Fyrsta skrefið að því markmiði er góður undirbúningur og loks senda unglinga á keppnir erlendis. Ungl- ingar verða valdir í ferðina miðað við ár- angur sumarsins og ástundun, bæði vetrar og sumars. GR er ávallt að leita að ungum og efni- legum kylfingum. Stór hluti af því mark- miði er gott unglingastarf, sem er í hönd- um David Bamwell. í sumar munu ungl- ingar keppa reglulega og hvetjum við þá til að keppa á KB bankamótaröð unglinga en góður árangur þar er skilyrði fyrir því að komast í afrekshóp GR. Sett verður á fót framtíðarhópur GR sem mun inni- halda bestu kylfinga klúbbsins 13 ára og yngri með það að leiðarljósi að GR muni áfram vera í fremstu röð í afreksgolfi á ís- landi á næstu árum og áratugum. Við bjóðum GR-ingum að kíkja á hina nýju og bættu heimasíðu GR til að fá upp- lýsingar um afreksstarf klúbbsins og af- rekskylfinga þess. Styðjum við bakið á okkar fólki og hvetjum þau áfram í sumar. hhh. 46 KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.