Kylfingur - 01.05.2006, Page 72

Kylfingur - 01.05.2006, Page 72
stjom Fundur hófst á slaginu 20:00. Hjörleifur B. Kvaran var kjörinn fundar- stjóri og Helga Harðardóttir, fundarritari. Dagskráfundarins: 1. Skýrsla stjómar. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikn- ingi félagsins. 3. Umræður um skýrslu fonnanns og árs- reikning sem síðan skal borin upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla fram- kominna tillagna skv. 19. gr. ef ein- hverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjómar- og varamanna. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni, ef einhver eru. Fundarstjóri kannaði hvort löglega hafi verið boðað til fundarins og lýsti hann fundinn lögmætan. 1. Gestur Jónsson, formaður flutti skýrsla stjórnar vegna starfsárs- ins 1.11. 2004 tU 31.10. 2005 Á starfsárinu létust 8 félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Þeir voru: Anna Margrét Guðmundsdóttir Friðrik Andrésson Guðlaug Sveinsdóttir Gunnar Mogensen Halldór Birgir Olgeirsson Jóhann Friðjónsson Kristinn Hermannsson Sigurbjörg Ámundadóttir Ég vil biðja fundarmenn að minnast þess- ara látnu félaga okkar með því að rísa úr sætum. Á starfsárinu var stjórn Golfklúbbs Reykjavfkur þannig skipuð: Gestur Jónsson,formaður. Jón Pétur Jónsson, varaformaður Stefán Svavarsson gjaldkeri. Meðstjómendur vom: Omar Arason, Björn Víglundsson, Stefán Gwmarsson og Viggó Viggós- son. I varastjóm sátu Rakel Kristjánsdóttir, Helga Harðardóttir og Magnús Oddsson. Haldnir vom 14 bókaðir stjómarfundir. Eins og undanfarin ár sat varastjóm alla stjórnarfundi, ásamt framkvæmdastjóra. í lok starfsársins voru félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur 2264 þar af eru 28 ævifélag- ar og 8 heiðursfélagar. Félagsmenn sem greiða árgjald eru því 2230. Félagsmönn- um sem greiða árgjald hefur fjölgað um 104 frá fyrra ári. Þá eru 81 krakki yngri en 17 ára aukafélagar í klúbbnum með tak- mörkuð réttindi til þess að spila velli klúbbsins. Loks seldi klúbburinn 353 sumarkort á Litla-Völlinn. Það em því um 2.700 manns sem höfðu rétt til þess að leika vellina okkar á síðasta sumri. Karlar em 1.691 en konur 573. Hlutfall kvenna hefur hækkað lítillega og er nú 25,3%. Á aðalfundi GR árið 2000 var stjóm heimilað að takmarka fjölda félagsmanna. í lok starfsárs vom 628 manns biðlista. Fjármálin Gjaldkeri klúbbsins mun gera nánari grein fyrir reikningunum hér á eftir. Framkvœmdir ársins Helstu nýframkvæmdir við velli klúbbsins í ár voru: Grafarholt: • Byggð var upp ný æfingaaðstaða fyrir stutta spilið í Grafarkoti, aftan við Bása. Um er að ræða stórar pútt- og vippflatir auk sex holu vallai- með stuttum brautum. Grafarkotsvöllurinn verður opnaður í vor og þar með nálg- ast Golfklúbbur Reykjavíkur það markmið að geta boðið félagsmönnum sínum alhliða, fyrsta flokks æfingaað- stöðu. • Gervigras var sett á 6000 m2 svæði í Básum. í vetur kom í ljós að handtína þurfti þúsundir bolta sem sukku í bleytu dag eftir dag. Settur var jarð- vegsdúkur yfir svæðið, bögglabergs- og sandlag þar ofan á og síðan gervi- grasið. Við höfðum ekki gert ráð fyrir því að þessi framkvæmd væri nauð- synleg en annað kom í ljós fyrst niður- staðan varð sú að nýta aðstöðuna í Básum ailt árið. • Á 4. braut var sett ný glompa. • Hiuti 8. brautar var endurmótaður og þar settar tvær nýjar glompur. • Á 11. braut var skipt um efni og endur- tyrft svæðið fyrir ffaman flötina. og sett ný glompa. • Þá hefur 12. fötin verið endurtyrfð með minniháttar endurmótun. • Varanlegur vegur inn á völlinn var gerður við tólftu brautina og rauði teig- urinn endurgerður. • Nýir grasteigar voru gerðir á 13. og 14. braut í Grafarholti. • Efri hluti 15. brautar í Grafarholti var endurgerður og þar gerðar 4 nýjar glompur. • Nýr teigur tekinn í notkun á 18. braut. • Þrír nýir gervigrasteigar voru gerðir á 13., 14. og 15. braut vallarins • Nú í haust hófust framkvæmdir við endurgerð 4. og 8. flatarinnar í Grafar- holti í tengslum við lagningu göngu- stígs á milli flatanna sem mun síðan fylgja veginum vinstra megin m'undu brautaiinnar og út af vellinum upp í Árbæjarhverfi. 68 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.