Kylfingur - 01.05.2006, Síða 80

Kylfingur - 01.05.2006, Síða 80
skuldir vegna mannvirkisins. í mínum huga er enginn vafi á því að rekstur Bása í þessu formi á eftir að styrkja GR mjög til langrar framtíðar og það er sá afsláttur sem gagnast GR ingum mest þegar upp verður staðið. 4 Golfehf. Loks finnst mér nauðsynlegt að víkja nokkrum orðum að umræðunni sem orð- ið hefur um aðkomu Margeirs Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra GR, að hug- myndinni um að byggja upp heimsklassa golfvöll á söndunum austan Þorlákshafn- ar. Eins og þið vitið sjálfsagt öll þá fékk málið á sig alveg nýja mynd þegar sjálfur Nick Faldo birtist á Islandi fyrir nokkmm vikum ásamt frægum golfvallaarkitekt. Þessir menn eyddu tveimur eða þremur dögum á staðnum með Margeiri og Páli Ketilssyni, frænda hans, og áttu að því loknu vart orð til þess að lýsa því hvað þeim þætti þetta spennandi verkefni. Umræðan á spjallinu gengur út á það að þama sé Margeir að vanrækja starf sitt sem framkvæmdastjóri GR og jafnvel hafa verið settar fram getgátur og dylgjur um að GR sé á fullu í þessu verkefni. I lífinu er það þannig að maður hittir margt fólk. Flestir fylgja straumnum en einstaka rnaður fer aðrar leiðir. Sumir menn eru í eðli sínu hugmyndasmiðir og framkvæmdamenn. Þannig menn em fáir en þeir eru hverju samfélagi dýrmætir, hvort sem það samfélag heitir ísland, Golfklúbbur Reykjavíkur eða golfíþróttin á Islandi. Ég er þeirrar skoðunar að Margeir Vil- hjálmsson fylli síðari flokkinn. Ég hef umiið með honum í sjö ár og leyfi mér að segja það eftir þau kynni að hann hefur í senn yfirburðaþekkingu á öllu sem varðar golf og golfíþróttina, kraft til þess að framkvæma hluti og síðast en ekki síst þann hugmyndaþrótt sem þarf til þess að standa fyrir framförum. Margeir hefur með góðu samþykki stjómar GR verið fjölmörgum öðrum golfklúbbum á Islandi til aðstoðar og ráðgjafar á undanfömum ámm. Ætli hugmyndin um vinavellina og sú staðreynd hve vel það samstarf hefur gengið eigi sér ekki nokkrar rætur í slíku samstarfi. Þegar Margeir ræddi við mig snemrna í sumar um að hann teldi að grundvöllur gæti verið fyrir því að bygg- ja einstakan golfvöll í heimsklassa á ís- landi og hann væri búinn að finna staðinn fyrir slíkan völl og hann teldi sig geta fengið Faldo til þess að hanna völlinn þá hvatti ég Margeir til þess að skoða þetta mál áfram. Á næsta stjómarfundi GR sem var 23. júní gerði Margeir stjóminni grein fyrir málinu og þar varð það einróma niður- staða allra stjómarmanna að gera ekki at- hugasemdir við að Margeir kannaði gmndvöll þessarar hugmyndar þótt hann væri á sama tíma framkvæmdastjóri GR. Stjómin lítur einfaldlega svo á að það væri stórkostlegur hvalreki fyrir golf á ís- landi ef svona hugmynd gæti orðið að veruleika. Við teljum það ekki andstætt hagsmunum GR, nema síður væri, að þessi hugmynd sé könnuð í þaula. Komi til þess að fjárhagslegur grundvöllur fyrir uppbyggingu vallarins finnist er auðvitað líklegt að kallað verði á Margeir til þess að stýra því verki. Fram til þess tíma vona ég að GR megi áfram njóta krafta hans sem framkvæmdastjóra. Það skal tekið fram að Golfklúbbur Reykjavíkur á engan þátt í þessu máli og enga aðild að félaginu Golf ehf sem Mar- geir stofnaði að mínu ráði utan um þetta hugarfóstur sitt. Hvað erframundan? Þótt Golfklúbbur Reykjavíkur sé fjár- hagslega mjög sterkt félag þá er peninga- leg staða klúbbsins mun lakari en hún var á síðasta aðalfundi eins og gjaldkeri klúbbsins mun gera nánar grein fyrir hér á eftir. Ástæðan er sú að klúbburinn hefur staðið í miklurn framkvæmdum undan- farin ár og hagnaður af rekstri og framlög Reykjavíkurborgar hafa ekki nægt til þess að jafna metin. Þetta ár sýnist mjög erfitt því bygging Grafarkotsvallarins og frá- gangurinn í Básum ásamt öðrum frarn- kvæmdum á völlunum okkar kostuðu um 70 mkr. og til þess að standa undir kostn- aði af þessum framkvæmdum hefur enn enginn styrkur fengist frá Reykjavíkur- borg. Ég vil þó nota þetta tækifæri til þess að skýra ykkur frá því að ég tel víst að samningar muni takast við borgaryfirvöld á næstu vikum um uppbyggingu hjá GR á næstu 6 til 7 ámm. Þeir samningar eru í pípunum eins og það er stundum orðað og þá mun, ef ég met stöðuna rétt, fást stuðn- ingur m.a. til þeirra framkvæmda sem við höfum þegar lokið. Ég leyfi mér því að trúa því að peningaleg staða klúbbsins batni mjög fljótlega þegar niðurstaða fæst í þeim viðræðum sem við eigum í við borgina. Það væri bæði flókið og langt mál að skýra út viðræður okkar við borgaiyfir- völd sem hafa staðið frá haustinu 2004. Borgarráð skipaði nefnd til viðræðna við GR sem í vom fulltrúar ÍTR og skipulags- ins og átti sú nefnd að skila tillögum fyrir 15. sept sl. Nefndin skilaði tillögum í október og þar var gerð tillaga um að gerður yrði samningur við GR til 6 ára sem fæli í sér stuðning borgarinnar við uppbyggingu á völlum okkar á þeim tíma og sá stuðningur yrði 60 mkr. Inn í þeirri uppbyggingu er m.a gert ráð fyrir stækk- un Korpúlfsstaðavallar í 27 holur. Gert er ráð fyrir að samhliða verði Koipúlfsstaða- vellinum mörkuð varanleg landamerki og um hann gerður samningur til 50 ára þannig að unnt sé að halda áfram upp- byggingu vallarins í trausti þess að um varanlegar lausnir sé að ræða. Þá er lagt til að samningurinn taki til þátta eins og Grafarkotsvallarins, sem er reyndar næst- um tilbúinn, breytinganna í Básurn og þjónustubyggingar við Bása, nýs áhalda- húss við Grafarholtsvöllinn, endurbóta á Grafarholtsvellinum og fleiri atriða. Borgairáð afgreiddi í síðustu viku til- lögur nefndarinnar m.a. með þeim hætti að samþykkja að veitt verði fjánnagn, með sérstökum samningi milli Reykja- víkurborgar og GR, vegna þeiira fram- kvæmda sem GR hefur óskað eftir að ráð- ist verði í á næstu ámm. Eftir að þessi samþykkt var gerð hef ég átt fund með borgarstjóra um málið og jafnframt verið í sambandi við Önnu Kristinsdóttur, for- mann ÍTR, og við stefnum að því að ljúka þessari samningsgerð í samræmi við sam- þykkt borgarráðs á næstu vikum. Góðir fiindannenn Ég vil að síðustu nota tækifærið til þess að þakka framkvæmdastjóranum Margeiri Vilhjálmssyni og öllum öðmm starfsmönnum GR fyrir samstarfið á starfsárinu sem og staifsmönnum í veit- ingasölu og kennumm klúbbsins. Ég vil þakka samstjómarmönnum mínum sam- starfið og þá sérstaklega Ómari Arasyni, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Ómar hefur setið í stjóm undanfarin fjögur ár og reynst okkur góð- ur liðsmaður. Hann hefur haft umsjón með öldungastarfi GR með miklum ágæt- um og lagt á sig ómælda vinnu í því sam- bandi. Ég ítreka þakkir til Ómars og óska honum velfamaðar og lækkandi forgjafar. 2. Kynning á endurskoðuðum árs- reikningi féiagsins. Stefán Svavarsson gjaldkeri fór yfir ársreikning GR. Tekjur námu samtals 225,1 mkr. samanborið við 176,6 mkr. árið áður. Hækkun tekna vegna Bása á milli áranna nam 17 mkr. Heildargjöld nárnu 208,8 mkr. samanborið við 157,3 mkr. Launakostnaðar er u.þ.b helmingur af gjöldum klúbbsins. Tekjuafgangur án vaxta nam 16,2 millj. kr. samanborið við 76 KYLFINCUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.