Fréttablaðið - 29.11.2010, Page 17

Fréttablaðið - 29.11.2010, Page 17
FASTEIGNIR.IS 29. NÓVEMBER 201048. TBL. F élag fasteignasala hefur tekið að sér að dreifa fræðsluefni um eldvarn-ir til félagsmanna sinna en gert er ráð fyrir að handbók um eldvarnir heimilisins fylgi hverjum gerðum kaupsamningi. Eldvarnabandalagið gefur efnið út og stendur straum af kostnaði. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segist ánægður með að geta tekið þátt í svo mikilvægu verkefni. „Þegar fólk kaupir húsnæði er einmitt gott tilefni til þess að huga að eldvörnum og tryggja að á nýja heimil- inu séu nægilega margir reykskynjarar og annar eldvarnabúnaður.” Grétar og Björn Karlsson brunamálastjóri skrifuðu undir samkomulag þessa efnis nýverið og gildir það til tveggja ára. Í því segir meðal annars að aðilar séu sammála um mikilvægi þess að auka eldvarnir á heimilum til að draga úr líkum á tjóni. Í handbók heimilisins um eldvarnir sem Eldvarnabandalagið gaf út á dögun- um er að finna upplýsingar og ráð um nánast hvaðeina sem snertir eldvarnir á heimilum. Fjallað er meðal annars um reykskynjara, flóttaáætlun, slökkvibúnað, gas, og eldfim efni, brunahólfun, eldvarnir fjölbýlishúsa og brunatryggingar. Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir heimil- anna. Aðild að því eiga: Brunamálastofnun, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf. Fræða um eldvarnir Björn Karlsson brunamálastjóri og Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hampa handbók um eldvarnir heimilisins. Fasteignasalan Miklaborg er með á skrá parhús í Hjalla- hverfi í Kópavogi. Eignin er 214,6 fm parhús með innbyggðum bílskúr, stórum palli og fallegri lóð. Það er smekklega innréttað með vönduðum gólfefn- um, góðu skipulagi og rúmgóðum herbergjum. Húsið stendur hátt innst í botnlanga í Hjallahverfi með góðu útsýni. Komið er inn í forstofu með náttúruflísum á gólfi, hiti er í gólfi. Innaf forstofu er gestabað og innangengt í bílskúr. Eldhúsið er með mahóní inn- réttingu, gashelluborði og tækjum með stáláferð. Stofa og borðstofa liggja saman í stóru rými þar sem hátt er til lofts og útgengt út á flísalagðar svalir með góðu út- sýni, gegnheilt parket er á gólf- um í stofum og eldhúsi en hluti með náttúruflísum. Svalir húss- ins liggja meðfram tveimur hlið- um hússins, í suður og austur. Stiginn á neðri hæðina er flísa- lagður. Þrjú svefnherbergi eru á neðri hæð, sjónvarpshol með parketi, flísalagt þvottahús með innréttingum, flísalagt baðher- bergi með baðkari, sturtuklefa og viðarinnréttingu. Af gangi neðri hæðar og úr hjónaherbergi er út- gengt út á stóra timburverönd með skjólveggjum með heitum potti. Innkeyrslan er hellulögð með hitalögn. Bílskúrinn er flísalagð- ur með rafmagn og hita, loft er óklætt. Vandað og vel staðsett parhús í Kópavogi Stofa og borðstofa liggja saman í stóru rými þar sem hátt er til lofts og útgengt á svalir. Seldu hjá okkur í desember og fáðu veglega jólagjöf. Kíktu inn á www.landmark.is!Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.