Fréttablaðið - 19.01.2011, Page 6
6 19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is
DAGSKRÁ
Staðan í kjaramálum
Kröfur VM
Eftir hverju er verið að bíða?
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
SAMGÖNGUMÁL Við upptöku
veggjalda, til að standa straum af
kostnaði af umfangsmiklum vega-
framkvæmdum á suðvesturhluta
landsins, var ætlunin að lækka olíu-
og bensíngjöld.
Þetta kom fram í máli Kristjáns
L. Möller, þáverandi samgönguráð-
herra, í umræðum á Alþingi síðast-
liðið sumar.
Lýsti hann yfir að taka bæri upp
rafræna innheimtu í gegnum gervi-
hnött. „Þá falla öll önnur gjöld niður,
eins og olíugjöld og bensíngjöld,
og verður aðeins um eitt gjald að
ræða,“ sagði hann í ræðunni.
Kristján,
sem fór fyrir
viðræðunefnd
stjórnvalda við
lífeyrissjóðina
um fjármögnun
framkvæmd-
anna, segir að
verði fallið frá
áformum um að
innheimta veg-
gjöld á þeim
leiðum sem um ræðir, sé einsýnt að
framkvæmdir við þær taki tuttugu
ár eða meira en ekki fjögur. „Þessu
var stillt upp þannig að hægt yrði
að ráðast í þetta á þremur til fjór-
um árum með þessum hætti. Hinn
valkosturinn er að gera þetta á
sirka tuttugu til 25 árum.“
41 þúsund skrifuðu undir mót-
mæli FÍB gegn vegtollum.
Kristján kveðst vel skilja að svo
margir hafi skrifað undir. Sjálfur
hefði hann getað hugað sér að mót-
mæla vegtollum ofan á bensín- og
olíugjöld. „Það er hins vegar svo
að frjálslega er farið með ýmsar
staðreyndir í þessu máli, meðal
annars þessa. Það er grundvallar-
atriði að þessi gjöld lækki á móti
veggjaldinu.“ - bþs
Áformaðar vegaframkvæmdir taka tuttugu ár í stað fjögurra ef ekki verða veggjöld:
Bensín- og olíugjöld myndu lækka
KRISTJÁN L.
MÖLLER
Telur þú þörf á að endurskoða
meðferð nauðgunarmála í
réttarkerfinu?
Já 87,7%
Nei 12,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú Ísland standa framar-
lega í umhverfismálum á
heimsvísu?
Segðu skoðun þína á visir.is
LÖGREGLUMÁL Innanríkisráðu-
neytið mun kanna hvort íslensk
löggæsluyfirvöld hafi vitað að
flugumaður breskra löggæslu-
yfirvalda hafi
komið hingað til
lands á fölskum
forsendum árið
2005.
Lögreglu-
maðurinn,
Mark Kenne-
dy, gekk undir
nafninu Mark
Stone á árunum
2003 til 2009. Þá var hann gerð-
ur út af breskum lögregluyfir-
völdum til að blanda sér í ýmsa
hópa aðgerðasinna í Bretlandi og
víðar á fölskum forsendum. Hlut-
verk hans var að afla upplýsinga
um aðgerðasinnana með leynd, að
því er fram kemur í breska dag-
blaðinu The Guardian.
Kennedy kom til Íslands árið
2005 og tók þátt í mótmælum
Saving Iceland við álver Alcoa og
Kárahnjúkavirkjun. Ekki hefur
verið upplýst hvort íslensk stjórn-
völd hafi vitað að Kennedy hafi í
raun starfað fyrir bresku lögregl-
una á þeim tíma.
The Guardian greindi frá því
fyrir helgi að Ögmundur Jónas-
son innan ríkisráðherra hygðist
láta rannsaka málið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er það orðum aukið að
málið verði rannsakað formlega.
Til stendur að kanna innan ráðu-
neytisins og stofnana þess hvort
íslensk stjórnvöld eða lögregla
hafi vitað að Kennedy hafi í raun
verið breskur lögreglumaður.
Fréttablaðið sendi ríkislög-
reglustjóra fyrirspurn um mál
Marks Kennedy fyrir helgi. Í
svari frá ríkislögreglustjóra segir
aðeins að embættið hafi ekkert
um þetta mál að segja.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins vöruðu bresk löggæslu-
yfirvöld ríkislögreglustjóra við
því að í hópi erlendra mótmæl-
enda sem kom hingað til lands
árið 2005 væru nokkrir afar harð-
skeyttir aðgerðasinnar, en ekki
kom fram hvernig breska lögregl-
an aflaði þeirra upplýsinga.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra svaraði spurningum um
mál Kennedys í fyrirspurnatíma
á Alþingi á mánudag. Þar sagði
Össur ekki tilefni til viðbragða
af sinni hálfu vegna málsins fyrr
en niðurstaða væri fengin í innan-
ríkisráðuneytinu.
„Hins vegar get ég lýst því sem
skoðun minni að þetta sé mjög
umdeilanleg aðferð sem þarna
er beitt,“ sagði Össur. „Eins og
ég skil þetta er um að ræða for-
virkar rannsóknir sem íslensk
lögregla hefur ekki heimild til
að stunda.“
Í forvirkum rannsóknar-
aðgerðum felst að einstakling-
ar eða hópar eru rannsakaðir án
þess að rökstuddur grunur sé um
að ákveðinn glæpur hafi verið
framinn eða til standi að fremja
tiltekinn glæp. brjann@frettabladid.is
Kanna hvort lögregla
vissi um flugumann
Breskur lögreglumaður laumaði sér í raðir aðgerðasinna hér á landi árið 2005.
Innanríkisráðuneytið hyggst kanna hvort íslensk stjórnvöld eða lögreglan hafi
vitað að hann væri lögreglumaður. Ríkislögreglustjóri vill ekki tjá sig um málið.
AÐGERÐIR Mark Kennedy tók þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri
Alcoa sumarið 2005. Hér beita meðlimir í Saving Iceland hliðstæðum aðferðum við
álver Norðuráls á Grundartanga árið 2007 og var beitt á Kárahnjúkum.
MYND/MAGNÚS MAGNÚSSON
Eins og ég skil þetta
er um að ræða for-
virkar rannsóknir sem íslensk
lögregla hefur ekki heimild til
að stunda.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
MARK KENNEDY
DÓMSMÁL Hálfþrítugur karlmað-
ur hefur verið ákærður fyrir hér-
aðsdómi Reykjavíkur fyrir að
spreyja á vegg leikskóla.
Manninum er gefið að sök að
hafa aðfaranótt laugardagsins 17.
október 2009, úðað málningu með
spreybrúsa, á vegg leikskólans
Furuborgar í Reykjavík, þannig
að skemmdir hlutust af.
Í málinu gerir lögmaður kröfu
fyrir hönd Reykjavíkurborgar,
um að maðurinn verði dæmdur
til greiðslu skaðabóta að fjárhæð
24.996 krónur. - jss
Ákærður fyrir eignaspjöll:
Spreyjaði máln-
ingu á leikskóla
JAFNRÉTTISMÁL Karlmenn fá tæki-
færi til að taka þátt í umræð-
unni um jafnréttismál bæði í
Fréttablaðinu og á Vísi í árveknis-
átakinu Öðlingnum 2011. Átak-
ið stendur í einn mánuð, hefst á
bóndadaginn, 21. janúar, og lýkur
á konudaginn, 20. febrúar.
Pistlar frá svokölluðum Öðling-
um munu birtast daglega á Vísi og
jafnframt nokkrum sinnum í viku
í Fréttablaðinu. Öðlingsátakið var
stofnað í fyrra af Þórdísi Elvu
Þorvaldsdóttur, höfundi bókar-
innar Á mannamáli, sem fjallaði
um kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Þá beindist athyglin að einni til-
tekinni birtingarmynd misrétt-
is: ofbeldinu. Átakið leiddi meðal
annars til þess að Þórdís Elva var
tilnefnd til Samfélagsverðlauna
Fréttablaðsins.
„Ég vildi að átakið í ár yrði
með orðið að vopni vegna þess að
því meira sem við ræðum málin,
þeim mun meira ráðumst við á
þessa þögn sem hefur ríkt lengi
í kringum ýmsa anga jafnréttis-
baráttunnar,“ útskýrir Þórdís
Elva.
„Mig grunar að ýmsir karlar
séu orðnir svolítið feimnir við að
kveðja sér hljóðs í þessum mála-
flokki vegna þess að hann hefur
verið yfirráðasvæði kvenna
undanfarin ár,“ segir Þórdís.
„Ég ákvað að kanna hver við-
brögðin yrðu ef ég byggði brú
fyrir karla yfir í þessa umræðu
– hvort þeir myndu vildu stökkva
um borð. Það reyndist vera og ég
er afskaplega þakklát fyrir það.
Ég tel það kveikja mikinn vonar-
neista um að jafnréttismál geti
tekið stórstígum framförum.“
- sh
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ýtir Öðlingnum 2011 úr vör í samstarfi við 365 miðla:
Karlmenn skrifa um jafnrétti
ÞÓRDÍS ELVA Hópur karla mun skrifa í
Fréttablaðið og á Vísi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN