Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 46
18 19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Saw 3D er sjöunda myndin í serí- unni um hinn geðsjúka Jigsaw, lærisveina hans og mannskæðar gildrur þeirra. Lögmálið um hroll- vekjuframhaldsmyndir er það að þær verða sífellt verri eftir því sem þeim fjölgar. Saw-serían fylg- ir lögmálinu og sjöunda myndin er algjörlega afleit. Fyrsta myndin var fersk og skemmtileg en þær sem í kjölfar komu tóku sig of alvarlega, höfðu of margar hliðar- sögur og fljótlega var Saw-bálk- urinn farinn að minna á eftirmið- dagssápu með blóði og innyflum. Það er strax áhyggjuefni þegar leikstjóri kvikmyndar er neydd- ur til verksins eins og tilfellið er hér. Karlgreyið var víst samnings- bundinn og píndur í leikstjórastól- inn og myndin ber þess öll merki. Þó er það handritið sem er megin- orsök klúðursins. Óljóst er hver aðalpersónan er og aldrei er áhorf- andinn í nokkrum vafa um hvað gerist næst. „Óvænta“ lokafléttan (sem hætti að vera óvænt í Saw III) er hlægilegri en nokkru sinni fyrr og ég á afar bágt með að trúa því að nokkrum hafi fundist hún „sniðug“. Þegar sigurvegari í raunveru- leikasjónvarpsþætti og söngvari í númetal-hljómsveit standa sig betur en flestir aðrir í leikara- hópnum er myndin í bobba. Aum- ingja leikararnir hafa svo sem ekki úr miklu að moða en góðir leikar- ar geta nú yfirleitt gert eitt- hvað úr engu. Þessir gera illt verra. Þó hafði ég pínu gaman af lyfjafeitum Cary Elwes, en hann endurtek- ur hlutverk sitt úr fyrstu myndinni. Gildrurnar eru í slakari kantinum. Bílskúrsgildr- an var skemmtileg en hinar voru meira í ætt við Skólahreysti en lífs- hættulegar gildrur. Þrí- víddin er ljót og til- gangslaus og það eina sem ég sé jákvætt við Saw 3D er það að hún er síðasta myndin. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Misheppnað, leiðinlegt og forheimsk- andi. Horfið frekar á fyrstu myndina aftur. Lélegur lokahnykkur Klovn er enn vinsælasta mynd landsins. Ágætis aðsókn hefur einnig verið á íslenskar myndir. Rokland, kvikmynd Marteins Þórs- sonar eftir bók Hallgríms Helga- sonar, fékk ágætis aðsókn um helg- ina. Alls sáu hana 2.182 sem verður að teljast fínt. Myndin hefur feng- ið mjög blendnar viðtökur, fékk tvær stjörnur í Fréttablaðinu, þrjár stjörnur í Fréttatímanum en fjórar í Morgunblaðinu; gagnrýn- endur virðast því skiptast í nokkuð ólík horn. Myndin segir frá Bödda, sem tekur að sér framhaldsskóla- kennarastöðu á Sauðárkróki þar sem móðir hans býr. Böddi hefur sterkar skoðanir á öllu og nær á stuttum tíma að fá alla íbúana upp á móti sér. Ólafur Darri leikur aðalhlutverkið í myndinni en hann er dyggilega studdur af þeim Láru Jóhönnu Jónsdóttur, Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni. Kvikmyndin Gauragangur var frumsýnd á annan í jólum en hún er einnig byggð á skáldsögu, sam- nefndri bók Ólafs Gauks um Orm Óðinsson og glímuna við lífið sjálft. Hana hafa séð 9.427, sem telst ágætis aðsókn þótt aðstand- endur hafi eflaust gert sér vonir um að myndin myndi ná til fleiri. Þetta er engu að síður svipaður fjöldi og sá unglingamyndina Óróa á sínum tíma. Annars virðist fátt geta skákað Klovn: The Movie því alls hafa nú þrjátíu þúsund séð þá Frank Hvam og Casper Christen- sen í alls konar vandræðum. freyrgigja@frettabladid.is Yfir tvö þúsund á Rokland ÁGÆT AÐSÓKN Rokland fékk ágætis aðsókn um helgina en alls sáu 2.182 hana. Hér eru Ólafur Darri Ólafsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir í hlutverkum sínum. Bíó ★ Saw 3D Leikstjóri: Kevin Greutert. Leikarar: Tobin Bell, Costas Mand- ylor, Betsy Russell, Sean Patrick Flanery, Cary Elwes. Í 3-D OG 2-D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D -H.S, MBL-K.G, FBL SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ BURLESQUE kl. 8 - 10.10 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6 THE TOURIST kl. 10 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 8 LITTLE FOCKERS kl. 6 L L 12 L 12 Nánar á Miði.is BURLESQUE kl. 5.20 - 8 - 10.35 BURLESQUE LÚXUS kl. 8 - 10.35 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30 THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 LITTLE FOCKERS Kl. 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 5.50 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 NARNIA 3 3D KL. 3.30 L L L 12 L 12 7 L 7 BURLESQUE kl. 10.30 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6 THE TOURIST KL. 5.40 - 8 - 10.20 DEVIL KL. 10.20 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 2D KL. 5.30 - 8 L L 12 16 7 7 HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR - bara lúxus Sími: 553 2075 SAW 3D - ÓTEXTUÐ 8 og 10 16 ALFA OG ÓMEGA 3D - ISL TAL 6 L THE TOURIST 8 og 10.10 12 GULLIVER’S TRAVELS 3D 6 L LITTLE FOCKERS 6 og 8 L DEVIL 10 16 TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS V I P 14 L L L L L LL 10 10 10 14 12 1212 12 12 12 14 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 HARRY POTTER kl. 5:20 - 8 LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40 KLOVN - THE MOVIE kl. 5 - 7 - 8 - 9 - 10:20 YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 ROKLAND kl. 5.30 - 8 og 10.30 KLOVN: THE MOVIE kl. 5.30 - 8 og 10.15 HEREAFTER kl. 8 og 10.40 TRON: LEGACY-3D kl. 8 og 10.40 GUILIVERS TRAVEL-3D kl. 5.30 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5.30 HERE AFTER kl. 5:50 YOU AGAIN kl. 8 ROKLAND kl. 10:10 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:10 Nýjasta meistarverk Clint Eastwood  „þetta er einfaldlega skemmtilegasta danska kvikmyndin sem ég man eftir að hafa séð“ - Extra Bladed - H.S. MBL  - Þ.Þ FT  „hláturvöðvarnir munu halda veislu í einn og hálfan tíma“ - Politiken VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu m.a. ráðgjöf við val á næringarvörum vegna vannæringar eða sjúkdóma. Þjónustan er opin virka daga frá 8-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.