Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 10
10 19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING
Hversu mikla orku má vinna hér á
landi og hversu mikinn arð má hafa
af orkusölu?
Talið er að orkuauðlindir á Íslandi
geti skilað á bilinu 30 þúsund til 50
þúsund gígavattstundum af orku
á ári verði þær fullnýttar, að því
er fram kemur í drögum að nýrri
orkustefnu.
Þar er horft til bæði fallvatns og
jarðhita, en með þeim formerkj-
um að nýtingin sé sjálfbær. Þegar
hafa verið virkjuð svæði sem skila
um 17 þúsund gígavattstundum á
ári. Til samanburðar notar álver
Alcoa á Reyðarfirði um fimm þús-
und gígavattstundir á ári.
Það er því búið að nýta ríflega
helming virkjanlegrar orku sam-
kvæmt varfærnum spám. Sam-
kvæmt bjartsýnni spám er búið
að virkja um þriðjung.
Í drögum að orkustefnu, sem
unnin hefur verið fyrir iðnaðar-
ráðuneytið, segir að ráðstafa ætti
orkuauðlindunum af kostgæfni,
enda sé auðlindin takmörkuð. Að
sama skapi ætti að hámarka arð-
semi af orkuvinnslu með því að
selja orkuna á hæsta mögulega
verði.
Í drögunum kemur fram að meðal-
verð seldrar raforku hjá Lands-
virkjun á árinu 2009 hafi verið
23,44 Bandaríkjadalir á hverja
megavattstund, sem jafngildir um
2.750 krónum á núverandi gengi.
Til samanburðar kostaði mega-
vattstundin á sameigin legum raf-
orkumarkaði í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku 71 Banda-
ríkjadal á síðasta ári, sem jafngild-
ir um 8.300 krónum.
Í drögum að orkustefnu kemur
fram að tvöfaldist raforkufram-
leiðslan hér á landi í framtíðinni og
orkuverð verði í samræmi við spá
fyrir Norður-Evrópu gæti árleg
framlegð af raforkuvinnslu orðið
um 1,7 milljarðar Bandaríkjadala,
sem jafngildir yfir 190 milljörð-
um króna. Þar er gert ráð fyrir að
verð hér verði 40 prósentum lægra
en meðaltalið sökum einangrunar
landsins.
Orkuverð þarf að hækka
Ef komast á nærri þessari fram-
legð verður verðlagning á orku
hér á landi að færast nær því sem
gengur og gerist í öðrum Norður-
Evrópuríkjum, að mati höfunda
orkustefnunnar. Þá má orkan ekki
vera bundin á lágu verði til langs
tíma með samningum við fyrir-
tæki.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd notar almenni markaðurinn
hér á landi um fimmtung þeirrar
orku sem unnin er hér á landi, en
stóriðjufyrirtæki um 83 prósent.
Raforkuverð til almennings hér á
landi er mun lægra en í nágranna-
ríkjunum, en engin trygging er
fyrir því að það breytist ekki, að
því er fram kemur í drögum að
orkustefnu. Aukin eftirspurn stór-
notenda eða lagning sæstrengs til
annarra landa gætu gerbreytt for-
sendunum. brjann@frettabladid.is
Orkuauðlindir þegar
nýttar að miklu leyti
Tvöfaldist orkuöflun hér á landi og verð hækkar í samræmi við spár gæti fram-
legð af orkusölu numið 190 milljörðum samkvæmt drögum að orkustefnu.
17.250
GWh/a
12.750
GWh/a
20.000
GWh/a
Vinnsla nú Vinnanlegt í
framtíð, neðri
bilmörk
Vinnanlegt í framtíð,
efri bilmörk
30.000 GWh/a 50.000 GWh/a
16.000
12.000
8.000
4.000
0
17.250
G
W
h/
a
VINNSLA NÚ
Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði
Rio Tinto Alcan Straumsvík
Becromal Krossanesi
Norðurál Grundartanga II
Norðurál Grundartanga I
Elkem Grundartanga
Almennur markaður
Vinnanleg orka og nýting hennar
Nú er talið að orkuauðlindir fall-
vatns og jarðvarma á Íslandi geti
skilað á bilinu 30 þúsund til 50
þúsund gígavattstundum á ári.
Í dag er umtalsverður hluti
þessa hámarks þegar nýttur, eða
um 17.250 gígavattstundir á ári,
eins og sjá má hér að ofan.
Hér til hliðar má svo sjá hvern-
ig sú orka sem þegar er aflað
deilist niður á raforkunotendur.
Aðeins um 17 prósent eru notuð
á almennum markaði, en um 83
prósent í stóriðju.
Heimild: Drög að orkustefnu fyrir Ísland.
1. Hvaða lag var sungið þegar
undir skriftir vegna auðlindamála
voru afhentar forsætisráðherra?
2. Hvað heitir formaður skipulags-
ráðs Reykjavíkur?
3. Hvaða ár var Bifreiðastöð
Reykjavíkur (BSR) stofnuð?
SVÖR
1. Sá ég spóa. 2. Páll Hjaltason. 3. 1921.
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4900
Það borgar sig að
byrja strax að spara
Það getur munað miklu að
eiga við bótar líf eyris sparnað við
starfs lok. Því fyrr sem þú byrjar
að spara og safna, því betra – og
inn eign þín verður mun meiri
við starfslok.
Gakktu strax frá sparnaðinum
hjá eigna- og lífeyrisþjónustu
Íslandsbanka á Kirkjusandi
eða í næsta útibúi.
Lífeyrissparnaður
AKRANES Höfundur Sögu Akra-
ness, Gunnlaugur Haraldsson
þjóðháttafræðingur, afhenti verk-
ið í gær eftir ríflega tíu ára starf.
Sveitarfélagið mun hafa greitt
nálægt eitt hundrað milljónir
króna fyrir verkið. Bærinn hefur
samið við útgáfufélagið Upp-
heima um útgáfu ritsins.
Stefnt er að því að gefa út í vor
tvö fyrstu bindin sem spanna
eiga tímabilið frá landnámi á
Akranesi og fram til aldamót-
anna 1800. „Mikill metnaður
hefur verið lagður í efni og
umbrot og annan frágang,“ segir
í frétt frá Akraneskaupstað. - gar
Tíu ára söguritun lýkur:
Höfundur lauk
Sögu Akraness
VÍSINDI Japanskir vísindamenn
ætla að freista þess að vekja loð-
fíla til lífsins á ný, 65 milljónum
ára eftir að sú dýrategund leið
undir lok.
Vísindamennirnir ætla að hefj-
ast handa strax á þessu ári og
stefna að því að ljúka verkinu
innan fimm eða sex ára.
Meiningin er að fá frumur
úr hræi af loðfíl, sem fannst í
Síberíu fyrir nokkrum árum og
er geymt í rannsóknarstöð í Rúss-
landi. Hræið er óvenju heillegt.
Ætlunin er að taka frumu-
kjarna úr loðfílnum, setja hann í
kjarnalausa eggfrumu úr venju-
legum fíl og rækta þannig fóstur
með erfðaefni loðfíls. - gb
Ætla að einrækta loðfíla:
Endurlífga út-
dauða tegund
LOÐFÍLL Heillegt hræ loðfílsins sett upp
á sýningu í Frakklandi í sumar.
NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNSÝSLA Semja á við að
minnsta kosti 25 þýðendur, ein-
staklinga og fyrirtæki, um þýð-
ingu á löggjöf Evrópusambands-
ins úr ensku á íslensku.
Ríkiskaup hafa, fyrir hönd þýð-
ingarmiðstöðvar utanríkisráðu-
neytisins, auglýst útboð vegna
þýðinganna. Gerð er krafa um
háskólamenntun eða löggildingu
í skjalaþýðingum, auk þess sem
reynsla af textagerð er æskileg.
Áhugasamir verða látnir gang-
ast undir hæfnispróf og niður-
stöður þess, auk tilboðs, ráða
umfangi og fjölda verkefna. - bþs
Lög Evrópusambandsins þýdd:
Fjöldi þýðenda
fær verkefni
Sveik út fyrir tugi þúsunda
Þrítugur karlmaður hefur verið ákærð-
ur fyrir að svíkja út vörur og þjónustu
fyrir tæpar 120 þúsund krónur. Við
svikin notaði hann stolin greiðslukort.
45 daga fangelsi
Karlmaður hefur verið dæmdur í 45
daga fangelsi fyrir þjófnað. Hann
játaði að hafa brotist inn í bílskúr í
Hveragerði og stolið þaðan hátölur-
um, riffli og haglabyssu. Maðurinn á
að baki langan sakaferil.
DÓMSMÁL
VEISTU SVARIÐ?