Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 19. JANÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
*Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö
daga. C Bundinn í einn mánuð. D Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25%
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
1,15%A
11,75% 11,6%
Vaxtaþrep
2,15%
12,00% 12,00%
Vaxtareikningur
1,65%B
11,45% 11,45%
MP Sparnaður 9,55 til
2,40%C
11,45% 11,45%
PM-reikningur 11,25 til
2,35% 11,40% 11,45%
Netreikningur
2,45% D
11,45% 11,45%
Sparnaðarreikningur
2,50%
10,20% Ekki í boði.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Ekki er útilokað að Íslandsbanki og Landsbankinn
(NBI) banki á dyr kröfuhafa Byrs í næsta mánuði og
bjóði upp á samrunaviðræður hvor í sínu lagi. Það
gæti gerst sama dag og fjárhagslegri endurskipu-
lagningu bankans lýkur eftir tvær til fjórar vikur.
Fjármálaeftirlitið, FME, greip inn í reksturs Byr
seint í apríl í fyrra, skipaði yfir hann slitastjórn,
skipti bankanum í tvennt og lagði ríkið nýjum banka
til níu hundruð milljóna króna eiginfjárframlag auk
fimm milljarða króna víkjandi láns í formi lánalínu.
Úr rústum sparisjóðsins reis viðskiptabankinn Byr
sem ótengdur er sparisjóðanetinu. Kröfuhafar Byrs
samþykktu í fyrrahaust að taka yfir 94,8 prósenta
hlut í Byr á móti ríkinu. Sami háttur er hafður á
eignarhaldinu og í gömlu viðskiptabönkunum; kröfu-
hafar stofna eignarhaldsfélag sem fer formlega með
hlut þeirra í bankanum.
Stjórn Glitnis óskaði eftir samrunaviðræðum í
september 2008, sama dag og hlutafjárvæðing spari-
sjóðsins lá fyrir. Ekkert varð úr viðræðum þar sem
FME greip í taumana og tók Glitni yfir nokkrum
dögum síðar. Áhugi á samruna mun enn vera fyrir
hendi innan Íslandsbanka og hafa stefnumótunar-
fundir verið haldnir þar sem teiknað er upp hvað
taki við eftir yfirtökuna. Sambærilegt skipurit mun
vera á borðum innan Landsbankans.
Bankarnir hafa báðir lýst yfir áhuga á samruna
við Byr. Með því móti geta þeir haldið áfram nauð-
synlegri hagræðingu í rekstri, sameinað útibú og
bakvinnslur. Við þetta mun fjármálakerfið, sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt enn of stórt,
vera skorið niður.
„Við höfum lýst opinberlega yfir áhuga á Byr og
finnst að ríkið sem stærsti eigandi á fjármálamark-
aði eigi að ganga undir það góða fordæmi að menn
telji bankakerfið of stórt og leiti leiða til að sameina
Landsbankann og Byr,“ segir Kristján en tekur fyrir
að vinna í þá átt sé langt komin innan Landsbank-
ans. „Við teljum að þetta geti skapað Landsbankan-
um tækifæri til hagræðingar, svo sem í útibúaneti
og bakvinnslu. En við höfum ekki lagt fram nein til-
boð,“ segir hann og vísar til þess að Steinþór Páls-
son sagði í samtali við Viðskiptablaðið í fyrrahaust
að góð tækifæri væru til hagræðingar. Þá voru báðir
bankar að mestu í eigu ríkisins. Kröfuhafar Byrs eru
í dag hins vegar nokkurn veginn þeir sömu og eiga
95 prósenta hlut í Íslandsbanka og gæti því meiri
samlegðaráhrifa gætt þar. Íslandsbanki vildi ekki
tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tveir bankar líklegir
til að bítast um Byr
Fjárhagslegri endurskipulagningu Byrs lýkur væntanlega í næsta
mánuði. Búist er við að Íslandsbanki og Landsbankinn dusti rykið
af tveggja ára gömlum tilboðum og bjóði til samrunaviðræðna.
EINHVER GÆTI BANKAÐ Á DYRNAR Ekki er ósennilegt að
bæði Íslandsbanki og Landsbankinn beri víurnar í Byr á næstu
vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Forsvarsmenn Thor Data Center, gagnavers í Hafnar-
firði, hafa undirritað samkomulag við breska upplýs-
ingatæknifyrirtækið HRC Cube um hýsingu á heima-
verkefnum þúsundum breskra háskólanema. HRC
Cube, sem IBM í Bretlandi stendur á bak við, sérhæf-
ir sig í tækniþróun fyrir menntakerfið ytra og heldur
utan um netumhverfi fjölda breskra háskóla. Ekki ligg-
ur fyrir nákvæmt verðmæti samningsins. Hann er tal-
inn geta numið nokkuð hundruð milljónum króna.
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Thor
Data Center, hefur verið í Bretlandi upp á síðkastið
og kynnt græna hýsingu gagnavera hér. Hann segir
áhuga á vistun gagna hér hafa aukist mikið enda farið
að þrengja um gagnaverspláss ytra. Sérstaklega eigi
þetta við um opinbera geirann.
Hann segir áhugann ekki síst hafa kviknað eftir að
Alþingi samþykkti undanþágur frá skattareglum fyrir
gagnaver hér rétt fyrir áramótin. „Þær höfðu mikið að
segja. Við finnum að mörg mál sem voru stopp hafa
lifnað við á ný,“ segir hann.
Í breytingu á lögum um virðisaukaskatt fyrir gagna-
ver var reglum breytt á þann veg að þeir sem hýsa
gögn í gagnaverum þurfa ekki að greiða virðisauka-
skatt af búnaði sem þeir flytja hingað auk þess sem
viðskiptavinir gagnavera ytra eru undanþegnir virðis-
aukaskatti. Þetta er í samræmi við lög og reglur innan
Evrópusambandsins. - jab
Breskir háskólanemar vista
heimaverkefnin í Hafnarfirði
JÓN VIGGÓ Áhugi hefur aukist á því ytra að vista gögn í íslensk-
um gagnaverum, segir framkvæmdastjóri Thor Data Center.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja.
Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
FJÖLNOTAPAPPÍR25
afsláttur
í janúar
með 25% afslætti 2.996kr5x500 blöð A4 3.995kr
Líklegt þykir að Arion banki gangi
að veðum í evrópska drykkjar-
vöruframleiðandanum Refresco í
skuldauppgjöri Þorsteins M. Jóns-
sonar við bankann.
Fram kom í fréttum Stöðvar 2
um helgina að Coca Cola á Spáni
hafi samið um kaup á Vífilfelli,
framleiðanda Coca Cola á Ís-
landi, og muni andvirði kaup-
verðsins ganga upp í skuldir Þor-
steins og tengdra félaga hans við
Arion banka.
Þorsteinn og félög hans, Sól-
stafir og Stuðlaháls, skulda Arion
banka í kringum tíu milljarða
króna. Fram kom hjá Stöð
2 að afkoma Vífilfells hafi
verið góð í fyrra, rekstrar-
hagnaður rúmur einn
milljarður króna. Þeir sem
Fréttablaðið hefur rætt við
telja líklegt að kaupverð
fyrirtækis á borð við
Vífilfell geti numið í
kringum þrjá til fjóra
milljarða króna.
Vífilfell á fimm
prósenta hlut í
Refresco og er
hann metinn á
21 milljón evra,
jafnvirði þriggja milljarða
króna. Eignarhluturinn mun
ekki fylgja með í kaupunum
á Vífilfelli.
Gangi þetta eftir gæti Arion
banki fengið bróðurpartinn
af skuldum Þorsteins, sex
til sjö milljarða af um
tíu. Þótt ekki fáist hún
að fullu greidd munu
stjórnendur Arion
banka engu að síður
vera sáttir við niður-
stöðuna. Ekki náðist í
Þorstein þegar eftir því
var leitað. - jab
Arion banki eignast líklega hlut í Refresco
Kína Kínversk stjórnvöld lána
meira fé til þróunarlanda en Al-
þjóðabankinn, sem þó er sérstak-
lega stofnaður til þess að lána fé
til uppbyggingar í þróunarlönd-
um.
Þetta telst til tímamóta og sýnir
hversu vel stæðir Kínverjar eru,
með stóran forða af bandarískum
dollurum að moða úr.
Hu Jintao, forseti Kína, hélt í
gær af stað í opinbera heimsókn
til Bandaríkjanna, þar sem hann
mun hitta Barack Obama forseta
í dag. Meðal annars mun hann
svara spurningum fjölmiðla, sem
er sjaldgæfur viðburður þegar
forseti Kína á í hlut. - gb
Kínverjar lána meira en
alþjóðabankinn
HU JINTAO Forseti Kína kemur til
Bandaríkjanna í dag. NORDICPHOTOS/AFP
ÞORSTEINN M. JÓNSSON
Rétt rúmlega tuttugu þúsund Ís-
lendingar fóru til útlanda í desem-
ber á nýliðnu ári, sem er um 25
prósenta aukning milli ára.
Greining Íslandsbanka segir
helstu skýringuna fyrir ferða-
gleði landans aukinn kaupmátt
á erlendri grund með hækkun
á nafngengi krónunnar. Á sama
tíma var dýrt að ferðast innan-
lands, eldsneyti fimmtungi dýrara
en ári fyrr og flugfargjöld innan-
lands tíu prósentum hærri. Flug-
fargjöld úr landi hækkuðu á sama
tíma um sex prósent.
Greining Íslandsbanka segir
að þótt ferðagleðin hafi gert vart
við sig hjá Íslendingum á ný sé
langt í land að ferðalög verði jafn
mikil og á hinu mikla neysluári
2007. Á þeim tíma var gengi krón-
unnar mun hagstæðara gagnvart
öðrum myntum, fjárhagsleg staða
heimilanna öllu betri og fóru 452
þúsund manns um Leifsstöð. Það
eru um helmingi fleiri en á öllu
nýliðnu ári. - jab
Ferðagleðin gerir
vart við sig á ný
KÁTIR Á ÚTLEIÐ Fleiri brugðu sér úr
landi í jólamánuðinum en ári fyrr.