Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 19. JANÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR8
S K O Ð U N
Í þessari grein er fjallað um sex
atriði sem stjórnendur sprota-
fyrirtækja geta nýtt sér við fjár-
mögnun hugmynda og fyrirtækja.
Athuga þarf vel hvaða tækifæri og
áhætta eru fólgin í hverjum fjár-
mögnunarkosti og hvaða leið hent-
ar á hverjum tíma.
1. FJÁRÞÖRF – HVERSU MIKLA
PENINGA ÞARF ÉG?
Eitt mikilvægasta atriði sem
sprotar þurfa að huga að er hversu
mikla peninga þeir þurfa. Besta
leiðin til þess að meta fjárþörf
er að gera vandaða og góða við-
skiptaáætlun. Í henni koma fram
öll lykil atriði eins og hvaðan tekj-
urnar eiga að koma og hver kostn-
aðurinn er. Hún sýnir fram á
hvort fyrirtækið/hugmyndin þurfi
á peningum að halda og hve mikl-
um. Hún sýnir líka fram á hve-
nær er þörf á peningunum. Ekki
verður fjallað nánar um gerð við-
skiptaáætlana á þessum stað en á
vefnum er til mikið af upplýsing-
um um gerð viðskiptaáætlana.
2. EIGIÐ FJÁRSTREYMI – HVERJU
GET ÉG NÁÐ ÚR REKSTRINUM?
Til þess að meta þörfina fyrir
utanað komandi fjármagn inn
í reksturinn þarf að skoða hve
miklu fjárstreymi reksturinn
skilar. Á mannamáli þýðir þetta í
raun hve miklir peningar koma í
kassann og hvenær þeir skila sér.
Góð viðskiptaáætlun sýnir fram á
hvernig fjárstreymi sprota þróast,
t.d. hvaða áhrif lengri greiðslu-
frestur hefur á fjárstreymi fé-
lagsins. Það eru gömul sannindi
að „cash is king“ því með lausafé
greiðir þú laun, borgar af lánum,
og rekstrarkostnað. Ef ekki koma
peningar í kassann er ekkert fjár-
streymi, sem þýðir að ekkert er
hægt að borga. Viðskiptaáætlunin
sýnir hve mikla peninga þú sjálf-
ur getur nýtt úr rekstrinum.
3. STYRKIR – GÓÐUR UNDIR-
BÚNINGUR!
Styrkir eru ein leið til að fá utan-
aðkomandi fjármagn inn í rekstur-
inn. Þeir eru t.d. hentug leið til
að fá peninga í áhættumikil verk-
efni. Til eru margar leiðir til að
fá styrki hjá ýmsum aðilum, bæði
opinberum og einkaaðilum. Lykil-
atriði í góðri styrkumsókn er
góður undirbúningur. Taka þarf
skýrt fram til hvers styrkurinn
er ætlaður (verkefnið sem sótt er
um) og hvaða skilagögn koma úr
verkefninu. Góð kostnaðar áætlun
þarf að vera til staðar og oft er
þess krafist að styrkþegi fjár-
magni hluta verkefnisins sjálfur.
Skýrt þarf að vera fyrir styrkveit-
andann hvaða verðmæti koma úr
verkefninu og hvernig þau tengj-
ast styrkveitandanum sjálfum.
Tengja skal styrkumsókn við
umhverfi styrkveitanda á skýr-
an máta. Það eykur líkurnar á já-
kvæðri niðurstöðu umsóknar.
4. LÁNSFJÁRMÖGNUN –
AFBORGANIR OG VEXTIR!
Til eru mismunandi form af láns-
fjármögnun. Einfaldasta leiðin
er að sækja um lán hjá banka og
greiða til baka á ákveðnum tíma
með fyrirfram ákveðnum vöxt-
um. Til eru margar útfærslur af
þessu. Oft vilja bankar ekki lána
sprotafyrirtækjum þar sem lítil
rekstrar saga er til staðar, óvissa
um framvindu verkefna eða tap
getur verið af rekstrinum, sér-
staklega í byrjun. Við slíkar að-
stæður getur verið gott að leita
til einkafjárfesta. Hafi einkafjár-
festar trú á hugmyndinni gætu
þeir verið líklegir til að lána fé í
reksturinn. Lán geta verið í ýmsu
formi og eru ýmist veitt með eða
án tryggingar eða veða. Veðlán
eru að öllu jöfnu mun áhættu-
minni fyrir fjárfesti þar sem þau
tryggja að jafnaði endurheimtur
fari allt á versta veg hjá fyrir-
tækinu. Algengt er að lán séu
veitt með breytirétti í hlutafé en
þá getur fjárfestir valið á gjald-
dögum hvort lánið verði greitt
eða því breytt í hlutafé á fyrir-
fram ákveðnu gengi. Þannig er
fjárfesti gert kleift að njóta vel-
gengni félagsins og verða hluthafi
í fyrirtækinu á sama tíma. Einnig
geta birgjar viljað lána eða leggja
til íhluti, aðföng eða annað sem
nauðsynlegt er í reksturinn, sér-
staklega ef þeir hafa trú á hug-
myndinni. Víkjandi lán geta hent-
að ef eiginfjárhlutfall félagsins
er slæmt. En þetta er efni í heila
grein til viðbótar. Til eru marg-
ir kostir lánsfjármögnunar. Lán
eru algengasta form fyrirtækja-
fjármögnunar og geta þegar að-
stæður eru góðar verið ódýr fjár-
mögnunarkostur en verða dýrari
þegar þrengir að.
5. AUKNING HLUTAFJÁR
– STÆKKUM HÓPINN!
Þetta er leið þar sem hlutafé fé-
lagsins er aukið og nýtt hluta-
fé selt fjárfestum sem þannig
verða hluthafar í fyrirtækinu.
Góð samsetning í hluthafahópi
er afar verðmæt fyrir öll fyrir-
tæki. Áður en nýtt hlutafé er boðið
út þarf að leggja fram reikninga
félagsins ásamt viðskiptaáætlun,
rökstutt verðmat, lýsingar á því
hvernig fjármunum verður varið
eftir hlutafjáraukningu og hug-
myndir um hvernig fjárfestum er
verið að leita að. Tímasetningin
á hlutafjáraukningu er líka mjög
mikilvæg því það getur verið dýrt
að fara of seint af stað, rétt eins
og of snemma. Skoða þarf fjár-
þörf rekstursins og velta fyrir sér
öðrum fjármögnunarleiðum áður
en farið er af stað með hlutafjár-
útboð. Tegundir fjárfesta eru líka
margs konar og hafa þarf þær í
huga þegar viðræður hefjast. Eru
þetta englafjárfestar, sem fjár-
festa oft í hugmyndum eða fólki,
eða eru þetta áhættufjárfestar
sem horfa meira á tölur úr rekstri.
Hentugir fjárfestar í hluthafahópi
fyrirtækis eru jafnvel enn verð-
mætari en peningurinn sem þeir
koma með. Þeir koma oft með nýja
þekkingu eða reynslu sem nýtist
vel í rekstri fyrirtækja.
6. AÐRAR LEIÐIR – HUGSAÐ ÚT
FYRIR RAMMANN!
Oft getur hentað að fara óhefð-
bundnar leiðir í fjármögnun. Til
dæmis má fá fjölskylduna í lið
með sér, nota „crowdfunding“ og
örlán eins og www.kick starter.
com eða www.uppspretta.is bjóða
upp á, ná sér í aukavinnu til að ná
í aukapening sem fer í rekstur inn
í upphafi eða þróa og selja aðra
vöru sem tæki skemmri tíma
en sprotafyrirtækið í byrjun og
nota þannig afrakstur hennar sem
hlutafé í upphaflegu hugmyndina.
Leikjafyrirtækið CCP gerði þetta
í byrjun með því að þróa fyrst
Hættuspilið sem þeir seldu með
góðum árangri á Íslandi og náðu
þannig í upphaflegt fjármagn til
að fara af stað með EVE Online.
Keppnir í gerð viðskiptaáætlana,
eins og Gullegg Innovit geta líka
skilað góðri upphafsfjármögnun.
Oft koma bestu hugmyndirnar
þegar hugsað er út fyrir ramm-
ann. Það á líka við um leiðir til
fjármögnunar.
Sex atriði um fjármögnun sprota
Greinaröð um nýsköpun
Fréttablaðið birtir röð greina um mikilvæg atriði fyrir sprotafyrirtæki. Greinarnar
munu meðal annars taka á fjármögnun, hvernig á að ná fyrstu sölunni, verk-
efnastjórnun, samvinnu við fjárfesta og virkjun hugmynda.
Ingvar Hjálmarsson hefur tíu ára reynslu úr heimi margs konar fyrirtækja,
bæði sprotum og stærri fyrirtækjum. Þar hefur hann unnið að rekstri, vöruþró-
un, vörustýringu, sölu- og markaðsmálum og fleiri þáttum. Hægt er að senda
höfundi línu á ingvarh@gmail.com
Beina brautin að
fjárhagslegri
endurskipulagningu
Lausn þín í fjárhagslegri endur skipu lagingu
fyrirtækisins gæti falist í nýjum úrræðum
bankanna.
Þar rötum við!
Ernst og Young hjálpar þér að meta hvaða
úrræði bankanna henta þér og þínu
fyrirtæki best.
Fáðu nánari upplýsingar í síma 595 2500
eða með tölvupósti á netfangið
axel.olafsson@is.ey.com
www.ey.is
O R Ð Í B E L G
Ingvar
Hjálmarsson
tölvunarfræðingur