Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 48
19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR20
sport@frettabladid.is
ALEXANDER PETERSSON hefur samið við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen og mun fara til Löwen sumarið 2012. Petersson er á
fyrsta tímabili með Füchse Berlin en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina 2011-2012. „Ég vil vinna titla með Löwen,” sagði
Alexander í viðtali á heimasíðu Löwen. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari RN - Löwen og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðs-
menn, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson.
Henry Birgir
Gunnarsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um HM í Svíþjóð
henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
. I
S
M
S
A
5
31
41
0
1/
11
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
WWW.MS.IS
NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU
VINSÆLASTI
PRÓTEINDRYKKUR LANDSINS!
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á
HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU,
LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að
HLEðSLA ER VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI.*
HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN
NÝBRAGð-TEGUND
*S
A
M
K
V
Æ
M
T
S
Ö
L
U
T
Ö
L
U
M
A
C
N
IE
L
SE
N
O
G
C
A
PA
C
E
N
T.
1
8.
J
Ú
L
I
–
15
. Á
G
Ú
ST
2
01
0.
FÓTBOLTI Úrvalsdei ldarliðin
Manchester City, Wolves og Stoke
tryggðu sér sæti í 4. umferð enska
bikarsins með sigrinum í endur-
teknum leikjum í gærkvöldi.
Manchester City vann 4-2 sigur á
b-deildarliði Leicester City, Wolves
vann 5-0 stórsigur á Doncaster
Rovers og Stoke vann 2-0 sigur á b-
deildarliðinu Cardiff City í fram-
lengingu.
Carlos Tevez kom Manchest-
er City í 1-0 á 15. mínútu en Paul
Gallagher jafnaði úr víti fjórum
mínútum síðar. Patrick Vieira og
Adam Johnson komu City í 3-1
fyrir hálfleik með mörkum með 77
sekúndna millibili. Tevez klikkaði
á víti á 59. mínútu og Lloyd Dyer
minnkaði síðan muninn á 83. mín-
útu. Aleksandar Kolarov skoraði
síðan fjórða markið og innsiglaði
sigurinn. City mætir Notts County
í 4. umferðinni.
„Við getum verið stoltir af
frammistöðu okkar í kvöld. Við
höfum sýnt það í þessum tveimur
leikjum að við getum spilað flottan
fótbolta og staðið í þessum bestu
liðum. Við verðum að halda því
áfram út tímabilið,“ sagði Sven-
Göran Eriksson, stjóri Leicester.
Steven Fletcher, Geoffrey Muj-
angi Bia, Kevin Doyle, Matt-
hew Jarvis og David Jones skor-
uðu fyrir Úlfana í 5-0 stórsigri á
Doncaster Rovers.
Jonathan Walters var hetja Stoke
þegar hann skoraði tvö mörk í
framlengingu í 2-0 sigri á Cardiff
en staðan var markalaus eftir 90
mínútur. Stoke og Wolves mætast
síðan í næstu umferð. - óój
Endurteknir leikir í enska bikarnum í gærkvöldi:
Stóru liðin áfram
JONATHAN WALTERS Hetja Stoke í gær-
kvöldi. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
HM 2011 Sverre Andreas Jakobsson
og félagar í íslensku vörninni
áttu hreint út sagt rosalegan
leik í gær er þeir lokuðu á
Austurríkismennina í tólf mínútur
í síðari hálfleik og hleyptu aðeins
sjö boltum í markið.
„Í hálfleik sögðum við að það
væri ekki hægt að láta Austurríki
fara illa með okkur enn eina ferð-
ina. Það bara gengi ekki upp. Það
kom blóð á tennurnar, geðveiki og
trú á því að við gætum unnið þenn-
an leik. Þvílíkur viðsnúningur. Ég
segi ekki annað,“ sagði Sverre og
brosti allan hringinn.
„Þetta sýnir þann frábæra kar-
akter sem býr í þessu liði. Ég trúi
því varla sjálfur hvernig þetta fór
á endanum. Á tímabili leið okkur
Didda [Ingimundi] þannig að þeir
gætu ekki skorað gegn okkur. Við
vorum rosalega einbeittir á að
vinna þennan leik og koma enda-
laust til baka. Það gerðist með
mikilli vinnu.“
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari var að vonum
ánægður með sigurinn og þann
karakter sem strákarnir hans
sýndu enn eina ferðina.
„Ég var mjög pirraður í hálfleik
því mér fannst við ekki spila af
þeim krafti sem við eigum að
gera í svona mikilvægum leik.
Við fórum yfir stöðuna og vissum
að vandamálið lægi aðallega
í hugarfarinu og við yrðum
að bíta frá okkur. Það var allt
annað lið sem kom inn á völlinn
í síðari hálfleik og það lið barðist
fyrir hlutunum á báðum endum
vallarins,“ sagði Guðmundur.
„Skref fyrir skref unnum
við okkur inn í leikinn og það
var stórkostlegur karakter
sem drengirnir sýndu í
síðari hálfleik. Hreint út sagt
ótrúlegur baráttuvilji. Þetta eru
eftirminnilegar 30 mínútur en ég
verð að viðurkenna að þær voru
erfiðar. Að klára þetta er algjört
meistarastykki hjá drengjunum,“
sagði Guðmundur en strákarnir
hans eru þegar komnir í milliriðil
með tvö stig og eru einu skrefi frá
því að fara í millriðil með fjögur
stig.
Var eins og þeir
gætu ekki skorað
Guðmundur Guðmundsson hrósaði karakter Íslands
í hástert eftir dramatískan sigur á Austurríki í gær.
Sverre Jakobsson sagði viðsnúninginn ótrúlegan.
ÖFLUGUR Á HLIÐARLÍNUNNI Guðmundur Guðmundsson á ekki síst stóran hlut í sigri
Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ALEXANDER ÓTRÚLEGUR Íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, sýndi oft mögn-
uð tilþrif í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Argentínumenn komu
allra liða mest á óvart í gær með
því að vinna fimm marka sigur á
gestgjöfum Svía, 27-22.
Svíar voru búnir að vinna
fyrstu þrjá leiki sína á mótinu,
þar á meðal 30-24 sigur á Suður-
Kóreu kvöldið áður, en nú lítur út
fyrir að þeir fari stigalausir inn
í milliriðilinn. Argentínska liðið
var 12-10 yfir í hálfleik og skor-
aði síðan fjögur af fyrstu mörk-
um seinni hálfleiks og leit ekki til
baka eftir það.
Svíar eru komnir áfram í milli-
riðil en vinni þeir ekki ósigrað
lið Pólverja í lokaleiknum fara
þeir væntanlega stigalausir inn
í milliriðilinn. Argentínumenn
tryggja sér sæti í milliriðli með
jafntefli á móti Síle í lokaleikn-
um. - óój
Gestgjafar Svía á HM:
Töpuðu fyrir
Argentínu í gær
JONAS LARHOLM Svíar áttu engin svör á
móti Argentínu í gær. MYND/AFP