Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 12
12 19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Eins og segir á vef FÍB er engu líkara en núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að girða höfuðborgarsvæðið af með toll- múrum og leggja vegtolla á alla umferð um stofnbrautir inn á og út af svæðinu og jafnvel innan þess að loknum fyrirhuguð- um og löngu tímabærum vegabótum. Vegirnir, sem um ræðir, eru órjúfan- legur hluti af borgar- og þéttbýlissamfé- lagi SV-hornsins og kostnaðurinn við gerð þeirra er löngu greiddur af naumt skömmt- uðu vegafé og vegtollum árum saman á Reykjanesbraut. Vegfarendur eiga enga valkosti verði tollmúrarnir reistir. Áformaðar vegabætur eru sannarlega tímabærar. Núverandi ástand veganna og háskinn af umferð um þá eru bein afleið- ing af langvarandi vanrækslu, fjársvelti og skorti á fagmennsku samgönguyfirvalda. Um 70% af tekjum vegasjóðs koma til vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu áratugum runnu um 25% af vegafé til stofnbrauta á svæðinu; árið 2009 voru það 2,5% og árið 2010 nánast 0%. Á SV-horninu verða um 70% af öllum alvarlegum umferðarslysum. Helsti áhrifavaldur samgöngumála á Íslandi er 9 manna samgöngunefnd Alþingis. Nú situr þar 1 þingmaður af höfuðborgar svæðinu. Samkvæmt vef Alþingis áttu íbúar á SV-horninu að meðal- tali 1,4 fulltrúa af 9 á undangengnum 100 löggjafarþingum frá 1926. Á sama tímabili áttu íbúar SV-hornsins að meðaltali 2,14 fulltrúa af 11 í fjárlaga- nefnd Alþingis. Nú eiga þeir 2 fulltrúa. Þessar þingnefndir eru því enn í dag vettvangur kjördæmapotsins illræmda, þ.e. handstýringar, geðþótta og sjálftöku. Orðið „kjördæmapot“ er fremur sakleysis- legt en hér er að sjálfsögðu um að ræða háspillingu, sem á sér enga hliðstæðu í sið- uðum samfélögum. Reykjanesbraut að Leifsstöð, Suðurlands- vegur að Selfossi og Vesturlandsvegur að Hvalfjarðargöngum eru fjölförnustu vegir á Íslandi og vegabætur þar því mjög arð- samar. Engin önnur leið er fær til að fjármagna umræddar framkvæmdir en að snúa nú við blaðinu og beina hér eftir a.m.k. 55% af árlegu vegafé inn á höfuðborgarsvæðið. Kaflinn frá Sandskeiði að Selfossi og ókláraður 5km kafli á Reykjanesbraut að Leifsstöð liggja utan sveitarfélagamarka á höfuðborgarsvæðinu. Vegabætur á þessum köflum þarf því sömuleiðis að fjármagna með sínum skerfi af árlegu vegafé. Kjördæmapot og vegagerð Veggjöld Örn Sigurðsson arkitekt Karlar og jafnrétti Velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynjanna og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. Á hann að fjalla um hvernig breikka megi náms- og starfsval karla og vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og skoða áhrif staðalmynda kynjanna á stöðu karla í samfé- laginu, hlutverkaval og þátttöku þeirra í verkefnum fjölskyldunn- ar. Þetta er náttúrlega stórgott. Í starfshópnum eru tíu karlar. Eru sjónarmið kvenna til málefnisins með öllu óþörf? Enn ein nefndin Svo er spurning hvað á að vinnast. Eins og fram kemur í frétt ráðherra er þetta ekki í fyrsta sinn sem nefnd er skipuð til að auka hlut karla í umræðum um jafnréttismál. 1991 var skipuð nefnd um stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnari fjölskylduábyrgð og verkaskiptingu og önnur 1994 sem átti að stuðla að auknum hlut karla í umræðu um jafnréttis- mál. Afraksturinn virðist slíkur að enn er þörf á nefnd. Það var Hjálmar Vakin var athygli á húsnæðismálum Listaháskólans í fréttum Sjónvarps á mánudag. Starfsemin fer fram á fimm stöðum og áform um nýbygg- ingu við Laugaveginn eru í salti. Rætt var við Bryndísi Björnsdóttur, nema við skólann, en hún og fleiri vilja að starfsemin verði sameinuð í Laugar- nesinu þar sem myndlistardeildin er. Sagðist Bryndís ekki átta sig á hvaðan óskin um að skólinn væri í miðbænum væri komin. Því er auðsvarað. Rektor skólans, Hjálmar H. Ragnarsson, hefur verið ötulasti baráttumaður þess að Listahá- skólinn verði í miðborginni. bjorn@frettabladid.is Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina: Þrír strengir og sagnaparið (2009) Askja, st. 132, fimmtudagur 20. janúar 2010, kl. 17:30 Sýningin er öllum opin og án endurgjalds. Sýningartími 52 mín. Önnur sýningin í heimilda- myndaröðinni China Screen: Að hlýða á fornar sagnir og minni við undirleik hefðbundins þriggja strengja hljóðfæris. Hin ævaforna listgrein farandsögu- manna er í hnignun. En Gai hjónin halda þessa hefð í heiðri þótt sífellt erfiðara sé að sjá sér farborða með þessari listgrein. Leikstjóri Zhang Wenqing. Þ að er kunnara en frá þurfi að segja að mikil verðmæti eru fólgin í orkuauðlindum landsins. Vegna hækkandi orkuverðs og baráttu gegn loftslagsbreytingum mun verðmæti þeirra margfaldast í framtíðinni ef rétt er á málum haldið. Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps sem iðnaðarráðherra fól að móta heildstæða orkustefnu. Skýrslan er hið merkasta plagg og mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á um ræður sem nú fara fram um eitt stærsta hagsmunamál almennings í landinu. Þar kemur fram að af hugsanlegum orkuforða í vatnsafli og jarðhita er þegar búið að nýta 17.000 gígavattstundir, þar af 3.000 til almennrar notkunar en afgangurinn fer til stóriðju. Hvert 360.000 tonna álver notar um 5.000 gígavattstundir af raforku. Bætist tvö stór álver við í hóp orkunotenda hér á landi væri því búið að ráðstafa um 27.000 gígavattstundum. Í skýrslu orkustefnunefndarinnar er á því byggt að orkuauðlindir fallvatns og jarðhita á Íslandi geti skilað 30.000 til 50.000 gíga- vattstundum af raforku. Ástæða þess hve breitt bil er frá áætluðum lægri mörkum að áætluðum hærri mörkum liggur í þeirri miklu óvissu sem ríkir um raunverulega afkastagetu jarðhitasvæða. Drög að nýrri orku- stefnu byggja á því að við uppbyggingu jarðhitavirkjana þurfi að tryggja vinnslugetu þeirra til langrar framtíðar. Svokölluð jafnstöðuvinnsla jarðhitasvæða sé sjaldnast þekkt fyrirfram heldur komi í ljós við rannsóknir eftir því sem orkuvinnslu vindur fram. Í skýrslunni er miðað við 100-300 ára nýtingartíma auðlindar- innar. Það er viðmiðunartími sjálfbærrar nýtingar. Í þessu felast tímamót, þar sem þessi stefnumörkun er mun varfærnari gagn- vart nýtingu jarðhitasvæða en sú stefna sem opinberir aðilar hafa fylgt til þessa og hefur miðast við afskriftartíma mannvirkja fremur en afkastagetu auðlinda. Meðalverð raforku frá Landsvirkjun til stóriðju var 19 Banda- ríkjadalir á megavattstund í upphafi ársins 2010, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni. Á sama tíma var meðalverð 60 dalir í Norður-Evrópu en yfir 100 dalir innan OECD. Orku- stefnunefndin bregður upp þeirri framtíðarsýn að árið 2030 verði framleiddar 35.000 gígavattstundir af raforku hérlendis og að verð þróist fram til þess tíma á þann hátt að það verði orðið sam- bærilegt við markaði í Norður-Evrópu. Gangi það eftir gæti árleg framlegð af raforkuvinnslu á Íslandi orðið yfir 190 milljarðar króna á ári hverju, miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Hverjir 10 dalir í hærra orkuverði mundu þá skilað orkugeiranum yfir 40 milljörðum króna í aukinn hagnað á ári hverju. Þessar tölur úr skýrslu orkustefnunefndar sýna hve gríðar- lega miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt samfélag og hve mikið núlifandi og ófæddar kynslóðir eiga undir ákvörðunum sem teknar verða um framtíð orkufyrirtækja og eignarhald og ráðstöfun orkufyrirtækja og orkuauðlinda. Skýrsla orkustefnunefndar byggir á sjálfbærri nýtingu jarðhita. Merkileg skýrsla SKOÐUN Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.