Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 14
19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR14
Lögfræðiaðstoð Orator, félag laganema við Háskóla Íslands,
er þrjátíu ára. Hún veitir almenningi almenna lögfræðiað-
stoð endurgjaldslaust og hefur þjónustan nýst landsmönnum
vel að sögn Erlu Arnardóttur, sem fer með framkvæmda-
stjórn ásamt Hinriku Söndru Ingimundardóttur. „Óhætt er
að segja það og landsmenn virðast vita vel af henni. Við
fáum fyrirspurnir frá fólki af öllu landinu, Íslendingum og
útlendingum, og frá Íslendingum búsettum erlendis,“ segir
hún og getur þess að reynt sé að upplýsa fólk um réttar-
stöðu þess og hvert sé best fyrir það að snúa sér. „Yfirleitt
aðstoðum við fólk sem er á byrjunarreit og veit ekki hvert
það á að fara, en mjög mikilvægt er að átta sig á hver fyrstu
skrefin eru.“
Aðstoðina segir Erla vera í boði flest fimmtudagskvöld
yfir skólaárið. „Fólk getur hringt með fyrirspurnir en við
erum nokkur sem tökum við símtölum; annar framkvæmda-
stjórinn, tveir meistaranemar í lögfræði og lögfræðingur.
Mislangan tíma tekur að afgreiða hverja fyrirspurn, allt
frá nokkrum mínútum upp í klukkutíma eftir eðli málsins,“
segir hún, og bætir við að yfirleitt séu tíu til tólf fyrirspurn-
ir afgreiddar á kvöldi. „Flestir eru hringja í fyrsta sinn og
fyrst þetta eru tíu til tólf símtöl sem við svörum hverju sinni
þá má gera ráð fyrir að ansi margir Íslendingar hafi hringt
í gegnum árin.“
En hvers konar mál rekur yfirleitt á fjörur Lögfræði-
aðstoðarinnar? „Aðallega varða þau sifja- og erfðarétt og
almennan kröfurétt, sem geta verið mjög fjölbreytt mál og
sum eru óvenjuleg og önnur flókin,“ segir Erla, sem telur
starfsemina vera ágætan undirbúning fyrir atvinnumark-
aðinn. „Þetta þjálfar laganema í að takast á við raunveruleg
mál þó án þess að þurfa að kljást við þau á atvinnumarkaði
og lesa svo kannski um svipuð mál í námi. Þjónustan nýt-
ist nemunum því ekki síður vel heldur en almenningi enda
skynjum við mikinn áhuga frá þeim og oft nýliðar sem mæta
á vaktir.“
Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli Lögfræðiaðstoðar
Orator með hátíðarmálþingi um starfsemina á dögunum. Þar
tóku til máls Róbert Ragnar Spanó, deildarforseti lagadeildar
Háskóla Íslands og Tómas Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður,
sem endurvakti lögfræðiaðstoðina á sínum tíma, en hún hafði
áður verið starfsrækt frá 1934-1935. Erla segir margt for-
vitnilegt hafa komið í ljós og meðal annars hve litlum breyt-
ingum lögfræðiaðstoðin hefur tekið í gegnum árin.
En hvað skyldi vera á döfinni? „Við munum áfram bjóða
aðstoð með sama sniði og vonum að geta tekið við fyrir-
spurnum í gegnum heimasíðuna okkar, orator.is. Þá gæti
verið gaman að bjóða aftur lögfræðiaðstoð í samstarfi við
borgina á bókasöfnum Reykjavíkur, enda víða þörf á aðstoð
og stuðningi við fólk sem ekki veit hvernig eða hvert það á að
snúa sér með lögfræðileg álitaefni,“ segir Erla að lokum.
roald@frettabladid.is
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR: ER 30 ÁRA
Þörf þjónusta
Á BRÝNT ERINDI VIÐ ÞJÓÐINA Hinrika Sandra Ingimundardóttir og Erla
Arnardóttir fara með framkvæmdastjórn Lögfræðiaðstoðar Orator sem
margir nýta sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
timamot@frettabladid.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Sigurður Lárusson
fv. útgerðarmaður,
Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði,
sem lést á dvalarheimilinu Skjólgarði, miðvikudaginn
12. janúar s.l., verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju
föstudaginn 21. janúar, kl. 13.
Ásgeir Sigurðsson
Guðmundur Sigurðsson Vilborg Jóhannsdóttir
Hilmar Sigurðsson Guðrún Kristjánsdóttir
Dagbjört Sigurðardóttir Finnur Jónsson
Aldís Sigurðardóttir Guðmundur Eiríksson
Karl Sigurðsson Svava Eyjólfsdóttir
Grétar Sigurðsson
Sigríður Sigurðardóttir Sæmundur Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför
Guðrúnar Jósepsdóttur
Stóragerði 10 Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á L5 á Landakotsspítala
fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Jón Einarsson Guðrún Þorsteinsdóttir
Skúli Einarsson Ólöf Ólafsdóttir
Þórir J. Einarsson Unnur Ragnarsdóttir
Svanborg G. Einarsdóttir Úlfar Reynisson
Jóhann A. Einarsson Rut Kristjánsdóttir
Þorsteinn Einarsson Ingibjörg Hreiðarsdóttir
Anna Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
Guðmunda Þ.
Guðmundsdóttir
frá Núpi í Fljótshlíð,
Kleppsvegi 52,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
17. janúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju
fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00.
Katrín Guðmannsdóttir Steingrímur Guðjónsson
Matthildur Guðmannsdóttir Þórir S. Magnússon
Olga Steingrímsdóttir
Guðmann Þórisson
Birgir Þórisson
Katrín Steina Olgudóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
Þorsteinn B.
Guðmundsson
kennari,
Skeiðarvogi 105,
sem andaðist 12. janúar, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga (FAAS).
Sigríður Sólveig Jóhannsdóttir
Heiður Þorsteinsdóttir Sveinn Bárðarson
Hlynur Þorsteinsson Gunnur Kristín Gunnarsdóttir
Hugrún Þorsteinsdóttir Kristján Reynir Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna fráfalls móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Elínar Dungal
Grensásvegi 58, Reykjavík.
Jón Þorvaldsson Valý Helga Ragnarsdóttir
Steinunn Þorvaldsdóttir Finnur Geirsson
Hilmar Hilmarsson Guðfinna Sævarsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
Árni Baldvin
Hermannsson
Hátúni 26 Keflavík,
andaðist á Heilbrigðistofnun Suðurnesja 11. janúar
síðastliðinn. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 21. janúar kl. 13.00.
Þóra Svanlaug Ólafsdóttir
Sveindís Árnadóttir
Hermann Árnason Ásta Baldvinsdóttir
Jón Ólafur Árnason Soffía Karen Grímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Sigríður Hermannsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
Guðrún Ö. Stephensen
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðviku-
daginn 19. janúar kl. 15. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Ás styrktarfélag.
Jón Torfi Jónasson Bryndís Ísaksdóttir
Ögmundur Jónasson Valgerður Andrésdóttir
Ingibjörg Jónasdóttir Guðmundur Gíslason
Björn Jónasson Elísabet Guðbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og
amma
Ásta Tryggvadóttir
Mýrarvegi 111, Akureyri,
andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn
10. janúar sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.30.
Gísli Bergsson Áslaug Magnúsdóttir
Bergur Brynjar Gíslason
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Hans Gunnar Hinz
andaðist föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.00.
Gunnar Björn Hinz Laima Hinz
Elís Örn Hinz Sigrún Stefánsdóttir
börn og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma
Magnea Jónsdóttir
Miðbraut 33, Seltjarnarnesi,
lést 6. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn B-2 í Fossvogi og
Hrafnistu í Boðaþingi fyrir frábæra umönnun.
Hún var Magneu og fjölskyldu ómetanleg.
Guðmundur Jóhannsson
Hulda Guðmundsdóttir Jóhann O. Guðmundsson
Jón Guðmundsson
Guðmundur, Óttar og Magnea Björg.