Fréttablaðið - 19.01.2011, Side 37
H A U S
MARKAÐURINN
Ú T T E K T
7MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
löngu komin fram yfir þetta mark
hámarksframleiðslu,“ segir hann
en bendir um leið á að þótt stöðugt
hafi dregið úr olíuframleiðslu hjá
frændum okkar Norðmönnum hafi
hagnaðurinn aukist vegna hækk-
ana á olíuverði. „Þetta er því að
færast dálítið í svörtu bókina, Mi-
Austurlönd, þar sem menn vita
ekki hversu mikið er eftir. En auð-
vitað er heilmikið eftir af henni.“
Á endanum segir Sigurður svo
að til þess komi að minnkandi
framleiðsla hafi áhrif til hækkun-
ar verðs. Þau áhrif eru ekki komin
nema að hluta inn í verð olíunnar
núna, vegna þess að mun dýrara er
að sækja olíuna á ný svæði.
„Þetta er ekki eins og margir
halda að menn rambi fyrir ein-
hverja heppni á nýja olíulind. Menn
vita af svæðum, en hingað til hefur
verð olíunnar ekki verið nógu hátt
til að réttlæta leit og vinnslu.“ Þau
mörk segir Sigurður að séu nálægt
50 dala verðmarki á hverja tunnu.
SPÁKAUPMENNSKAN SKEMMIR
„Svo er fleira í þessu. Í olíuhreins-
un er flöskuháls og menn hafa verið
hikandi við að fjárfesta í henni,“
segir hann og vísar til þess að ekki
hafi risið olíuhreinsistöð í Banda-
ríkjunum í fjölda ára og þróunin í
Evrópu sé frekar í þá átt að loka
stöðvum. „Frá markaðnum hafa
komið mörg viðvörunarorð um að
það þurfi að fara að fjárfesta í olíu-
iðnaðinum, flutningi, hreinsun og
slíku. Annars stefni í óefni,“ segir
hann.
Að auki segir Sigurður að skekki
myndina að langstærsti hluti olíu-
framleiðslunnar eigi sér stað innan
vébanda OPEC og fylgi því ekki
hreinum markaðslögmálum. „Þar
er bara haldinn fundur og stefnan
ákveðin. Í Sádi-Arabíu, þar sem er
stærsti olíupollurinn, hafa verið
gefnar ýmsar yfirlýsingar. Þar
finnst mönnum 85 dalir á tunnuna
til dæmis bara vera mjög fínt verð.
Þá horfa menn einmitt til þess að
hagvöxtur í heiminum hökti ekki
of mikið þannig að breyting verði
ekki á eftirspurn, en gróði verði
nægur fyrir þá um leið.“
Sigurður segir ekki alla átta sig
á hversu stórt hlutverk olía leikur
í heimshagkerfinu. „Hún er í slag-
æðum og háræðum alls kerfisins,“
segir hann og kveður stöðu Íslands
um margt einstaka og öfundsverða,
að vera að tveimur þriðju hlutum
búið að henda olíunni út. „Í raun
eigum við bara samgöngurnar.“
Áhrif hækkandi olíuverðs segir
Sigurður hins vegar að sjá víða,
ekki bara í leit að nýjum orkugjöf-
um, heldur hafi bætt tækni leitt til
þess að bílar séu mun sparneytnari
en áður. „Fyrir 30-40 árum eyddi
meðalfólksbíll kannski 20 lítrum
á hundraðið, en núna eru margir
fjölskyldubílar á markaði sem eru
komnir niður í fimm. Áhrifin af
háu verði eru því minni þar sem við
eyðum mun minna.“ Fyrir fyrstu
olíukreppu í byrjun áttunda ára-
tugarins segir Sigurður ekkert
hafa verið pælt í orkunýtninni, en
þá hafi verið farið að huga að því
að koma tvöföldu gleri í hús og þar
fram eftir götunum. „En einhvers
staðar komumst við ekki lengra í
bættri nýtingu.“
Sigurður segir þróun og áhrif
olíuverðs því mjög flókið dæmi
þar sem ótal hlutir spili inn í. „Og
svo eyðileggur spákaupmennskan
náttúrlega allar framtíðarpæling-
ar,“ segir hann, en telur um leið
mjög skiljanlegt að olía sé álitin
vænlegur fjárfestingarkostur.
„Olía er örugg söluvara og menn
geta verið vissir um að losna við
hana aftur. Hún er því vænlegur
kostur ef menn þurfa að geyma ein-
hverja milljarða.“
Í umfjöllun Wall Street Journal
í gær kemur fram að OPEC, sam-
tök olíuútflutningsríkja, búist við
meiri eftirspurn eftir olíu í ár en
fyrri spár höfðu gert ráð fyrir.
Aukin eftirspurn skýrist af bata
í heimshagkerfinu eftir fjármála-
kreppuna. Aukin eftirspurn eykur
um leið þrýsting á OPEC að bæta
við framleiðsluna, en þar hafa sam-
tökin dregið lappirnar þrátt fyrir
að verð olíutunnu hafi nýverið farið
upp undir 100 dali. Núna er verðið
nálægt 91 dal tunnan. OPEC hefur
hins vegar viljað skrifa undanfarna
hækkun olíuverðs á áhrif spákaup-
mennsku með olíu. Enn ríkir því
töluverð óvissa um hver þróunin
verður í raun. © GRAPHIC NEWS
1 1960: OPEC verður til. Stofnríki
eru Íran, Írak, Kúvæt, Sádi-Arabía og
Venesúela.*
Verð olíutunnu: 3 dalir
OPEC í fimmtíu ár
Löndin 11 sem standa að OPEC dæla
þriðjungi allrar olíu heimsins og ráða
yfir 80 prósentum olíuauðlinda.
2 1973: Fyrsta olíu-
kreppan. Til þess að
bregðast við stríði
Ísraels og Arabalanda
fjórfaldar OPEC, undir
forystu einvaldsins í
Íran, olíuverð til vestur-
landa. Vesturvelding upplifa
samdrátt og verðbólgu sem varir
fram í byrjun níunda áratugarins.
Verð: 12 dalir
3 Des 1975: Hryðjuverka-
menn sem lúta stjórn Carlosar
„sjakala” ráðst á höfuð stöðvar
OPEC í Austurríki.
4 1979: Uppreisn íslamista
í Íran - olíuframleiðsla
stöðvast næstum.
Verð: 25 dalir
5 1980: Írak ræðst inn í Íran,
sem er í sárum eftir uppreisn.
Hráolíuframleiðsla í heiminum
dregst saman um 10%. Önnur
verðhækkun á olíu veldur sam-
drætti á heimsvísu.
Verð: 40 dalir
7 1990: Írak ræðst inn í Kúvæt.
Áhrifin á olíuverðið vara í níu mánuði og
dýpka efnahagsörðugleikana á fyrri hluta
tíunda áratugarins. Verð: 41,90 dalir
8 1998: Kreppa hefst í uppgangslönd-
um Austur-Asíu og dregur úr eftirspurn
eftir olíu. Verð: 9,55 dalir
6 1986: Olíuverð í methæðum verður
til þess að olíuframleiðsla utan
OPEC eykst um 10 milljón tunnur á
dag. Olíubandalagið hverfur frá
fastri verðlagningu og lækkar verð til
þess að ná til baka markaðshlutdeild.
Verð: 8,75 dalir
9 2001: Verð olíu
lækkar eftir árásir á
Bandaríkin 11. sept.
Verð: 19,67 dalir
10 2003-06: Íraksstríðið.
Innrás Bandaríkjana í Írak,
átök Ísraela og herskás arms
Hezbollah í Líbanon, og áfram-
haldandi pattstaða í kjarnorku-
deilu Írans og vesturvelda getur
af sér olíuverð í methæðum árið
2006. Verð: 78,40 dalir
11 2008: Olíuverð nær
hámarki í andrúmslofti auk-
innar spennu í Miðaustur-
löndum og eldflaugatilrauna
Írans. Verð: 147,50 dalir
12 2009: Alþjóðlega fjármála-
kreppan. Verð: 41,74 dalir
13 Sept. 2010: OPEC verð-
ur 50 ára og olíuverð er þá
nærri markverðinu sem er
75 dalir tunnan.
*Seinna bættust í hópinn Katar (1961), Indónesía (1962-2008) Líbía (1962), Sameinuðu arabísku furstadæmin (1967), Alsír (1969),
Nígería (1971), Ekvador (1973-1992), Gabon (1975-1994), og Angóla (2007).
Myndir: Associated Press, Getty Images
$150
$120
$90
$60
$30
1
2 3
4
5
6
7
8
9
12
13
10
11
1960 1970 1980 1990 2000 2010
Níu af hverju tíu lítrum af innfluttu eldsneyti eru not-
aðir við fiskveiðar og í samgöngum, að því er fram
kemur á vef Orkuseturs. „Þessir tveir flokkar nota
álíka mikið en hlutur samgangna hefur þó farið vax-
andi með auknum fjölda bifreiða,“ segir þar og bent
er á að fjöldi bíla hér á landi hafi farið úr 70 þúsund
bifreiðum árið 1974 í 200 þúsund bíla árið 2004.
„Árleg olíunotkun farartækja hér á landi er um 200
þúsund tonn sem er um 650 kílógrömm á hvern
íbúa landsins,“ segir jafnframt á vef Orkuseturs
og bent á að í einni olíutunnu séu um 120 kíló af
olíu. Því þurfi að flytja inn tæplega sex tunnur fyrir
hvern landsmann á ári hverju vegna notkunar í
samgöngum.
Þá segir á vefnum að mjög mikilvægt sé að
leita allra leiða til að draga úr eldsneytis-
notkun. „Í fyrsta lagi er olíukostnaður stærsti
orkuútgjaldaliður meðalheimila og í öðru lagi
leiðir brennsla olíu til útblásturs gróðurhúsa-
loftegunda. Brennsla jarðeldsneytis stuðlar
að neikvæðum loftslagsbreytingum sem eru
að verða stærsta sameiginlega umhverfisógn
heimsins. Við bruna jarðefnaeldsneytis, sem
að mestum hluta er kolefni, myndast mikið af
koldíoxíði (CO2). Koldíoxíð er ein þeirra loftteg-
unda sem valda auknum gróðurhúsaáhrifum en
70 prósent af útblæstri koldíoxíðs eru tilkomin
vegna brennslu jarðefnaeldsneytis.“
Megnið fer á fiskiflotann og bílana
FYRIRTÆKJASVIÐ
Fjárhagsleg
endurskipulagning
Veist þú hvað úrræði bankanna
þýða fyrir þitt fyrirtæki?
KPMG aðstoðar þig við að skoða hvaða leiðir eru í
boði varðandi fjárhagslega endurskipulagningu þíns
fyrirtækis og hvaða lausn er hagkvæmust.
Fáðu nánari upplýsingar í síma 545 6000 eða
með tölvupósti á netfangið fas@kpmg.is
kpmg.is