Fréttablaðið - 19.01.2011, Page 40

Fréttablaðið - 19.01.2011, Page 40
MARKAÐURINN 19. JANÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR10 U T A N D A G S K R Á R Sagt er „brúikkladdí“, með áhersluna á ell-ið í miðbikið. Þannig á víst að bera fram nafn- ið á Islay-maltviskíinu Bruichladdich. Þá er kannski rétt að árétta að Islay er borið fram „æla“. Til eru þeir sem segja að framburður- inn á Islay sé í takt við bragðið á drykkjunum sem eyjan er fræg fyrir, en það er náttúrlega fólk sem hvort eð er kann ekki að meta viskí. Reyndar segir rithöfundurinn (og viskísérfræðingurinn) Iain Banks í bók sinni Raw Spirit að á Islay sé að finna fallegustu bruggverksmiðjurnar. Reynd- ar segir hann líka að af þeim átta sem þar er að finna séu Bowmore og Bruichladdich í minnstu uppáhaldi. Það síðar- nefnda segir hann að sé bara snotur samsetning húsa við sætt lítið þorp á strandspildu þar sem skiptist á grýtt og sendin fjara við breiðan og djúpan flóa. Að baki segir hann svo að sjá megi lágar hæðir, vaxnar trjám. Hann viðurkennir reyndar að lítið sé yfir þessu að kvarta, en í sam- anburði við aðrar bruggverk- smiðjur á Islay sé hlutfallsröð- unin bara svona. Þá finnur hann Bruichladdich-verksmiðjunni það til foráttu að vera svo sam- þætt bænum að þegar eimpott- arnir ganga sé heitt afgangsvatn brugghússins notað til þess að hjálpa til við hitun sundlaugar bæjarfélagsins í næsta húsi. Undirritaður deilir aðdáun rit- höfundarins á Islay-viskíi og það án þess að hafa barið staðhætti augum. Sér í lagi kann hann að meta Laphroaig, sem frægt er fyrir þétt mó- og reykjarbragð. Hann greip því tæki- færið til að prófa viskí í nýrri framleiðslulínu Bruichladdich sem sérstaklega er kennt við mó, Bruichladdich Peat. Hinar tvær gerð- irnar af viskíi í sömu línu eru Bruichladdich Waves og Bruich ladd- ich Rocks. Ekkert þeirra er aldursgreint (líkt og annars er venjan til að láta vita hversu lengi viskíið hefur verið látið eldast í tunnu áður en því er tappað á flösku). Í staðinn sér yfirbruggmeistari Bruichladdich, Jim McEwan, um að rétta bragðið rati í hverja flösku. Í lýsingu framleiðandans segir að viskíið sé ljósgullið, þurrt og með meðalfyllingu. Bragðinu er lýst með reyk, þurrkuðum ávöxt- um, mó og malti. Eftirbragðið er sagt langt og margslungið. Við þetta er kannski ekki miklu að bæta, nema þá helst að einhver kynni að vilja taka fram sætuna sem er í hverjum sopa og votti af vanillukeim. Annars er það náttúrlega eins með viskí og góðar bækur, upp- lifunin er einstaklingsbundin. Lesandinn metur skáldsöguna út frá eigin reynsluheimi og for- sendum. Rétt eins og smekkur fólks getur verið misjafn. Það er meira að segja til fólk sem lætur eins og kæst skata sé eitthvert lostæti. Þeir sem á annað borð kunna að meta viskí með voldugu bragði og eftirkeim verða ekki svikn- ir af Bruichladdich Peat. Verst bara hvað mann langar í fram- haldinu líka að bragða Waves og Rocks … svona til samanburðar. En það bíður betri tíma. - óká Brugghúsið sem sagt er síst fagurt á Islay BRUICHLADDICH PEAT Alkóhólmagn Bruichladdich er 46 pró- sent og finnst mörgum betra, til að minnka bruna- tilfinningu og laða fram bragð, að bæta örlítilli lögg af vatni í glasið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Í G L A S I M E Ð Ó L A K R I S T J Á N I Furstafjölskyldan frá Mónakó, Rainier fursti, Grace Kelly kona hans og börn þeirra, þau Karólína og Albert, áttu stutta en ánægjulega helgardvöl á Ís- landi í ágústmánuði árið 1982. Þau komu með skemmtiferðaskipi og kynntu sér helstu náttúruperlur lands- ins: Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Þau sér líka í verslunarferð og lá leið- in í Rammagerðina þar sem fjölskyldan féll fyrir úrvalinu af glæsilegum ullar- vörum sem þar var að finna. - þj Furstafjölskyldan féll fyrir íslensku ullinni Ú R F O R T Í Ð I N N I MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými – fyrir alla muni • Ráðgjöf • Hönnun • Sérsmíði • Þjónusta Lager- hreinsun ærar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki –25% af ÖLLUM vörum – prófaðu svo að prútta! 75 ÁR A Erum flutt í Brautarholt 26, 105 Reykjavík, sími 511-1100 – rymi@rymi.is – www.rymi.is • Geymslu- og lagerhillur • Skjalaskápar á hjólum • Starfsmanna- og munaskápar • Verslunarinnréttingar • Gínur og fataslár • Lagerskúffur og bakkar • Ofnar og hitakerfi • Sorpílát - úti og inni Varstu að skipta um símanúmer? Og veit enginn af því? -er svarið Árlega fletta Íslendingar 100 milljón sinnum upp á Já.is og Símaskráin kemur út í 150 þúsund eintökum. Ef þú vilt breyta skráningu þíns fyrirtækis hafðu þá samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 522 3200, farðu inn á Já.is eða sendu tölvupóst á ja@ja.is. Skráningum í Símaskrána lýkur 31. janúar. E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 5 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.