Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 2011 17 Nú um mánaðamótin tekur gildi mikill og harkalegur niðurskurður á þjónustu Strætó bs. Strætisvagnar munu hætta að ganga um klukkan 23 á kvöldin, klukkutíma fyrr en áður, strætó mun byrja að ganga tveimur klukkutímum síðar á laugardögum, nokkrar leiðir eru felldar niður og akstur á öðrum skerðist stórlega. Þetta er allt einstaklega svekkjandi, sér- staklega í ljósi þess að farþegum Strætó hefur verið að fjölga töluvert á undanförnum misserum. Svona er heimurinn tragíkómískur: Þegar vel áraði var sagt að enginn vildi nota strætó og því var skorið niður. Þegar verr viðrar og fólk vill nota strætó er ekki til peningur til að láta vagnana ganga. Mögru árin komu, en við áttum við sem sagt ekki efni á að spara. Svikin loforð Það er miður að menn komist varla leng- ur heim með strætó eftir að hafa farið út að borða eða í leikhús. Þeir sem nú sitja við völd í Reykjavík gáfu að sjálfsögðu allt önnur fyrirheit um almenningssamgöngur í borginni en þau að ráðast með sveðjum á þjónustutíma og þjónustustig þeirra. Samfylkingin lagði fyrir kosningar fram tillögur um ferðir á 10 mínútna fresti. Í níu mánaða gamalli samstarfsyfirlýsingu Sam- fylkingarinnar og Besta flokksins segir: „Auka skal ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós. Tryggt verði að strætó gangi alla daga ársins.“ Nú er ferðatíðnin lækkuð og strætó mun ekki ganga á páskadag frekar en seinustu ár. Svona fór um loforð þau. Fríar ferðir fyrir greyin Það virðist vera mjög erfitt að uppræta þá hugmynd meðal stjórnmálamanna að strætó sé, eða eigi, fyrst og fremst að vera þjónusta við aumingja. Þess vegna vilja menn alltaf „stilla fargjaldahækkunum í hóf“ og ef menn eru í einstaklega aum- ingjavænu skapi þá lofa menn frítt í strætó fyrir hinn og þennan og helst fyrir alla. Þannig á ekki að hugsa þetta. Í engri borg með góðum almenningssamgöngum eru þær ókeypis og í engri borg með ókeypis almenningssamgöngum eru þær góðar. Þetta eiga menn að vita. Í nýlegri ályktun Samtaka um bíllausan lífsstíl er þannig þjónustuskerðingunni mótmælt harðlega, en fargjaldahækkunum er sýndur skilning- ur. Strætófarþegar vilja almennt ekki fá frítt í strætó, þeir vilja hins vegar fá góða þjónustu. Reikningsdæmið er einfalt. Fargjöld nema 20% af tekjum strætó. Ef gefa á frítt í strætó þarf annaðhvort að skerða þjónust- una um 20% eða finna viðbótarframlag. En ef finna á viðbótarframlag væri best að nýta það í að efla kerfið, frekar en í að gefa þjón- ustu sem menn hafa ákveðið að borga fyrir hingað til. Þrefalt ódýrara en í Kaupmannahöfn Það er ódýrt í strætó. Sá sem fer staka ferð frá Hafnarfirði til miðborgar Reykjavíkur borgar 350 kr. Sambærileg ferð frá Lyngby til miðbæjar Kaupmannahafnar kostar um 1.000 kr. Hafnfirðingurinn sem kaupir kort borgar um 50 þúsund á ári. Lyngby-búinn borgar um 150.000 fyrir sama tímabil. Sam- anburður við aðrar borgir sýnir svipaðar tölur. En það er ekki bara það að fargjöldin eru ódýr samanborið við önnur lönd. Það sem meira máli skiptir er að þau eru hlægilega lág samanborið við kostnað af rekstri bíls hér á landi. Þannig að jafnvel þótt svo að grænu, rauðu og bláu kortin tvöfölduðust í verði yrði áfram tífalt ódýrara að ferðast með strætó en bíl. Því er mjög ólíklegt að farþegum myndi fækka við slíka hækkun. Farþegar hætta að nota strætó því aðrir kostir fara að henta þeim betur, ekki vegna þess að aðrir kostir eru orðnir ódýrari. Strætó er langódýrastur. Enga ölmusu Stök fargjöld í Reykjavík hafa nú hækkað um 25% á tímabili þar sem almennt verðlag hefur hækkað um 80%. Miðaverð hefur því lækkað umtalsvert að raunvirði, svo ekki er furða að skera þurfi niður verulega, í annað skipti á örfáum árum. Strætó er þjónusta, ekki aumingjahjálp sem þarf að skammta. Það myndi aldrei líðast að skammta raf- magn eða loka götum á nóttunni. Menn hækka einfaldlega rafmagnsreikninginn og bensín skattana þangað til dæmið gengur upp. Strætófarþegar eiga rétt á sama hugsunar- hætti. Hækkum fargjöldin meira. Og látum þennan vonda niðurskurð ganga til baka. Keypis í strætó Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar Auðuns, sem var braut- ryðjandi á mörgum sviðum hér á landi. Auður fæddist 18. febrúar árið 1911, árið sem íslenskar konur öðl- uðust rétt til skólagöngu, náms- styrkja og allra embætta til jafns við karla. Auður var fyrsta konan til að nema við lagadeild Háskóla Íslands og fyrsta íslenska konan sem lauk lögfræðiprófi. Árið 1946 var Auður kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur, síðar borgarstjórn, og átti þar sæti í tæpan aldar- fjórðung, hún var fyrsti kvenfor- seti borgarstjórnar og gegndi emb- ætti borgarstjóra ásamt öðrum í eitt ár. Auður tók sæti á Alþingi haustið 1959 og sat þar samfleytt á 15 þingum og var eina konan sem sæti átti á Alþingi í tæpan áratug, frá árinu 1963 til 1971. Á því tímabili var hún m.a. dóms- og kirkjumálaráðherra og varð þar með fyrst kvenna til þess að gegna embætti ráðherra hér á landi. Auður vann jafnframt að margvíslegum mannúðarmálum og félagsstörfum hér á landi um margra áratuga skeið. Ferill Auðar Auðuns var eftir- tektarverður og merkur. Fullyrða má að með framgöngu sinni hafi Auður Auðuns rutt brautina fyrir konur á mörgum sviðum á leið til aukins jafnréttis hér á landi. Það ber að þakka og virða á þessum tímamótum. Í minningu Auðar Auðuns Í engri borg með góðum almenningssamgöngum eru þær ókeypis og í engri borg með ókeypis almenningssamgöng- um eru þær góðar. Þetta eiga menn að vita Jafnréttismál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Húsgögn og gjafavörur Full búð af vönduðum húsgögnum og gjafavörum á ótrúlega hagstæðu verði! Mikið úrval af sófum af öllum stærðum og gerðum. Allt fyrir stofuna, sjónvarps- herbergið, borðstofuna, svefnherbergið og heimilið allt. Láttu ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara og komdu við í Glæsibæ strax í dag. Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 12-18 // Laugardaga kl. 12-16 // Lokað á sunnudögum. Sími 696 8449 FLOTT OG VÖNDUÐ VARA ÓTRÚLE GA HAGSTÆ Ð VERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.