Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 19
 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 S igríður Björk Bragadóttir, matreiðslumaður og blaða- maður á Gestgjafanum, á orðið dágott safn mat- reiðslubóka sem hún hefur sank- að að sér allt frá unglingsaldri. Í því er að meðal annars að finna eintak af bók Claudiu Rhoden, Arabesque, sem geymir að hennar sögn framandi og girnilegar upp- skriftir frá Mið-Austurlöndum. „Þetta er alveg frábær bók og við lesturinn er engu líkara en maður sé hreinlega kominn í ævintýri úr 1001 nótt,“ lýsir Sig- ríður, sem kveðst almennt vera mjög hrifin af miðausturlenskri matargerð. „Ég hef kynnst henni á ferðalögum mínum, þar á meðal til Marokkó þar sem íbúarnir eru afskaplega gestrisnir og matur- inn góður, enda landið gjöfult af góðu og oft skemmtilega kyndugu hráefni.“ Í Marokkó skellti Sigríður sér á matreiðslunámskeið og í fram- haldinu festi hún kaup á bókinni góðu, þar sem líbönsk, tyrknesk og marokkósk matargerð er aðal- lega tekin fyrir. Hún kveðst grípa Sigríður Björk Bragadóttir er gefin fyrir arabíska matargerð og deilir hér nokkrum uppskriftum Sesamkökur frá Marrakesh 50 stk. 500 g hveiti 150 g flórsykur 2 tsk. lyftiduft 100 g sesamfræ 120 g smjör, brætt 1 dl olía Hitið ofn í 220°C,(200 á blástur). Blandið hveiti, flórsykri og lyftidufti saman í skál. Ristið sesamfræ á þurri pönnu þar til þau fara að poppa (um 5 mínútur), bætið þeim út í hveitið. Hellið smjöri og olíu saman og bætið út í, hrærið saman þar til deig er samfellt. Deig á að vera frekar mjölkennt en það gæti þurft ögn meiri olíu; bætið í þar til hægt er að móta kúlu úr deiginu. Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur. Mótið kúlur með því að taka deig á stærð við valhnetu, mótið eins og bolta á milli handanna, setjið á plötu og pressið aðeins á. Bakið kökur í 12-15 mínútur, þar til þær fara að taka lit. Geymast vel en er upplagt að frysta. UNAÐSSEMDIR FRÁ MIÐ-AUSTURLÖNDUM Myntute og sætindi óspart í hana ef sá gállinn er á henni og nýtur heimilisfólkið þá góðs af. Sigríður var svo vin- samleg að gefa lesendum Frétta- blaðsins smá sýnishorn, með upp- skriftum að marokkóskum og líbönskum kökum og myntutei að auki sem hún segir tilvalið að bjóða um helgina. Þess má geta að Sigríður held- ur úti matarblogginu lifa-njota. blogspot.com, þar sem hægt er að fylgjast með matargerð hennar. roald@frettabladid.is Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í dag, klukku- stund eftir sólarlag, eða um klukkan 19, og mun lýsa alla nóttina. Hún er tendruð til heiðurs höfundi verksins, Yoko Ono, sem á afmæli í dag. 2 Ævintýri úr 1001 nótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.