Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 54
34 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGSLAGIÐ „Akkúrat núna myndi ég segja Howlin‘ for You með The Black Keys – en annars er það alltaf The Cure sem ég set á fóninn ef stuð skal verða!“ Alma Geirdal uppistandari. „Það er freistandi að skella sér, en ég er upptekin í skólanum,“ segir fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir. Lilju var boðið í afmælisveislu hótelerfingjans Parísar Hilton í New York í gær, en þar fagnaði Hilt- on 30 ára afmæli sínu ásamt nokk- ur hundruð nánustu vinum sínum. Hilton lét sér ekki nægja að halda eina veislu, en sú fyrsta var haldin í glæsivillu hennar í Los Angeles í vikunni. Þá hyggst hún halda þriðju veisluna í Las Vegas. En hvernig kom til að París Hilton bauð Lilju í afmælið sitt? „Mér er alltaf boðið í öll skemmti- legustu partíin í New York,“ segir Lilja í léttum dúr. Lilja kynntist París Hilton í Los Angeles árið 2008 og þær hittust nokkrum sinn- um í kjölfarið. Þá var henni meðal annars boðið í partí heim til hennar. „Ég held að þetta sé einhver afmælis- vika hjá henni,“ segir Lilja. „Ef ég ætti nógu mikið af peningum myndi ég líka ferðast um heiminn og halda partí í hverri einustu borg.“ Lilja fékk boð í veislurnar á Facebook. Fái maður boð í veislu í gegnum síðuna getur maður stundum séð gestalistann, sem er eflaust forvitni- legur hjá Paris Hilton. Lilja ákvað hins vegar að láta gestalistann eiga sig. „Nei, ég var ekkert að skoða hann. En það eru náttúrulega þessar aðalstjörnur sem mæta.“ Lilja er þó á leiðinni til New York í sumar að hitta vini sína, sem eru á leiðinni í afmælisveisluna. Hvöttu þeir Lilju til að breyta flugmiðan- um og skella sér út, en hún tók námið fram yfir afmælisveislu hótelerfingjans. „Það verður nóg af partíum í sumar,“ segir hún kímin að lokum. - afb Boðið í afmælisveislur Parísar Hilton HELDUR UPP Á AFMÆLIÐ SITT Lilju Ingibjargar var boðið í afmælis- veislur hótelerfingjans Parísar Hilton í New York og Los Ang- eles. Hún tók námið fram yfir veislurnar. Hljómsveitin Dikta lenti í skondnu atviki á tónlistarhátíðinni Euro- sonic í Hollandi á dögunum. Þá var hún kynnt upp á svið sem hljóm- sveitin Dikita frá Írlandi. „Við hlógum mikið að þessu,“ segir trommuleikarinn Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði. Sérstaklega þótti þeim fyndið að stúlkan sem kynnti þá hafði skömmu áður komið til þeirra og spurt hvernig hún ætti að kynna þá. Þeir sögðust einfaldlega heita Dikta og kæmu frá Íslandi og brást hún þá við með því að segja: „Segið mér eitthvað sem ég veit ekki“. „Svo klúðraði hún þessu gjör- samlega, greyið stelpan,“ segir Nonni og hlær. „Hún var reyndar mjög sorrí yfir þessu eftir á. Við gerðum mikið grín að þessu þegar við vorum að spila og sögðumst vera Dikita frá Írlandi.“ Nafnið Dikta hefur vafist fyrir fleiri útlendingum og sumir rugl- ast á hljómsveitinni og banda- rískum ruðningsþjálfara sem heitir Mike Ditka. „Menn hafa stundum ruglað þessu saman en við höfum bara húmor fyrir því,“ segir Nonni. Fram undan hjá Diktu er spila- mennska á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas í mars. Skömmu áður spilar sveitin í Los Angeles á nokkrum tónleikum. Í maí fer Dikta síðan á tónleika- ferð um Þýskaland, Austurríki, Sviss og Danmörku. Þar verð- ur platan Get it Together kynnt, sem kemur út á vegum fyrirtækj- anna Smarten-Up og Rough Trade í Evrópu 11. mars. - fb Kynntir sem Dikita frá Írlandi Á FERÐALAGI Hljómsveitin Dikta var kölluð Dikita og sögð vera frá Írlandi á tónlistarhátíðinni Eurosonic. Söngkonan Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir og kærastinn hennar, gítar- leikarinn Davíð Sigurgeirsson, hafa sett stefnuna á að flytja til Svíþjóðar í sumar. „Ég held að það sé ekki svo vit- laust, bara vinnunnar vegna. Það er svo margt sem er í boði þar,“ segir Jóhanna Guðrún, sem hefur notið mikilla vinsælda í Svíþjóð að undanförnu. Hún segir það einnig vel koma til greina að hún skrái sig í tónlistarskóla þar í landi enda er gott úrval af þeim í Svíþjóð. „Þetta yrði bara fjör. Við erum enn þá ung og höfum tæki- færi til að gera þetta núna,“ segir hún. Lagið hennar Nótt, sem tók þátt í úrslitum Eurovision síðasta laugardag, kemur í næstu viku út í enskri útgáfu í Svíþjóð undir nafninu Slow Down. Jóhanna tók það upp á milli jóla og nýárs, á sama tíma og íslenska útgáfan var hljóðrituð. „Það var alltaf mein- ingin að þetta ætti að koma út á ensku, sama hvernig færi í keppn- inni. Enska útgáfan er aðalútgáfan ef svo má segja.“ Jóhanna hefur eignast stór- an aðdáendahóp í Svíþjóð eftir vinsældir Is it True? þar í landi. Lagið sat til að mynda í 26 vikur samfleytt á lista yfir vinsæl- ustu lögin og er enn mikið spil- að í útvarpinu. Til að fylgja eftir nýja laginu, Slow Down, verður Jóhanna mikið í Svíþjóð í næsta mánuði og hefur þegar bókað sig á nokkra tónleika. Slow Down er nýkomið út á iTunes í Evrópu og sat í gær í 36. sæti á sænska iTunes-listanum. Spurð út í vinsældir sínar í Sví- þjóð segir Jóhanna: „Menningin þar er rosalega poppuð og svona lög passa vel inn þar,“ segir hún. „Það er bara yndislegt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Söngkonan var gagnrýnd fyrir að hafa tekið því illa að vinna ekki Eurovision-keppnina um síðustu helgi. Hún segir svo alls ekki vera. „Mér finnst mjög leiðin- legt ef fólk misskildi tveggja sek- úndna viðbrögð hjá mér. Þetta er bara þegar heilinn er að meðtaka upplýsingarnar sem maður er að fá. Þetta tengist því ekkert að ég hafi verið óánægð með úrslitin eða neitt svoleiðis. Að sjálfsögðu er ég bara mjög sátt með þau enda eru þessir menn allir vinir mínir. Ég samgleðst þeim innilega og veit að þeir eiga eftir að gera mjög flotta hluti úti. Það er mjög leiðinlegt ef fólk leggur manni svona orð í munn,“ segir hún. Aðdáendur Jóhönnu geta fylgst betur með henni á nýrri heima- síðu, Yohannamusic.com, sem var nýlega sett í loftið. freyr@frettabladid.is JÓHANNA GUÐRÚN: NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT Svíþjóð kallar á Jóhönnu HORFA TIL SVÍÞJÓÐAR Jóhanna Guðrún og kærastinn hennar, Davíð Sigurgeirsson, hafa sett stefnuna á að flytja til Svíþjóðar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tæpar tvær vikur eru nú í að Mottumars 2011 hefjist. Fjölmargir karlmenn skörtuðu yfirvaraskeggi í marsmánuði í fyrra af þessu tilefni og þó nokkur stemning virðist einnig nú. Þannig heyrist af þjóðþekkt- um mönnum sem þegar eru farnir að safna mottu. Þar má nefna tónlistarmenn- ina Krumma í Mínus og Sigurð Guð- mundsson auk Ómars Ragnars- sonar. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Erum með öll flottustu merkin í sport- og tískufatnaði á einum stað. Kíktu við í Gallerí Ozone, Akranesi og Selfossi og gerðu dúndurkaup á allra síðustu dögum útsölunnar 50-80% afsláttur opið laugardag og sunnnudag. Hefur þú komið á alvöru útsölu? Aðeins þessa helgi 20% afsláttur af nýjum vörum frá Fös 18.2. Kl. 19:00 Lau 19.2. Kl. 19:00 Lau 26.2. Kl. 19:00 Aukas. Mið 2.3. Kl. 19:00 Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Mið 16.3. Kl. 19:00 Aukas. Fim 17.3. Kl. 19:00 Lau 26.3. Kl. 19:00 Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Ö Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Fös 4.3. Kl. 20:00 Frums. Lau 5.3. Kl. 20:00 2. sýn Fös 11.3. Kl. 20:00 3. sýn Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Sun 20.2. Kl. 20:00 Fös 25.2. Kl. 20:00 Aukas. Sun 27.2. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Fös 25.2. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 10.3. Kl. 20:00 Frums. Fös 11.3. Kl. 20:00 Sun 13.3. Kl. 20:00 Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.