Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 2011 3 „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjór- um árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blund- að í mér,“ segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greini- lega búin að mastera söngtækni kántrísöngvar- ans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Part- on í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamað- ur og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu for- vöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn,“ segir Selma. Hljómsveit Selmu, Mið- næturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefáns- syni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjón- varpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tón- leikum einu sinni til þessa. Nú um helgina, á laugardagskvöld troða þeir upp í annað sinn með kántrí- veislu á Græna hattinum á Akur- eyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlust- aði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til stað- ar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þet ta ek k i „kú l“ leng- ur þannig að maður lagði kán- tríáhugann á hill- una í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syng- ur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling,“ segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. - jma Fer að sjá Dolly Parton í haust Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Auk þess að stofna heila kántríhljómsveit keypti hún sér miða á Dolly Parton tónleika sem fara fram í haust. Selma Björnsdóttir söngkona hefur lagt stund á kántrísönglistina undanfarið en fyrir nokkrum árum var henni sagt að hún væri með kántrírödd. MYND/ÚR EINKASAFNI ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Dolly Parton er nýbúin að eiga stórafmæli, en hún varð 65 ára 19. janúar síðastliðinn. Árleg Risajeppasýning Toyota verður haldin á morgun frá klukkan 12 til 16 í húsnæði Toyota að Nýbýlavegi í Kópavogi. Á sýningunni verða nýir Land Cruis- er- og Hilux-jeppar en einnig verða breyttir jeppar til sýnis, bæði nýir og eldri bílar. Sumir breyttu bílanna eru í eigu einstaklinga en einnig verða sýndir bílar frá hjálparsveitum og fyrirtækjum. Arctic Trucks kynnir jeppabreytingar og sýnir bíla sem fyrirtækið hefur breytt. Auk þess verða sýndar myndir frá ferð á Suðurskautið á Hilux-jepp- um sem fyrirtækið hafði breytt. Garmin verður með kynningu á leiðsögubúnaði, AMG Aukaraf kynnir bílavörur og Jeppaklúbbur Útivistar kynnir starfsemi sína. Risa jeppasýning hjá Toyota NÝIR LAND CRUISER- OG HILUX-JEPPAR AUK BREYTTRA JEPPA VERÐA TIL SÝNIS. Jeppar í ýmsum stærðarflokkum verða til sýnis hjá Toyota á morgun. Arctic Trucks sýna myndir frá ferðalagi til Suðurskautslandsins. Síðasta sýningarhelgi á verkum barna úr Myndlista- skólanum í Reykjavík í Listasafni Íslands. Í vetur gerðu nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík sér ferð á Lista- safn Íslands og skoðuðu sérstaklega ólíkar birtingar- myndir landslags í verkunum á sýningunni. Í framhald- inu unnu þeir verk þar sem þeir tókust sjálfir á við landslagið. Opnuð var sýning hinn 5. febrúar þar sem gefur að líta afraksturinn. listasafn.is E n g i f e r e h f – D i g r a n e s v e g i 1 0 K ó p a v o g i – S í m i 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s – i n f o @ m y s e c r e t . i s Nú færð þú hinn frábæra hreinsunardrykk „Beat the body with goji” á 2 fyrir 1 Frábærar reynslusögur viðskiptavina okkar hafa nú þegar sannað góð áhrif drykkjarins. Innihaldsefni: engifer, gojiber, rauðrófur, cayenne pipar og bláber hafa mjög góð áhrif á hreinsun líkamanns. Verð 1990,- 2x2lítar! Fæst einungis Á Digranesvegi 10 – á meðan birgðir endast. Sendum á landsbyggðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.