Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 48
28 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR Bíó ★★★★★ 127 Hours Leikstjóri: Danny Boyle Aðalhlutverk: James Franco Árið 2003 lenti Bandaríkjamaður- inn Aron Ralston í því að festa hönd sína milli grjóthnullungs og kletta- veggs þegar hann var að klifra í klettasprungu í Utah. Eftir fimm daga dvöl í sjálfheldunni þurfti Ralston að taka erfiðustu ákvörð- un lífs síns. Ætlaði hann að lifa eða deyja? 127 Hours segir sögu Ralstons þessa fimm átakanlegu daga og það er leikstjórinn Danny Boyle sem situr við stjórnvölinn. Boyle er mik- ill stílisti og tekst að halda áhorf- andanum við efnið þó að Franco sé einn í sprungunni meirihluta mynd- arinnar. Stíllinn endurspeglar per- sónuleika Ralstons, sem er litríkur og ævintýragjarn maður í óvenju- legum aðstæðum. Það er leikarinn James Franco sem fer með aðal- hlutverkið og frammistaða hans er hreint með ólíkindum. Boyle heldur áhorfandanum ekki í klettasprungunni allan tím- ann heldur leyfir honum að slást í ævintýraför með hugsunum Ral- stons. Þó að hann þurfi að dúsa í grárri gjótunni ferðast hann um víðan völl. Við sjáum svipmynd- ir úr fortíðinni, drauma hans um framtíðina, og meira að segja Gatorade-flöskuna sem hann skildi eftir í bílnum. Þetta mikla hugarflug matreiðir leikstjórinn að hætti meistarakokka, sem og myndina alla. Það er auðvelt að vorkenna Ral- ston því aðstæður hans eru ömur- legar. Um leið er hægt að heimfæra mannraunirnar á allt það sem þjak- ar okkur. Stór hluti mannkyns telur sig lifa sem frjálsar manneskjur, en er í raun jafn pikkfast og Ral- ston í sprungunni. Sumir eru fastir í ofbeldisfullum ástarsamböndum, aðrir eru þrælar áfengis eða ann- arra vímugjafa. Enn aðrir eru bara latir og koma engu í verk. Að slíta okkur laus frá hlutum sem valda okkur þjáningum getur verið það erfiðasta og sársaukafyllsta sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni. En verðlaunin eru alltaf þess virði og þeir sem hafa þor og þrótt til að mæta sársaukanum eru þeir sem verða raunverulega frjálsir. Þrátt fyrir dramatíska sögu er 127 Hours langt frá því að vera sorgleg eða niðurdrepandi. Hún talar beint til áhorfandans og fyllir hann eldmóði og æðruleysi. Fyrir mörgum árum gerði Danny Boyle kvikmyndina Trainspott- ing. Einkennisorð hennar voru „Choose life” (Veldu lífið). Í þetta sinn er enginn eiginlegur boðskap- ur. Boyle fellur ekki í þá gryfju að tala niður til áhorfandans. Honum er frjálst að túlka verkið á hvaða máta sem hann kærir sig um, en Ralston þarf að velja milli lífs og dauða og val hans hefur veitt mörgum innblástur. Kannski mun 127 Hours ekki tala til þín. Ef líf þitt er fullkomið eru nær engar líkur á því. Þá óska ég þér bara innilega til hamingju með það. En alla þá sem burðast með níðþunga ferðatösku af gömlu drasli í hjartanu vil ég hvetja til að sjá þessa mögnuðu mynd. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Þú munt hlæja, þú munt gráta, og á köflum muntu kúgast. 127 Hours er allra besta mynd síðasta árs. Listaverk með lækningarmátt Rokksveitin Deep Jimi and the Zep Creams varð þess heiðurs aðnjótandi að eiga sextíu þúsundasta lagið sem var skráð hjá STEFi, Sambandi tónskálda og textahöfunda, en það er lagið Nothing Can Go Wrong. Af því tilefni var rokkurunum boðið í heimsókn í húsakynni STEFs í gær þar sem móttökuathöfn var haldin. „Hérna eru sextíu þúsund verk á skrá og yfir sex þúsund höfundar, sem þýðir að hver höfundur semur að meðaltali tíu lög,“ segir Jenný Davíðsdóttir, skrif- stofustjóri STEFs. Sambandið sér um að skrá hjá sér ný lög tónlistarmanna og sér í framhaldinu til þess að þeir fái borgað fyrir opinberan flutning þeirra. Jenný segir það eiga mjög vel við hjá STEFi að Nothing Can Go Wrong hafi orðið númer sextíu þús- und í röðinni, enda leggur sambandið áherslu á að ekkert fari úrskeiðis í starfsemi sinni. Fyrsta lagið sem var skráð hjá sambandinu var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns árið 1948. Síðan þá hafa lögin hrúgast inn og árið 2006 datt fimmtíu þúsundasta lagið í hús. Frá því í september 2001 hafa þrjátíu þúsund lög verið skráð hjá STEFi, sem er jafn- mikið og var skráð hjá sambandinu fyrstu fimmtíu árin. - fb Deep Jimi númer 60 þúsund EIGA LAG NÚMER 60 ÞÚSUND Strákarnir í Deep Jimi and the Zep Creams taka á móti viðurkenningu fyrir að eiga sextíu þúsundasta lagið hjá STEFi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BIG MOMMAS 3 3.40, 5.50, 8 og 10.15 JUST GO WITH IT 8 og 10.25 TRUE GRIT 5.50, 8 og 10.25 MÚMÍNÁLFARNIR 3D - ISL TAL 4 ALFA OG ÓMEGA 2D - ISL TAL 4 og 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS “IRRESISTIBLY ENTERTAINING. WITTY AND HEARTBREAKING” BLOOMBERG NEWS, RICK WARNER “THE KING’S SPEECH SHOULD ON STAGE ON OSCAR NIGH THE WALL STREET JOURNAL, JOE MORGENSTERN NY POST, LOU LUMENICK NY OBSERVER, REX REED NY DAILY NEWS, JOE NEUMAIER NY OBSERVER, REX REED V I P 10 10 10 14 14 14 14 16 16 16 L L L L L L L L L L L 12 12 12 12 12 12 I AM NUMBER FOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 I AM NUMBER FOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 TRUE GRIT kl. 8 - 10:30 FROM PRADA TO NADA kl. 3:40 - 8 - 10:20 THE KING´S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 YOGI BEAR-3D M/ ísl. Tali kl. 3:50 - 6 KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D M/ ísl. Tali kl. 3:50 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 ROKLAND kl. 5:50 I AM NUMBER FOUR kl. 6 - 8:20 - 10:40 FROM PRADA TO NADA kl. 3:40 THE KING´S SPEECH Númeruð sæti kl. 8 YOGI BEAR-3D M/ ísl. Tali kl. 4 - 6 SANCTUM-3D kl. 10:30 HEREAFTER kl. 8 YOU AGAIN kl. 5:50 KLOVN - THE MOVIE Númeruð sæti kl. 10:30 MEGAMIND M/ ísl. Tali kl. 3:40 JÓGI BJÖRN kl. 6 I AM NUMBER FOUR kl. 8 - 10 FROM PRADA TO NADA kl. 6 TRUE GRIT kl. 8 - 10 I AM NUMBER 4 kl. 5.30 - 8 - 10.30 TRUE GRIT kl. 5.30 - 8 og 10.30 JÓGI BJÖRN-3D M/ ísl. Tali kl. 5.30 SANCTUM-3D kl. 8 og 10.30 KING’S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10.30 Nýjasta hasarmynd leikstjóra DISTURBIA og framleiðandans MICHEAL BAY. - R.C. WWW.SAMBIO.IS BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.20 L BIG MOMMA´S HOUSE LÚXUS KL. 8 - 10.20 L THE EAGLE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN KL. 8 16 BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.30 16 GREEN HORNET 3D KL. 5.25 12 DILEMMA KL. 10.30 L GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L 127 HOURS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S.,MBL BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.50 - 8 - 10.10 L JUST GO WITH IT KL. 8 - 10.10 L THE FIGHTER KL. 5.50 14 -H.S.S., MBL T.V. - KVIKMYNDIR.IS ÁTAKANLEG SAGA SEM SKILUR ENGAN EFTIR ÓSNORTINN. .. FRANCO ER ÓAÐFINNANLEGUR. -H.H., MBL MISSIÐ EKKI AF EPÍSKRI STÓRMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST KING OF SCOTLAND HEIMSFRUMSÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.