Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 28
8 föstudagur 18. febrúar Helga Margrét Reykdal segist upp- alin á fjölmiðlum og hóf sjálf störf innan þess geira aðeins fimmtán ára gömul. Hún er nú framkvæmdastjóri kvikmynda- og viðburða- fyrirtækisins Truenorth. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Arnþór Birkisson F aðir Helgu Margrétar Reykdal starfaði lengi h j á h i nu m ý m s u prentmiðlum og segist Helga því hafa kynnst heimi fjölmiðlanna ung að árum. „Pabbi hefur starfað hjá hinum ýmsu fjölmiðlum alveg frá því að ég fæddist og ég hef því alltaf verið mikið í kringum fjölmiðla,“ útskýrir Helga Margrét. Í stóra verkfallinu sem átti sér stað árið 1984, þegar allir meðlimir stéttarfélagsins BRSB lögðu niður störf, var faðir Helgu Margrétar í hópi manna sem ráku ólöglega útvarpsstöð og var Helga Margrét meðal annars fengin til að setja saman popplög þegar prófa átti útvarpssendinn í fyrsta sinn og þannig hófst ferill hennar innan fjölmiðla. „Starfsfólk á ritstjórn DV rak á þessum tíma ólöglega útvarpsstöð, Fréttaútvarpið, og var pabbi þar á meðal. Í upphafi var sendirinn í gömlum Land Rover sem ekið var um bæinn svo ekki væri hægt að rekja sendinguna, en síðar var sent frá ritstjórn DV. Ég var auðvitað ekki í skóla á þessum tíma, þar sem það var verkfall, og gat því tekið þátt í þessu ævintýri með pabba,“ segir Helga Margrét og bætir við: „Ég leiðist því tiltölu- lega snemma inn á þessa braut.“ TÓK SKÓLA MEÐ VINNU Hún hélt áfram að vera viðloð- andi fjölmiðla eftir Fréttaútvarps- ævintýrið og vann til dæmis sem blaðamaður hjá DV með skóla þar sem hún fjallaði helst um lífið og tilveruna. Hún gerðist síðar aðstoðarmanneskja Ingólfs Margeirssonar og Völu Matt sem voru þá umsjónarmenn viðtals- þáttarins Í sannleika sagt. Þátt- urinn var framleiddur af Saga Film og segist Helga Margrét hafa ílengst hjá því fyrirtæki þegar framleiðslu þáttanna lauk. „Fyrst vann ég í fjölmiðlum með skóla en undir lokin var ég farin að taka skólann með vinnu,“ segir hún létt í bragði. Helga Margrét stundaði nám í stjórnmála- og fjölmiðla- fræði við Háskóla Íslands en vann meðfram náminu hjá Saga Film allt þar til hún stofnaði, ásamt Leifi B. Dagfinnssyni og Árna Páli Hanssyni, sumarið 2003 fyrirtæk- ið Truenorth, sem sérhæfði sig í að þjónusta erlenda aðila sem hingað koma til að kvikmynda. „Okkur fannst þetta rétta skref- ið til að taka á þessum tíma. Við höfum alltaf haft mjög litla yfir- byggingu í kringum okkur, það eru fáir fastráðnir en þess í stað stækkum við og minnkum eins og harmóníka eftir því sem þarf. Árið 2005 hófum við að sinna við- burðum og á þessu ári komu til liðs við okkur tveir íslenskir aug- lýsingaleikstjórar, þeir Samúel og Gunnar Páll, og ætlum við að fara að sinna þeim markaði líka. Við tökum þetta sem sagt í litlum en ákveðnum skrefum.“ ENGIN FEIMNI Helga Margrét segir helsta galla starfsins vera þann að lítið sé hægt að skipuleggja fram í tím- ann en segir að upp á móti vegi að hún hafi kynnst mörgu áhuga- verðu fólki í gegnum vinnu sína. True north hefur unnið að ýmsum stórum verkefnum um árin og má þar helst nefna stórmyndirnar Flags Of Our Fathers og Stardust. Innt eftir því hvort hún verði aldrei feimin þegar hún hittir stórstjörn- ur í fyrsta sinn svarar Helga Mar- grét því neitandi. „Það er mesta furða hvað maður verður lítið FIMMTÁN ÁRA Í FJÖLMIÐLA Helga Margrét Reykdal Hefur verið viðloðandi fjölmiðla allt frá því að hún var fimmtán ára. „Það er mesta furða hvað maður verður lítið feiminn.“ hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.