Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 40
timamot@frettabladid.is Þrjú hundruð ár eru liðin frá fæðingu Skúla Magnússon- ar landfógeta. Af því tilefni heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni Skúlaþing í Þjóðarbók- hlöðunni á morgun. Ragnhildur Bragadóttir sagnfræðing- ur er formaður félagsins og hefur kynnt sér persónu Skúla sem hún segir óviðjafnanlega. „Skúli er eitt sérkennilegasta og stórbrotnasta mikil- menni sögu okkar. Hann var afburðagreindur, vel lesinn og lærður, en framkvæmdamaður meiri, áræðinn, fram- farasinnaður um viðreisn landsins, hafði brennandi áhuga á kjörum alþýðu og haldinn óbilandi viljafestu,“ segir Ragn- hildur sem bendir á að Skúli hafi ásamt öðrum kjörkuðum mönnum átt þátt í að viðhalda lífskjarki og framfarahug í landsmönnum á mesta eymdartímabili sögunnar. Skúli var sonur prestshjóna, fæddist að Garði í Keldu- hverfi 12. desember 1711. „Hann var ódælt barn, mikill fyrir sér og erfiður í umgengni,“ segir Ragnhildur en sem unglingur var hann búðarsveinn á Húsavík. Þar komst hann fyrst í kynni við verslunarháttu einokunarkaupmanna. Hann fór síðan til náms í Kaupmannahöfn. „Skúli varð frægur að því á sinni sýslumannstíð að vera ekkjum hjálpsamur og munaðarleysingjum. Hann var rögg- samt yfirvald, ekki strangur í dómum, og aðstoðaði jafnvel sakamenn að strjúka ef honum fannst þeir mannvænleg- ir,“ segir Ragnhildur en bætir við að ónytjungum hafi hann verið ómildur. „Skúli lagði hornstein að menningarlegri og atvinnulegri framsókn þessarar þjóðar og stjórnarfarslegu fullveldi, þótt vissulega hafi aðrir komið þar að líka,“ fullyrðir Ragnhild- ur. Hann hafi átt í látlausum málarekstri og lagði til að ein- okunarverslun Dana yrði afnumin. „Hann var kaupmönnum mikill skelfir og flaugst jafnvel á við þá. Til dæmis hafði hann forgöngu um að brjóta upp búðir og dreifa úr þeim matvælum þegar þjóðin svalt sáru hungri.“ Skúli taldi að smátt og smátt mætti koma versluninni í íslenskar hendur. Verslunarfrelsi varð þó ekki að raunveru- leika fyrr en 1854, en þá var það Jón Sigurðsson sem hafði unnið fylgi nokkurra frjálslyndra danskra áhrifamanna til að koma verslunarmálum í viðunandi horf. „Jón hefði senni- lega ekki náð þessu marki, án undangengis brauðryðjenda- starfs Skúla,“ telur Ragnhildur. Skúli dvaldi lengi í Kaupmannahöfn til að vasast í ýmsum baráttumálum og komst aldrei fjárhagslega á kjöl eftir það. Einnig voru margir sem unnu gegn honum hér á landi. Skúli lét af starfi landfógeta 1793 og andaðist 9. nóvember 1794 gjörsnauður maður eftir 40 ára landfógetaþjónustu. Hann var jarðsettur í Viðey og fer lítið fyrir steini hans. Skúlaþing hefst í fyrirlestarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu á morgun klukkan 13 og lýkur klukkan 16.30. Flutt verða fimm fræðandi erindi um Skúla. Útdrættir úr erindum verða síðar aðgengilegir á fraedi.is/18.oldin/. solveig@frettabladid.is SKÚLI FÓGETI: MINNST Á SKÚLAÞINGI Var mikilmenni SKÚLAÞING Ragnhildur Bragadóttir, formaður Félags um átjándu aldar fræði, hefur kynnt sér persónu Skúla fógeta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður Valdís Rögnvaldsdóttir Álftahólum 4, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans, miðviku daginn 9. febrúar sl., verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, föstudaginn 18. febrúar kl. 15. Helga Ámundadóttir Ari Ólafsson Brynjar Ágústsson Steinunn Inga Óttarsdóttir Heiðar Ingi Ágústsson Signe Viðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Viggó Tryggvason lögfræðingur, lést á Skjóli þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur G. Thoroddsen Tryggvi Viggósson Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir Guðmundur Viggósson Líney Þórðardóttir Regína Viggósdóttir Gunndóra Viggósdóttir Ásgeir Arnoldsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Jóhann Guðjónsson varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og aðstoðað okkur á þessum erfiðu tímum. Gugga (Guðbjörg Ragnarsdóttir) Holli (Holgeir Jónsson) Ragnar Jóhann Holgeirsson Berglind Anna Holgeirsdóttir og Jenný Klara Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Ingibjörg „Ía“ Jóhannsdóttir lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 18. febrúar kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líknardeild Landspítalans. Þórir Gunnarsson Soffía Bjarnadóttir Gunnar Egill Þórisson Bríet Þorsteinsdóttir Soffía Rut Þórisdóttir Þorsteinn Már Þorsteinsson Þórir Ingi Þorsteinsson og Elma Lind Egilsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Marsveinsdóttir lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Sólveig Magnúsdóttir Erling Sigurðsson Birna Lúðvíksdóttir Marsveinn Lúðvíksson Erna Lúðvíksdóttir Einar Jónsson Erla Lúðvíksdóttir Kristján Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingi Hjörleifsson Austurgötu 23, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13. Hjörleifur Ingason Þorbjörg Sóley Ingadóttir Nikulás Úlfar Másson Guðný Lára Ingadóttir Haukur Holm barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Sigurbjörn Þorgrímsson (Bjössi Biogen) raftónlistarmaður, lést mánudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Þorgrímur Baldursson Jenný Sigurbjörnsdóttir Atli Már Þorgrímsson Kristín Björk Einarsdóttir Hekla Atladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Ágúst Flygenring verkfræðingur, Reykjavíkurvegi 39 (Tungu), Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét D. Bjarnadóttir Birna G. Flygenring Albert Baldursson Garðar Flygenring Erna Flygenring Pétur Þór Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, Klöru Þorleifsdóttur Teigaseli 9, Reykjavík. Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir Andrés Þorleifsson Hjalti Þorleifsson. Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Þórðar Friðjónssonar fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir Sigríður Þórðardóttir Sævar Birgisson Steinunn Kristín Þórðardóttir Antonios Koumouridis Friðjón Þórðarson Hrefna L. Heimisdóttir Haraldur I. Þórðarson Ragnhildur Þ. Ágústsdóttir Óliver Dagur Thorlacius Auður Ólöf Þórðardóttir Barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.