Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 12
12 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR F erill Ólafs Sigurðssonar á fjölmiðlum hófst á Vísi árið 1963 og var hann þar í tvö ár, en sneri aftur í fjölmiðla- bransann árið 1974 þegar hann byrjaði á Útvarpinu. Þar var Ólafur fram til ársins 1980 þegar hann fór yfir á fréttastofu Sjónvarps, þar sem hann starfaði í aldarfjórðung allt til 2006 þegar hann lét af störfum Tæknibylting fjölmiðlabransans Á löngum ferli á fjölmiðlum upplifð- ir þú mikla þróun. Hvað finnst þér standa helst upp úr að því leyti? Frá því að ég hætti störfum hafa orðið meiri breytingar á fréttum og fréttaöflun heldur en fjörutíu árin þar á undan. Til dæmis var inter- netið ekki komið í almenna notk- un fyrr en um 1995 og menn voru ekki orðnir sérstaklega handgengn- ir því fyrr en um og eftir aldamót. Það flýtti ótrúlega fyrir manni í vinnu. Önnur stóra breytingin var far- síminn sem gjörbreytti öllum vinnubrögðum. Til dæmis gátu menn sem ekki vildu láta ná í sig ekki sagst hafa hringt, en ekki hitt á okkur. Fréttavinna varð fljótlegri og auðveldari. En eftir að ég hætti störfum varð bylting. Þá komu stórbrotn- ar nýjungar til sögunnar, sem hafa ekki aðeins breytt miðlun manna á meðal, heldur þjóðfélaginu öllu. Facebook kom til sögunnar fyrir sex árum. Youtube ári seinna. Twitter er fjögurra ára gamalt fyr- irbæri og meira að segja Google er innan við tíu ára í almennri notk- un. Þessir miðlar og aðrir slík- ir hafa gjörbreitt öllu upplýsinga- flæði í heiminum. Þeir keppa við hefðbundna fjölmiðla um tíma ein- staklinga og hafa líka mikil áhrif á hvernig blaðamenn afla frétta. Meira en helmingur Íslendinga notar Fjesbók að staðaldri og þeir lesa ekki blöð eða horfa á sjónvarp á meðan. Það er erfitt að skilja að Fjesbókin var ekki til fyrir sex árum. Það þýðir til dæmis lítið fyrir mig og konuna mína að segja börnunum okkar þremur, sem búa erlendis, einhverjar fréttir frá Íslandi, ekki einu sinni fjölskyldu- fréttir, því að þau eru löngu búin að frétta þær á félagslegum miðlum. Nú hefur miðlun frétta líka breyst töluvert. Hvernig skynjarðu þær breytingar? Notkun á hinum hefðbundnu fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi og blöðum hefur minnkað á vestur- löndum og þess gætir líka í þriðja heiminum. Menn segja gjarnan að fólk fái fréttir á netinu, en ég tel að það séu aðrar fréttir en hefð- bundnir miðlar flytja. Það hefur gengið mjög erfiðlega að fá fólk til að borga fyrir fréttir á netinu, en það gæti kannski verið vonarneisti í Kindle lestrartölvunni. Þeir sem hafa reynt það, segja að hún henti mjög vel til að lesa blöð, ekki síður en bækur. Það kostar sáralítið að kaupa blöð á þann hátt og ég vona að það komi til með að bjarga blöð- unum að einhverju leyti. Ef blöð- in losna við að prenta þessi ósköp og bera allan þennan pappír í hús, spara þau óhemju fjármuni. Það kostar dagblöðin mikið fé að afla frétta og það gæti leyst þeirra vanda ef þau þyrftu ekki að fram- leiða allt þetta prentefni. Leyndarhyggjan verður að víkja Síðustu misseri hefur Wikileaks og þess háttar starfsemi vakið mikla athygli. Telur þú að það muni breyta fjölmiðlaumhverfinu? Við vorum ánægð með að fá að sjá lánabók Kaupþings á sínum tíma. Okkur fannst kitlandi að frétta hvað diplomatar voru að segja um menn í fjarlægum löndum og hvaða augum erlendir stjórnmálamenn líta hver annan. Við horfðum spennt á mynd- ir af hörmungum stríðs og bíðum eftir uppljóstrunum sem Wikileaks hefur lofað um leyniskjöl stórra banka. En við skulum gera okkur grein fyrir að þetta er rétt að byrja. Blöð eins og Guardian, New York Times og margir aðrir, eins og til dæmis blaðamannaskólar, hafa nú opnað síður, þar sem fólk getur sent inn leynilegt efni. Ef leyniskjöl fara að flæða til þeirra veit enginn hvar það endar. Það skapar erfiðleika að efni sem dreift er af Wikileaks og öðrum slíkum, er yfirleitt aflað þannig, að álitamál er hvort það sé löglegt. Stjórnvöld, fjölmiðlar og ekki síður almenningur verða að gera það upp við sig hvort upplýsa megi öll leyndarmál. Sumir ganga svo langt að segja að engin leyndarmál eigi að vera til. Engin þörf sé á launung nema menn hafi illt í huga. Ýmsir líkja birtingum Wiki- leaks við Pentagon Papers, um stríðsreksturinn í Vietnam. Það voru leyniskjöl um stríð, sem enn stóð yfir 1971. New York Times og Washington Post voru kærð af rík- inu fyrir að birta þau en sýknuð í hæstarétti. Daniel Ellsberg fékk hinsvegar dóm fyrir að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi. Þannig stöndum við frammi fyrir þeirri mótsögn að það geti verið ólög- legt að afla upplýsinga, en löglegt að birta þær. Einhverja niðurstöðu þarf að fá í því máli. En getum við sætt okkur við það að bókstaflega allt verði opið? Ég hallast að því að hér á Íslandi eigi allt að vera opið. Við komumst aldrei út úr þessari kreppu á meðan að leyndarhyggjan er eins og hún er. Kannski ættum við að fá menn frá Wikileaks hingað til Íslands til að ljóstra upp um hvað er í gangi. Mér finnst að almenningur ætti að fá að sitja ríkisstjórnarfundi, banka- stjórnarfundi og fá aðgang að því sem embættismenn og viðskipta- menn eru að gera. Það er engin önnur leið fyrir okkur. Að mínu mati verður leyndar- hyggjan að víkja. Ég sé ekki að heimurinn yrði verri ef allir mættu fylgjast með öllu. Trúlega mætti þannig koma í veg fyrir ýmis myrkraverk. Samkeppnin frískandi Hvernig breyttist ljósvakamark- aðurinn hér á landi eftir að fleiri miðlar bættust við á árunum eftir 1986? Að sjálfsögðu var okkur órótt þegar Stöð 2 byrjaði og sjálfsagt höfum verið betur á verðbergi en áður. Þetta var ekki sérlega dram- atískur atburður en hefur trúlega hresst okkur við. Ein breytingin fyrir okkur á Sjónvarpinu var sú að það var ekki lengur hægt að fresta því að senda út frétt, ef erfitt var að ljúka vinnslu hennar. Allar fréttir urðu fara í loftið samdægurs. Ég hef heyrt þá kenningu að áður höfum við getað ákveðið hvað yrði í frétt- um, en við vorum ekki ein í heim- inum. Aðrir fjölmiðlar veitu okkur aðhald. Við vissum að samkeppn- in myndi koma og það var aldrei nein óvild í gangi. Meirihlutinn af starfsfólkinu hjá samkeppnisaðil- unum kom frá okkur á RÚV, enda var þar eini staðurinn til að finna fólk með reynslu. Ég kom til dæmis einu sinni upp á kaffistofuna á Stöð 2, um einu ári eftir að þeir byrjuðu, og þá þekkti ég fleiri þar en á kaffi- stofunni hjá okkur. Hvernig sérðu fyrir þér framtíð blaða- og fréttamennsku? Það er eitt sem verður sífellt ljós- ara og það er að í framtíðinni verða fjölmiðlastörf láglaunastörf. Og því fylgir mikil hreyfing á vinnu- afli. Ég hefði til dæmis ekki getað séð fyrir mér og mínum eingöngu á þeim launum sem voru í boði þá og það mun örugglega ekki breytast. Það er slæmt því að launin draga úr áhuga fólks á að sækja í þessi störf. Erlendis er það algengt að byrjend- ur í fréttum vinni ókeypis í eitt eða tvö ár og kallast internship eða starfsþjálfun. Allt eins mætti kalla það þrælahald. Eitt er þó víst að ein- ungis fæst fólk á þeim kjörum, sem á foreldra sem halda því uppi. Blaðamennska komst í tísku eftir að þeir Woodward og Bern- stein urðu að stjörnum á Waterga- temálinu 1971 og alltaf er til fólk, sem langar til að láta sjá sig í sjón- varpi. Þó að margir trúi því enn, er blaðamennska eða fréttamennska ekki lengur heppilegur stökkpallur til æðri tilverustiga í stjórnmálum eða viðskiptalífi. Hvernig kom til að þú fórst út í fjölmiðlabransann?. Eins og flest allt í mínu lífi var það giftursamleg tilviljun. Ég er heppinn maður og hef lifað skemmtilegu lífi og vinna í fjöl- miðlum er mjög skemmtilegt starf. Það væri líka eflaust enn skemmti- legri vinna ef fjölmiðlar hér á landi væru betur reknir en þeir eru. Það hefur yfirleitt verið óstand á því og það hefur ekkert batnað á síðustu árum. Hefur þú ennþá jafn mikinn áhuga á fjölmiðlum? Já, að sjálfsögðu. Ég hef mikinn áhuga á mínu þjóðfélagi og sam- tíð, en ég er að reyna að venja mig af því að byrja að hlusta á fréttir á mrgnanna og lesa blöðin, hlusta á eftirmiðdagsþætti, fréttir klukk- an sex og aftur klukkan hálfsjö, svo klukkan sjö og loks Kastjós á eftir og vera ekki búinn að þessu fyrr en um áttaleytið. Það er fullt dagsverk og ég vil eyða tíma í fleira. FÖSTUDAGSVIÐTALIÐföstudagu r Ólafur Sigurðsson fréttamaður um fjölmiðlun í fortíð og framtíð Eftir að ég hætti störfum varð bylting. Þá komu stórbrotnar nýjungar til sögunnar, sem hafa ekki aðeins breytt miðlun manna á meðal, heldur þjóðfélaginu öllu.“ FRAMFARIR Í FJÖLMIÐLUM Ólafur upplifði miklar breytingar á árum sínum í fjölmiðlabransanum, en segir byltingu hafa orðið á allra síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leyndarhyggjan verður að víkja Í dag kl. 13-16 verður haldin ráðstefna í Salnum í Kópavogi um samskipti menningar og viðskipta, til heiðurs Ágústi Einarssyni, fyrrverandi rektor skólans. Aðalfyrirlesari er dr. David Throsby, prófessor við Macquarie háskólann í Sydney, en hann er einn þekktasti menningarhagfræðingur heims. Allir velkomnir! Culture & Business Ráðstefna í Salnum í Kópavogi HÁSKÓLINN Á BIFRÖST DAGSKRÁ WWW.BIFROST.IS 13.00 Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, setur ráðstefnuna 13.05 Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna 13.15 Hanna Þóra Guðbrands- dóttir, sópran og Antonía Hervesi, píanó 13.30 Dr. David Throsby, prófessor við Macquarie háskólann í Sydney: „The Value of Culture How Should We Interpret It for Cultural Policy?" 14.10 Hanna Þóra Guðbrands- dóttir, sópran og Antonía Hervesi, píanó 14.20 Kaffi 14.30 Dr. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst: „The Extraordinary Extent of Cultural Consumption in Iceland“ 15.00 Dr. Njörður Sigurjónsson, lektor við Háskólann á Bifröst: „Culture, Business and the End of Cultural Policy“ 15.30 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp Nánar um ráðstefnuna og þátttakendur á bifrost.is. Menningarráð Vesturlands er stuðningsaðili tónlistarflutnings á ráðstefnunni. Fréttamaðurinn Ólafur Sigurðsson er flestum landsmönnum að góðu kunnur eftir að hafa verið nær daglegur gestur á heimilum landsins í frétta- tíma Sjónvarpsins um árabil. Hann settist í helg- an stein fyrir fáum árum, en hefur enn brenn- andi áhuga og sterkar skoðanir á fjölmiðlum og samfélagsmálum eins og Þorgils Jónsson komst að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.