Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 44
 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ Sýning sýninganna Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstað- ir. Sýningarstjóri: Laufey Helga- dóttir Ísland hefur tekið þátt í Feneyja- tvíæringnum með gloppum síðan 1960. Á Kjarvalsstöðum má nú skoða listaverkin sem hafa verið talsmenn íslenskrar myndlistar á alþjóðavettvangi síðustu áratugi, frábært framtak hjá safninu. Þátttakendur fram til dagsins í dag hafa verið tuttugu og tveir; nítján karlmenn og þrjár konur. Á þessu ári verða konurnar fjór- ar þegar þau Ólafur Ólafsson og Libía Castro verða verðugir full- trúar okkar í Feneyjum. Listasagan er skrifuð á margvís- legan máta. Stórsýningar á borð við Tvíæringinn eru ein af þeim skrásetningaraðferðum sem má nota til að merkja kennileitin. Hér má sjá eitthvað af þeim straumum og stefnum sem sett hafa mark sitt á íslenska og alþjóðlega samtíma- list eftir 1960, allt frá landslags- myndum Svavars Guðnasonar til málverka Ragnars Kjartansson- ar. Ekki er þó raunsætt að tala um íslenska listasögu í hnotskurn eins og sýningarstjórinn Laufey Helga- dóttir gerir í viðtali. Ekki þarf annað en að skoða kynjahlutföllin til þess að staðfesta það. Vissulega koma þó fram straumar og stefnur sem einkennt hafa íslenska mynd- listarsögu. Það óvænta á sýningunni er hins vegar það að hún birtir aðra sögu. Ekki söguna sem listaverk- in segja, heldur söguna bak við tjöldin. Söguna um óviðunandi starfsskilyrði íslenskra myndlist- armanna í gegnum tíðina. Skiln- ingsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að standa sómasamlega að kynningu íslenskrar myndlistar á alþjóðavettvangi. Hún segir af skipun í valnefndir og vali þeirra á listamönnum. Ekki að svo illa hafi endilega verið staðið að þeim þætti, heldur er hann áminning um að enginn algildur sannleikur felst í valinu, ekki frekar en í skrá- setningu listasögunnar. Það er sýn- ingunni til hróss að á upplýsing- um með listaverkum kemur fram hver var í valnefnd í hvert skipti. Þannig voru það t.d. ekki Íslending- ar sem sendu Sigurð Guðmundsson tvisvar til Feneyja, 1976 og 1978, heldur Ítalir og Skandinavar. Svo eitthvað sé nefnt. Stundum voru margir í valnefnd, stundum bara einn. Þannig valdi Magnús Páls- son einn þá Jón Gunnar Árnason og Kristján Guðmundsson til farar- innar árið 1982, og Ólafur Kvaran var einn um að velja Sigurð Árna Sigurðsson árið 1999. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að gera Feneyjafarana okkar betur úr garði en enn vantar upp á til þess að listamennirnir okkar standi kollegum sínum frá öðrum Evrópulöndum jafnfætis hvað það varðar. Nú er Ísland til dæmis aftur húsnæðislaust á sýningunni, en í því geta þó allt eins falist tæki- færi fyrir list samtímans. Á Kjarvalsstöðum má sjá fjölda úrvalsverka eftir frábæra lista- menn sem allir hafa sett mark sitt á íslenska myndlistarsögu. Þau gera sýninguna áhugaverða og gæða hana lífi. Þegar kemur að framlagi síðustu ára lendir safnið þó í vanda, engin leið er að setja upp innsetn- ingu Gabríelu, hvað þá gjörning Ragnars Kjartanssonar. Fram- lag Íslands frá aldamótum birt- ist því í mýflugumynd. Eins kom- ast staðhættir í Feneyjum illa til skila, ég hefði viljað sjá ljósmynd- ir af öllum verkunum á staðnum á hverjum tíma og fleira í þeim dúr. Ekki má gleyma því að Feneyjatví- æringurinn er risastórt listapartí sem stendur í marga mánuði, eins konar uppskeruhátíð, og heimsókn á hann er mikil upplifun, en þetta kemur ekki vel fram hér. Kannski hefði verið hægt að nálgast alla þessa þætti með meira afgerandi hætti. Engu að síður mæli ég ein- dregið með heimsókn á sýninguna og framtakið er lofsvert. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Metnaðarfullt framtak sem heppnast þó ekki fullkomlega. Ómögulegt er í framkvæmd að sýna verk síðustu ára. Engu að síður er hér fjöldi úrvals verka sem fengur er að því að skoða. Óvænt birtist sagan bak við tjöldin, áhugaverð saga af starfsumhverfi íslenskra myndlist- armanna. Sýning sem vekur upp margar spurningar. Sagan bak við tjöldin Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert á Tíbrártón- leikum í Salnum á laugardag. Vetrarferðin er meðal þekkt- ustu verka tónskáldsins, samið við ljóð Wilhelms Müller, og er talið í fremstu röð ljóðatónlistar. Ljóða- flokkurinn fjallar um sögu ungs manns, óendurgoldna ást hans og örlagaríkt ferðalag hans um vetur. Í tónverkinu er sagan túlk- uð af söngvara og píanóleikara. Bjarni Thor Kristinsson hefur sungið ýmis hlutverk í óperum um allan heim og kemur til með að syngja í 9. Sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí næstkomandi. Ástríður Alda Sigurðardóttir hefur komið víða fram á tónleik- um, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal á Listahátíð í Reykjavík, auk þess sem hún er meðlimur í kammerhópnum Electra Ensemb- le og tangósveitinni Fimm í tangó. Tónleikarnir í Salnum á laugar- dag hefjast klukkan 17. Schubert í Salnum ÚR SÝNINGU SÝNINGANNA Steingrímur Eyfjörð er í hópi fulltrúa Íslands á Feneyjatví- æringnum og setti meðal annars upp verkið The Sheep Pen. ÁSTRÍÐUR ALDA SIGURÐARDÓTTIR BJARNI THOR KRISTINSSON *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 14. mars. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 13. mars 2011 T. d. þ es sa r 9. HVER VINNUR! Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. Aðalfundur Hins íslenska Biblíufélags 20. mars 2011 Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags fer fram sunnudaginn 20. mars* kl. 15:00 í safnaðarheimili Seljakirkju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 10. gr. laga félagsins Stjórnin *Ath. breyttur fundartími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.