Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.02.2011, Blaðsíða 50
 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is JÓHANNES VALGEIRSSON tilkynnti óvænt í gær að hann væri hættur að dæma. Þetta kom fram á fótbolti.net. Jóhannes hefur verið einn besti dómari landsins um árabil og afar reynslumikill enda dæmt mikið erlendis sem hér á landi. N1-deild karla: Akureyri-FH 25-24 Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%. Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Stein- þórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2). Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3) Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn). Utan vallar: 10 mínútur. Fram-Haukar 28-33 (13-18) Mörk Fram (Skot): Einar Rafn Eiðsson 7/1 (13/2), Andri Berg Haraldsson 6 ( 12) Matthías Daðason 3 (3), Magnús Stefánsson 3 (4), Róbert Aron Hostert 3 (7), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (7), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon 1 /1 (2/1), Haraldur Þorvarðarson (3). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (19/2, 32%), Björn Viðar Björnsson 16/2 (36/5, 44%). Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Jóhann Karl 2, Einar Rafn 2, Magnús, Andri Berg, Matthías) Fiskuð víti: 3 (Haraldur 2, Róbert Aron) Brottvísanir: 14 mínútur Mörk Hauka (Skot): Guðmundur Árni Ólafsson 11/5 (14/7), Björgvin Þór Hólmgeirsson 11 (15), Tjörvi Þorgeirsson 3 (12), Freyr Brynjarsson 2 (3), Einar Örn Jónsson 2 (4), Sveinn Þorgeirsson 2 (5), Heimir Óli Heimisson 2 (5), Þórður Rafn Guðmundsson (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9/1 (26/2, 35%), Aron Rafn Eðvarðsson 5 (16/1, 31%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Guðmundur Árni 2, Björgvin Þór 2, Freyr 1, Heimir Óli) Fiskuð víti: 7 (Freyr 2, Þórður Rafn, Sveinn, Heimir Óli, Einar Örn, Björgvin Þór) Brottvísanir: 16 mínútur HK-Selfoss 35-28 HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 11, Atli Ævar Ingólfsson 7, Hörður Másson 5, Bjarki Már Elísson 4, Bjarki Gunnarsson 2, Sigurjón Björnsson 2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Leó Pétursson 2. Selfoss: Atli Kristinsson 10, Ragnar Jóhannsson 6, Einar Héðinsson 4, Guðjón Drengsson 3, Andrius Zigelis 2, Helgi Héðinsson 2, Milan Ivancev 1. Valur-Afturelding 29-25 Valur: Heiðar Þór Aðalsteinsson 6, Jón Björgvin Pétursson 5, Ernir Hrafn Arnarson 5, Valdimar Þórsson 3, Fannar Þorbjörnsson 3, Hjálmar Arnarson 2. Afturelding: Hilmar Stefánsson 5, Þrándur Gíslason 5, Haukur Sigurvinsson 3, Sverrir Hermannsson 3, Jón Andri Helgason 2, Bjarni Aron Þórðarson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Hrafn Ingvarsson 2, Ásgeir Jónsson 1. STAÐAN: Akureyri 14 12 1 1 415-363 25 Fram 14 9 1 4 454-402 19 HK 14 9 0 5 425-427 18 FH 14 8 1 5 400-372 17 Haukar 14 7 2 5 361-354 16 Valur 14 5 0 9 361-399 10 Afturelding 14 2 0 12 349-393 4 Selfoss 14 1 1 12 391-450 3 ÚRSLIT HANDBOLTI Handknattleiksdeild Fram ákvað frekar óvænt í gær að draga kæru sína í tengslum við undanúrslitaleik Fram og Vals til baka. Fram kærði leikinn þar sem félagið taldi Markús Mána Michaelsson ekki hafa verið lög- legan í liði Vals. Fram sagði að hann hefði ekki verið með leik- heimild og þar af leiðandi ekki löglegur. Staðfest hefur verið að Valur sendi fax um klukkutíma fyrir leik liðanna en starfsmenn HSÍ sáu það ekki fyrr en degi síðar enda var leikið á sunnudegi þegar skrif- stofunni var lokað. Þess vegna var ekki búið að staðfesta leikheimild- ina fyrr en mánudegi. Hann var því ekki með staðfesta leikheimild þegar leikurinn fór fram. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur hingað til dugað að senda föx með leikmannasamn- ingi fyrir leiki til HSÍ svo leik- menn séu löglegir. Það hafa verið vinnureglurnar en lögin segja að samþykkja þurfi leikheimild svo leikmaður sé löglegur. HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að vafi sé á því hvort sú framkvæmd sem verið hefur á móttöku leikmanna- samninga standist ákvæði reglu- gerðar HSÍ. Stjórn HSÍ mun taka umrædda framkvæmd til endur- skoðunar. Í kjölfarið féll Fram frá sinni kæru þó svo félagið sagðist vera pottþétt á að hafa rétt fyrr sér í málinu. Þó svo Fram hafi sótt málið stíft á síðustu dögum og ekki gefið tommu eftir segir í yfir- lýsingu félagsins að því hugnist ekki sú tilhugsun að vinna til verð- launa fyrir tilstuðlan dómara. - hbg Valur mun leika í úrslitum bikarsins eftir að Fram dró kæru sína til baka: Vilja ekki vinna verðlaun fyrir dómi MARKÚS MÁNI Þátttaka hans í undanúr- slitaleik Fram og Vals hefur dregið dilk á eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI 20 sekúndur eftir. Stað- an 25-24. FH í banastuði eftir að hafa unnið upp sex marka forskot og er með boltann. Enginn er heit- ari en Ólafur Guðmundsson sem hefur skorað þrjú mörk í röð. Snörp sókn, gabbhreyfing sem sendi vörn Akureyrar upp í Hlíð- arfjall og allt opið fyrir Ólaf. Skot- ið er gott, en á einhvern ótrúlegan hátt stekkur Sveinbjörn Péturs- son fyrir og nær að verja. Fögn- uður Akureyrar var á við sigur í bikarúrslitunum. Liðið mátti enda við því, komið með sex stiga forystu eftir leiki gærdagsins og FH í tómu tjóni mestan hluta leiksins. Með frá- bærri vörn byggði Akureyri upp gott forskot og FH var sem skugg- inn af sjálfum sér lengst af. Bæði lið voru lengi að koma sér í gang, en FH mun lengur. Reyndar heilar 40 mínútur því liðið fór ekki að spila almennilega fyrr en það var lent sex mörkum undir í upp- hafi seinni hálfleiks, 16-10. Þá loksins fór liðið að finna gluf- ur á vörn Akureyringa og Ólafur að hitta á markið. Að sama skapi var Akureyri kærulaust auk þess sem Oddur Gretarsson meiddist og spilaði lítið í seinni hálfleik. FH saxaði á forskotið jafnt og þétt, Pálmar varði ágætlega og spennan var gríðarleg undir lokin. Akureyringar hrósuðu sigri og geta þakkað Sveinbirni kærlega fyrir. Hann varði á ögurstundu en viðurkennir að hafa ekki hug- mynd um hvernig hann varði. „Maður ver bara einn af hverjum tíu í svona færum. En hann gabb- aði vörnina okkar upp úr skónum og þá þarf maður að redda rass- gatinu á þeim,“ sagði Sveinbjörn brosmildur en hann hvíldi sig í nokkrar mínútur í seinni hálfleik en kom sjóðheitur aftur inn. „Ég var pirraður, það er fínt að vera ákveðið reiður, en ég var kominn yfir það. Það var gott að setjast og Stebbi [Stefán „Uxi“ Guðnason] kom inn og varði vel. Hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í allan vetur og ég á honum mikið að þakka, það er gott að setj- ast aðeins og pæla í hvað er að,“ sagði Sveinbjörn. Atli Hilmarsson þjálfari segir karakter liðsins hafa skipt öllu máli. „Það er oft þannig að þegar lið mætast í bæði bikar og deild að þá er seinni leikurinn erfiðari fyrir sigurliðið. Ég bjóst við því. Ég vildi ná stærra forskoti, við vorum kærulausir, en að ná sex marka forystu var frábært og ég er mjög ánægður. Við vorum að spila við frábært lið. Auðvitað komu þeir til baka og það er gott fyrir þá að eiga mann eins og Ólaf inni. Sveinbjörn varði vel undir restina og reddaði þessu en ég er ánægðastur með að vera áfram á beinu brautinni,“ sagði Atli. „Við vorum alltof hikandi og skutum illa,“ sagði Kristján Ara- son, þjálfari FH. „Forskotið var of mikið og við gerðum of mörg mis- tök. Við hefðum átt eitt stig skil- ið og það er svekkjandi að ná því ekki. Sóknin okkar var ekki verri en hjá Akureyri. Það var allt annað að sjá Ólaf eftir að hann kom aftur inn, hann hafði valdið okkur miklum von- brigðum. En svona er þetta, það er stutt á milli í þessu og síðasta skotið var gott en vel varið líka,“ sagði Kristján súr í broti. - hþh Veit ekki hvernig ég varði Sveinbjörn Pétursson varði á ótrúlegan hátt lokaskot FH á síðustu sekúndu leiks liðanna í gær. Hann tryggði Akureyri eins marks sigur með mark- vörslunni. Akureyri er með sex stiga forskot á toppi N1-deildar karla. MAGNAÐUR Sveinbjörn Pétursson hefur farið á kostum með Akureyri í vetur og átti enn einn stórleikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Haukar ætla ekki að gefa eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þvi liðið vann öruggan fimm marka sigur á Fram, 33-28, í Safamýrinni í N1- deild karla í gærkvöldi. Haukar voru með frumkvæð- ið eftir að hafa skorað átta mörk gegn einu á ellefu mínútna kafla í fyrri hálfeik og þó að Framarar hafi bitið frá sér í upphafi seinni hálfleiks og minnkað muninn niður í eitt mark, þá var sigur Hauka eiginlega aldrei í hættu. Þeir nýttu sér agaleysi og klaufagang Framara og voru óhræddir að keyra upp hraðann, eitthvað sem þeir hafa ekki verið þekktir fyrir í vetur. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Guðmundur Árni Ólafsson fóru á kostum í Haukaliðinu og skor- uðu báðir ellefu mörk í leiknum. „Þetta var mjög gott hjá okkur og fór nákvæmlega eins og við lögðum upp með. Við ætl- uðum að keyra í bakið á þeim og keyra upp hraðann sem við höfum ekki verið að gera undan- farið. Það virkaði bara ágæt- lega og við skoruðum 33 mörk sem við höfum ekki séð lengi. Ef við spilum svona þá hef ég ekki áhyggjur af þessu því við munum þá koma okkur í úrslita- keppnina. Ég vona hraðinn sé kominn í Haukaliðið aftur,“ sagði Björgvin. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var skiljanlega óhress með sína menn. „Þetta var mjög lélegt í alla staði hjá okkur og það er ekkert flóknara en það. Það var flest að hjá okkur í dag, við vorum andlausir, vörnin var léleg og allt eftir því. því miður fór þetta svona fyrir okkur. Ég held að kærumálið sem slíkt hafi ekki haft áhrif hjá okkur en kannski sat bikarleikurinn eitthvað í okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í dag,“ sagði Reynir Þór. - óój Haukasigur í Safamýrinni: Fóru létt með lélega Framara HARKA Framarinn Jóhann Gunnar Ein- arsson er hér rifinn niður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.