Fréttablaðið - 18.02.2011, Side 37

Fréttablaðið - 18.02.2011, Side 37
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 2011 3 „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjór- um árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blund- að í mér,“ segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greini- lega búin að mastera söngtækni kántrísöngvar- ans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Part- on í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamað- ur og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu for- vöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn,“ segir Selma. Hljómsveit Selmu, Mið- næturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefáns- syni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjón- varpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tón- leikum einu sinni til þessa. Nú um helgina, á laugardagskvöld troða þeir upp í annað sinn með kántrí- veislu á Græna hattinum á Akur- eyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlust- aði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til stað- ar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þet ta ek k i „kú l“ leng- ur þannig að maður lagði kán- tríáhugann á hill- una í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syng- ur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling,“ segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. - jma Fer að sjá Dolly Parton í haust Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Auk þess að stofna heila kántríhljómsveit keypti hún sér miða á Dolly Parton tónleika sem fara fram í haust. Selma Björnsdóttir söngkona hefur lagt stund á kántrísönglistina undanfarið en fyrir nokkrum árum var henni sagt að hún væri með kántrírödd. MYND/ÚR EINKASAFNI ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Dolly Parton er nýbúin að eiga stórafmæli, en hún varð 65 ára 19. janúar síðastliðinn. Árleg Risajeppasýning Toyota verður haldin á morgun frá klukkan 12 til 16 í húsnæði Toyota að Nýbýlavegi í Kópavogi. Á sýningunni verða nýir Land Cruis- er- og Hilux-jeppar en einnig verða breyttir jeppar til sýnis, bæði nýir og eldri bílar. Sumir breyttu bílanna eru í eigu einstaklinga en einnig verða sýndir bílar frá hjálparsveitum og fyrirtækjum. Arctic Trucks kynnir jeppabreytingar og sýnir bíla sem fyrirtækið hefur breytt. Auk þess verða sýndar myndir frá ferð á Suðurskautið á Hilux-jepp- um sem fyrirtækið hafði breytt. Garmin verður með kynningu á leiðsögubúnaði, AMG Aukaraf kynnir bílavörur og Jeppaklúbbur Útivistar kynnir starfsemi sína. Risa jeppasýning hjá Toyota NÝIR LAND CRUISER- OG HILUX-JEPPAR AUK BREYTTRA JEPPA VERÐA TIL SÝNIS. Jeppar í ýmsum stærðarflokkum verða til sýnis hjá Toyota á morgun. Arctic Trucks sýna myndir frá ferðalagi til Suðurskautslandsins. Síðasta sýningarhelgi á verkum barna úr Myndlista- skólanum í Reykjavík í Listasafni Íslands. Í vetur gerðu nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík sér ferð á Lista- safn Íslands og skoðuðu sérstaklega ólíkar birtingar- myndir landslags í verkunum á sýningunni. Í framhald- inu unnu þeir verk þar sem þeir tókust sjálfir á við landslagið. Opnuð var sýning hinn 5. febrúar þar sem gefur að líta afraksturinn. listasafn.is E n g i f e r e h f – D i g r a n e s v e g i 1 0 K ó p a v o g i – S í m i 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s – i n f o @ m y s e c r e t . i s Nú færð þú hinn frábæra hreinsunardrykk „Beat the body with goji” á 2 fyrir 1 Frábærar reynslusögur viðskiptavina okkar hafa nú þegar sannað góð áhrif drykkjarins. Innihaldsefni: engifer, gojiber, rauðrófur, cayenne pipar og bláber hafa mjög góð áhrif á hreinsun líkamanns. Verð 1990,- 2x2lítar! Fæst einungis Á Digranesvegi 10 – á meðan birgðir endast. Sendum á landsbyggðina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.