Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2011, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 18.02.2011, Qupperneq 19
 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 S igríður Björk Bragadóttir, matreiðslumaður og blaða- maður á Gestgjafanum, á orðið dágott safn mat- reiðslubóka sem hún hefur sank- að að sér allt frá unglingsaldri. Í því er að meðal annars að finna eintak af bók Claudiu Rhoden, Arabesque, sem geymir að hennar sögn framandi og girnilegar upp- skriftir frá Mið-Austurlöndum. „Þetta er alveg frábær bók og við lesturinn er engu líkara en maður sé hreinlega kominn í ævintýri úr 1001 nótt,“ lýsir Sig- ríður, sem kveðst almennt vera mjög hrifin af miðausturlenskri matargerð. „Ég hef kynnst henni á ferðalögum mínum, þar á meðal til Marokkó þar sem íbúarnir eru afskaplega gestrisnir og matur- inn góður, enda landið gjöfult af góðu og oft skemmtilega kyndugu hráefni.“ Í Marokkó skellti Sigríður sér á matreiðslunámskeið og í fram- haldinu festi hún kaup á bókinni góðu, þar sem líbönsk, tyrknesk og marokkósk matargerð er aðal- lega tekin fyrir. Hún kveðst grípa Sigríður Björk Bragadóttir er gefin fyrir arabíska matargerð og deilir hér nokkrum uppskriftum Sesamkökur frá Marrakesh 50 stk. 500 g hveiti 150 g flórsykur 2 tsk. lyftiduft 100 g sesamfræ 120 g smjör, brætt 1 dl olía Hitið ofn í 220°C,(200 á blástur). Blandið hveiti, flórsykri og lyftidufti saman í skál. Ristið sesamfræ á þurri pönnu þar til þau fara að poppa (um 5 mínútur), bætið þeim út í hveitið. Hellið smjöri og olíu saman og bætið út í, hrærið saman þar til deig er samfellt. Deig á að vera frekar mjölkennt en það gæti þurft ögn meiri olíu; bætið í þar til hægt er að móta kúlu úr deiginu. Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur. Mótið kúlur með því að taka deig á stærð við valhnetu, mótið eins og bolta á milli handanna, setjið á plötu og pressið aðeins á. Bakið kökur í 12-15 mínútur, þar til þær fara að taka lit. Geymast vel en er upplagt að frysta. UNAÐSSEMDIR FRÁ MIÐ-AUSTURLÖNDUM Myntute og sætindi óspart í hana ef sá gállinn er á henni og nýtur heimilisfólkið þá góðs af. Sigríður var svo vin- samleg að gefa lesendum Frétta- blaðsins smá sýnishorn, með upp- skriftum að marokkóskum og líbönskum kökum og myntutei að auki sem hún segir tilvalið að bjóða um helgina. Þess má geta að Sigríður held- ur úti matarblogginu lifa-njota. blogspot.com, þar sem hægt er að fylgjast með matargerð hennar. roald@frettabladid.is Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í dag, klukku- stund eftir sólarlag, eða um klukkan 19, og mun lýsa alla nóttina. Hún er tendruð til heiðurs höfundi verksins, Yoko Ono, sem á afmæli í dag. 2 Ævintýri úr 1001 nótt

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.