Fréttablaðið - 25.02.2011, Side 10
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR10
DÓMSMÁL Maður sem stakk báða
foreldra sína í augun með skrúf-
járni á meðan þeir sváfu hefur
verið metinn ósakhæfur af Hér-
aðsdómi Reykjavíkur og dæmdur
til vistar á öryggisstofnun.
Maðurinn var ákærður fyrir
tilraun til manndráps en til vara
fyrir sérstaklega hættulega lík-
amsárás. Hann var sakfelldur
fyrir hið síðarnefnda. Árásin var
framin í október síðastliðnum. Auk
þess að stinga foreldrana í augun
sló hann föður sinn með krepptum
hnefa og tveggja kílóa pönnu með
þeim afleiðingum að hann hlaut
meðal annars heilahristing.
Geðlæknir sagði manninn hafa
dulin merki geðrofs og sturlunar.
Hann hafi verið ófær um að
stjórna gerðum sínum.
Foreldrunum eru dæmdar 400
þúsund krónur í bætur á mann. - sh
Dæmdur til vistar á stofnun:
Stakk foreldra
sína í augun
EVRÓPUMÁL Minnst þrír umsækj-
endur af þeim átta sem valdir voru
til að taka þátt í útboði vegna kynn-
ingarmála Evrópusambandsins á
Íslandi hafa helst úr lestinni.
Hvorki Háskóli Íslands né
Háskóli Reykjavíkur munu koma
að verkefninu, en stofnanir innan
þeirra höfðu boðið fram krafta sína
til þessa.
Samstarfsaðili Alþjóðamálastofn-
unar HÍ, breska fyrirtækið Ecorys,
er hætt við. Það telur sér ekki fært
að taka þátt í verkefninu því ESB
ætlar að eyða allt of litlu fjármagni
í það, að sögn Baldurs Þórhallsson-
ar, stjórnarformanns Alþjóðamála-
stofnunar HÍ.
Áætlaður heildarkostnaður ESB
mun vera 1,4 milljónir evra til
tveggja ára, eða tæpar 224 milljónir
íslenskra króna.
Evrópuréttarstofnun Háskólans
í Reykjavík ætlaði í samstarf um
kynningarmálin með College of
Europe í Brugge (CoE).
„Þeir sögðu okkur að þetta væri
stærra verkefni en þeir gerðu sér
grein fyrir í byrjun og hættu við,“
segir Jóhann Hlíðar Harðarson,
upplýsingafulltrúi HR.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hefur hópur ráðgjafarfyrirtækisins
Cecoforma hætt við þátttöku í
útboðinu. Fyrirtækinu hafi komið
íslenskur launakostnaður á óvart.
Timo Summa, sendiherra
ESB á Íslandi, vill hvorki neita
né staðfesta neitt um stöðu
útboðsmálanna á meðan þau
eru í ferli. Líklega verði
tilkynnt um niðurstöðu
útboðsins í næstu viku.
- kóþ
Evrópusambandið er sagt ætla að veita of lítið fjármagn í kynningarstarfið á Íslandi:
Háskólar dottnir úr kynningu ESB
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
þvertekur fyrir að hafa hótað forseta Íslands
afsögn sinni eða ríkisstjórnarinnar ef Icesave-lögin
yrðu ekki staðfest.
Sigurður Kári Kristjánsdóttir, Sjálfstæðis-
flokki, gerði þau orð forseta Íslands að umtalsefni á
Alþingi í gær að öll spjót stæðu á forsetanum; ráð-
herrar hótuðu afsögn sinni eða ríkisstjórnarinnar
yrðu lögin ekki staðfest.
Sigurður Kári sagðist trúa því að forseti Íslands
gæfi ekki slíkar yfirlýsingar að tilefnislausu, með
þessu hlyti hann að vísa til orða forsvarsmanna
ríkisstjórnarinnar og krefði Jóhönnu svara þar að
lútandi. Jóhanna sagði af og frá að hún hefði hótað
forsetanum í þessa veru og hvatti Sigurð Kára að
fara til Bessastaða að spyrjast fyrir um málið; „því
ég hef engar frekari upplýsingar um hvernig for-
setinn kemst að þessari niðurstöðu,“ sagði hún. - pg
Jóhanna þvertekur fyrir að hafa hótað afsögn ef Icesave-lög yrðu ekki staðfest:
Segir Sigurði Kára að spyrja forsetann
HAMFARIR Íslensk stjórnvöld og
forsetaembættið hafa sent Nýsjá-
lendingum samúðarkveðjur
vegna hinna mannskæðu jarð-
skjálfta sem riðu yfir borgina
Christchurch í upphafi vikunnar.
Í tilkynningum frá forsætisráð-
herra og forseta segir að hugur
Íslendinga sé með þeim sem eigi
um sárt að binda, sem og öðrum
íbúum landins.
Fjölmargir Íslendingar eigi
ættingja og vini á hörmungar-
svæðinu og því fylgist þjóðin náið
með framvindu mála. - þj
Hörmungar í Christchurch:
Samúðarkveðj-
ur frá Íslandi
FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir kannast ekki
við að hafa hótað forseta Íslands því að segja af sér embætti
vegna Icesave-laganna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1. B & S Europe, Premisa d.o.o., InWentw
2. College of Europe, Háskólinn Í Reykjavík
3. Congress Service Center, Albany Associates, M.C. Triton, AP almannatengsl
4. ECORYS, Háskóli Íslands, Góð samskipti
5. EIR Development Partners, KOM, Pomilio Blumm, European Movement Latvia
6. INTRASOFT, HCL Consultants Ltd.
7. Media Consulta International, Athygli almannatengsl
8. SAFEGE, European Service Network, Aspect Relations Publiques, Cecoforma
Valin til þátttöku í útboði ESB:
BALDUR
ÞÓRHALLSSON
JÓHANN HLÍÐAR
HARÐARSON
www.penninn.is
1. Hvað fékk Menntaskólinn
Hraðbraut margar milljónir
ofgreiddar frá ríkinu?
2. Hvar er mesti ungbarnadauði í
Evrópu?
3. Hverjir verða kynnar á
Óskarsverðlaunahátíðinni í ár?
SVÖR:
1. Tæpar 200 milljónir 2. Í Tyrklandi 3.
Anne Hathaway og James Franco
VEISTU SVARIÐ?