Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 18
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR L A U G A V E G I 1 7 8 • Sömu eigendur. • kennitala. • verðið • • persónulega Líttu á tk.is og facebook.com ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 OPNUNARTILBOÐ Á MORGUN LAUGARDAG 26. FEB. OPIÐ kl.11-16 AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM RÚMTEPPUM IITTALA VÖRUM HNÍFAPÖRUM RCR KRISTAL RÚMFÖTUM HITAFÖTUM OG ÖLLUM GLÖSUM O.FL. O.FL. Velkomin í nýja og glæsilega verslun HELMA verður með myndlistar- sýningu. Allar myndir á tilboðsverði. AFSLÁTTUR LAUGAVEGUR 178 -20% -20% -20% FURSTYNJAN -20% TRIO Kringlan KrKrr inn g rbb rara uut Þeir sem láta sig menningar-mál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnanir eða einka- skólar. 18 tónlistarskólar í Reykja- vík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitsvaldi borgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlist- arskólum í Reykjavík er því gífur- lega fjölbreytt. Það sem er sameig- inlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa sam- kvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskrám sem taka til söngnáms og náms á öll hljóð- færi. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af menntamála- ráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunn- próf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokk- urn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi próf- dómarar á vegum Prófanefndar tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést að hér er um vel skipulagt og skil- virkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá þriggja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í fram- haldsnám í tónlist í hinar ýmsu tón- listardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur stað- ið yfir áratugum saman og á tón- listarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kring- um okkur líta á sem algera fyrir- mynd. Hlutverk tónlistarskólanna (á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhalds- nám í tónlist) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tón- listarmenningu og því fjölskrúð- uga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega. Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp. Kórónan er síðan Sin- fóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemenda- fjöldi í tónlistarskólum í sveitar- félögum utan Reykjavíkur er hlut- fallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlist- arskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfsemi sína sjálfir eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistar- skólanna í Reykjavík. Þá er ónefnd- ur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur not- aður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópa- vogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannað- an húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stór- glæsilega aðstöðu fyrir tónlistar- skólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli: Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistar- skólanna sinna ókeypis og á silfur- fati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einka- aðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skól- unum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast. Önnur grein höfundar um efnið bíður birtingar hjá Fréttablaðinu. Forseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjár- glæframanna sem stofnuðu til Ice- save-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borð- inu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfn- un sinni eiga heiðurinn af þess- um bata. Áhætta af nýjum samn- ingi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhætt- an fer líklega ekki yfir 230 millj- arða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til stað- ar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dóm- stólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að sam- þykkja ekki Icesave. Hvaða samn- inga erum við að brjóta? Eru ein- hverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samn- ingar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirn- ir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslending- um þá er það vitanlega grafalvar- legt mál. Nú er mikilvægt að ríkis- valdið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga við- skipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávar fang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokks- maðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verð- ur við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómark- tæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja. Sanngjarna umfjöllun um Icesave Er menningarslys yfirvofandi? Icesave Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins Tónlistarskólar Stefán Edelstein skólastjóri Tónmennta- skóla Reykjavíkur Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.