Fréttablaðið - 25.02.2011, Síða 26
4 föstudagur 25. febrúar
núna
✽Ljómið um helgina
Hin sanngjarna móðir
? Sæl Sigga, ég er einstæð móðir einstakrar unglingsstúlku. Hún er mjög ákveðin og skynsöm og samband okkar er mjög traust. Þessi litla stúlka
mín er nú farin að slá sér upp með strák sem er töluvert eldri en hún, hún
er sjálf aðeins 14 ára og hann er 21 árs. Ég þekki piltinn lítið ennþá en vona
að þessi skynsama stúlka hafi valið sér góðan strák. Fyrir stuttu spurði hún
hvort hún mætti gista yfir nótt hjá stráknum og ég tók fyrir það þar sem mér
finnst hún alltof ung. Mörgum vinkonum mínum þótti ég þó hafa brugðist of
harkalega við og nú veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Hvað finnst þér
um þetta?
Svar: Ég finn mig knúna til að brjóta odd á oflæti mínu og játa að nú
heyri ég rödd móður minnar bergmála með skynsemisorðunum: „þú
hefur nægan tíma fyrir svona strákastand“. Það er mér í fersku minni
hvernig sjálfstæðisbaráttan togaðist á við ábyrgðarleysið, hver einasta
tilfinning er ýkt með hormónum og veruleikinn er allur í núinu.
Þegar kemur að ástinni getur þú tæpast stjórnað því fyrir hverjum
unglingshjartað fellur. En þú getur stjórnað náttstaðnum enda er dótt-
ir þín ósjálfráða og enn skilgreind sem barn. Það fyrsta sem ég horfði í
var aldursmunurinn á þessu unga pari en það er ekki hægt að alhæfa
neitt um aldur þar sem hann er afstæður. Persónulega myndi ég gera
kröfu um að fá að kynnast þessum strák, hvort sem þú bjóðir honum í
mat eða biðjir þau um að vera heima hjá ykkur þegar þau hittast. Móðir
skoðar ekki heiminn í gegnum rósrauð gleraugu og getur því verið ágæt-
ur mannþekkjari og þannig reynt að standa vörð um hag barnsins. Það
er ekki hægt að segja að eitt sé rangt og annað rétt því þú ert móðir
hennar og þín ákvörðun er þar af leiðandi „rétt“. Þú verður að treysta
eigin innsæi og láta gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta. Hún er
ennþá barn og treystir á þig til að vísa henni veginn. Þótt þú getir virst
„ósanngjörn“ og jafnvel „leiðinleg“ þá er það hinn þungi kross sem allir
foreldrar bera. Þú þarft að standa með þinni sannfæringu.
Reyndu að hvetja hana til að leyfa þér að kynnast stráknum betur
og settu jafnvel einhver tímamörk á næturgistingu, til dæmis að hann
megi gista hjá henni þegar þau eru búin að vera saman í ákveðið lang-
an tíma. Ég get ekki lokið við þetta svar nema að minnast á getnaðar-
varnir og vona að skynsama stúlkan þín sé frædd um smokkanotkun,
kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Ef þú ert ekki viss hvað hún
veit þá er þetta kjörið tækifæri til að setjast niður með henni og ræða
málin í þaula. Þá gæti verið gott að koma því að hvort hún hafi stund-
að kynlíf áður og hvort þau eigi í kynferðislegu sambandi því það að
hamla næturgistingu kemur ekki í veg fyrir kynlíf. Þú ert með gullið
uppalandatækifæri í höndunum og ég vona að ykkur gangi vel að leysa
úr þessu máli saman.
Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni.
Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Á RÚMSTOKKNUM
Sigga Dögg kynfræðingur
G
itte Christensen útskrifaðist úr TEKO-hönnunarskólan-
um nú í janúar og var í hópi nemenda sem sýndu út-
skriftarlínur sínar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Hönnun Gitte stóð út úr hvað liti varðar og segist hún með
eindæmum litaglöð miðað við hinn hefðbundna Skandinava.
Gitte segist hafa sótt innblástur í tísku sjötta áratugarins
og til íþróttafatnaðar þegar hún var að hanna útskriftarlínu
sína. „Það tók mig langan tíma að átta mig á því hvað ég vildi
gera með útskriftarlínuna, sérstaklega þar sem ég vil ekki
gera of klassískan fatnað. Ég sótti fyrst innblástur til klæð-
skerasniðinna fata sjötta áratugarins en fannst það eitthvað
of venjulegt. Þegar ég ákvað að blanda því saman við íþrótta-
fatnað opnuðust nýjar víddir fyrir mér og úr varð þessi út-
skriftarlína,“ útskýrir Gitte. Línan hefur fengið góða dóma og
segist Gitte afar sátt við útkomuna.
Gitte telur danska hönnuði standa mjög framarlega og
segir jarðliti og hreinar línur vera helstu einkenni þeirra.
Hennar eigin lína stendur því svolítið upp úr hvað litaval
varðar en hún notar mikið sterka græna, fjólubláa og bláa
liti. „Danir eru svolítið litahræddir og þess vegna held ég
að hönnun mín eigi frekar heima á Japansmarkaði en hér
í Danmörku,“ segir hún og hlær. Hún viðurkennir að tísku-
bransinn sé harður og að margir efnilegir unghönnuðir séu
að stíga fram á sjónarsviðið núna. „Þetta er harður heim-
ur og samkeppnin er mikil. Það er draumur minn að koma
línunni minni í framleiðslu og geta haft lifibrauð mitt af
hönnun í framtíðinni,“ segir hún að lokum. - sm
Gitte Christensen sker sig úr fjöldanum með litríka hönnun sína:
HÖRÐ BARÁTTA FRAM UNDAN
Efnileg Gitte Christensen út-
skrifaðist frá TEKO-hönnunar-
skólanum nú í janúar. Hún var
á meðal þeirra nemenda sem
sýndu hönnun sína á tískuvikunni
í Kaupmannahöfn.
Litaglöð Hönn-
un Gitte er litrík
og skemmtileg.
Hún sótti inn-
blástur til hönn-
unar sjötta ára-
tugarins og
íþróttafatnaðar.
NORDICPHOTOS/GETTY
LJÓMANDI HÚÐ Flottur púðurfarði frá Yves Saint
Laurent sem hentar flestum húðgerðum. Farðinn gefur
húðinni frísklegan ljóma og jafnar einnig húðlitinn.