Fréttablaðið - 25.02.2011, Síða 44
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR28
Breska söngkonan Cheryl
Cole hyggst hasla sér völl í
bandarísku sjónvarpi sem
dómari í raunveruleika-
þáttaröðinni X-Factor. Hún
á þó erfitt verkefni fyrir
höndum.
Cheryl Cole er ein vinsælasta
söngkona Bretlands og hefur um
árabil verið dómari í bresku X-
Factor-þáttunum ásamt Simon
Cowell. Og hlotið mikið lof fyrir
enda alþýðleg með eindæmum
með þykkan hreim. Bandarísk-
ir sjónvarpsframleiðendur eru
hins vegar ekki par hrifnir af því
hvernig Cole talar og hafa skip-
að henni að losa sig við geordie-
hreiminn sinn.
Samkvæmt Daily Mail hafa
Kanarnir áhyggjur af því að
bandarískir sjónvarpsáhorfend-
ur eigi hvorki eftir að skilja upp
né niður í Cheryl Cole þegar hún
byrji að tala. Og að slíkt væri
hreinlega móðgun við bandaríska
sjónvarpsáhorfendur. Söngkon-
unni, sem er ættuð frá Newcastle,
hefur verið gert að hreinsa ræki-
lega til í orðaforða sínum og forð-
ast slanguryrði. Og meðal orða
sem eru á bannlista Cole má
nefna „babe“ en Cole notar það til
að lýsa fallegum konum. Þá má
hún ekki segja „bum“ fyrir rass
heldur nota frekar orðið „butt“ og
forðast orðið „cookies“ fyrir kex
og segja heldur „biscuits“.
Samkvæmt Daily Mail hefur
Cole leitað til sama tungumála-
sérfræðings og Sharon Osbourne
notaðist við þegar hún vildi
hljóma ögn fágaðri í bandarísku
sjónvarpi.
Cole og hrokagikkurinn Simon
Cowell munu sitja í dómnefnd-
inni en ekki hefur verið gengið
frá því hver fær þriðja sætið.
Upphaflega var talið að George
Michael myndi hreppa það en
Cowell vísaði því á bug. Sam-
kvæmt breskum og banda-
rískum fjölmiðlum er Nicole
Scherzinger, söngkona
Pussycat Dolls og unn-
usta Lewis Hamilton,
líklegust til að hreppa
hnossið en hún stóð
sig vel sem gesta-
dómari nýverið að
mati Cowell.
freyrgigja@frettabla-
did.is
Gert að laga hreiminn
ÓSKILJANLEG Cheryl Cole er í
hálfgerðri My Fair Lady meðferð hjá
bandarískum talmálssérfræðingum
en bandarískir framleiðendur X-
Factor hafa gert henni að losa sig við
geordie-hreiminn sinn.
Bandaríska hljómsveitin Eagles
stígur á stokk í Nýju Laugardals-
höllinni fimmtudaginn 9. júní
á vegum Senu. Ný tónleikaferð
sveitarinnar um Evrópu hefst
hér á landi og verður 65 manna
fylgdarlið með í för. Meðlimir
Eagles ætla að nota dagana fyrir
tónleikana til að æfa sig hér á landi
fyrir tónleikaferðina. Þetta verða
fyrstu stóru tónleikarnir hérlend-
is með erlendum flytjanda síðan
Eric Clapton steig á svið í Egilshöll
í ágúst 2008 fyrir framan þrettán
þúsund manns, skömmu áður en
bankahrunið varð.
Eagles á tvær af tíu mest seldu
plötum alrra tíma, Greatest Hits
og Hotel California. Hljómsveitin
hefur gefið út sjö hljóðversplötur
auk safnplatna og tónleikaplatna
og hafa þær samanlagt selst í
rúmlega 120 milljónum eintaka. Á
meðal vinsælustu laga Eagles eru
Hotel California, Tequila Sunrise,
Desperado og Take It Easy. Miða-
sala á tónleikana hefst í fyrri hluta
mars og verða um tíu þúsund
miðar í boði.
Eagles til Íslands
Á LEIÐINNI Glenn Frey og félagar í
Eagles koma til Íslands í sumar.
Rokksveitin Agent Fresco er að
skipuleggja tónleikaferð um Evr-
ópu í júní og júlí. Þetta verður
fyrsti alvöru túr sveitarinnar um
Evrópu en hingað til hefur hún
verið úti í mesta lagi fimm daga í
einu. „Þetta er það sem við erum
búnir að bíða eftir. Það verður gott
að komast út og láta í okkur heyra.
Síðan sjáum við hvað kemur út úr
því,“ segir söngvarinn Arnór Dan
Arnarson.
Agent Fresco átti að hita upp
fyrir Ensími á tónleikum á Nasa
á laugardaginn. Ekkert verður
af því og í staðinn hleypur Cliff
Clavin í skarðið fyrir Fresco. „Það
er allt í góðu. Þetta var bara kjána-
legur misskilningur,“ segir Arnór
Dan um ótímabæra fréttatilkynn-
ingu sem var send fjölmiðlum á
miðvikudag. - fb
Ferðast um Evrópu
Hljómsveitin Hjaltalín hitar upp
fyrir væntanlega tónleikaferð sína
um Evrópu með tvennum tónleik-
um á Rosenberg í kvöld og annað
kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar
Hjaltalín hér á landi í þrjá mánuði.
Í næstu viku heldur sveitin í tón-
leikaferð um Bretland og víðar um
Evrópu sem stendur yfir í heilan
mánuð. Á tónleikunum á Rósen-
berg verður tækifærið notað til að
prufa ný lög fyrir tónleikaferðina.
Dagana fyrir ferðina ætlar sveitin
einnig að skella sér í hljóðver og
leggja drög að nýrri plötu. Ekki er
búist við að hún komi út fyrr en í
fyrsta lagi snemma á næsta ári.
Hitar upp
fyrir ferðalag
HJALTALÍN Hljómsveitin hitar upp fyrir
tónleikaferð um Evrópu með tónleikum
á Rosenberg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Til stendur að endurgera kvik-
myndina The Bodyguard, sem
kom út árið 1992 með Kevin Cost-
ner og Whitney Houston í aðal-
hlutverkum.
Fyrri myndin fjallaði um leyni-
þjónustumann sem var fenginn til
að vernda söngkonu sem var elt á
röndum af brjáluðum aðdáanda.
Í nýju myndinni er lífvörðurinn
orðinn fyrrverandi hermaður í
Írak. Ástarsagan á milli lífvarð-
arins og söngkonunnar verður þó
enn á sínum stað. Enn á eftir að
ráða leikara í aðalhlutverkin.
Bodyguard
endurgerð
AGENT FRESCO Rokkararnir eru á leið-
inni í tónleikaferð um Evrópu í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
folk@frettabladid.is
3 konur fóru með eiturlyfjafíklinum og leikaranum Charlie Sheen í ferðalag á hitabeltiseyju í gær.
Brooke Mueller, fyrrverandi eiginkona hans, klám-
myndaleikkonan Bree Olson og ein ónafngreind.
FRUMSÝND 25. FEBRÚAR
9. HVER
VINNUR!
GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR
DVD myndir - Tölvuleikir
Fullt af gosi og margt fleira!
ÞÚ SENDIR SMS SKEYTIÐ
ESL MCV Á NÚMERIÐ 1900.
ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU.
ÞÚ SVARAR MEÐ
ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ
ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900.
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
MÖGNUÐ
SPENNUM
YND MEÐ
JASON S
TATHAM
Í FANTAF
ORMI!
VINNINGAR VERÐA AFHENTIR Í ELKO LINDUM, KÓPAVOGI.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
149 KR/SMS-IÐ. ÞÚ FÆRÐ 5 MÍN TIL AÐ SVARA SPURNINGU. LEIK LÍKUR 4. MARS 2011
BÍÓMIÐI
BÍÓMIÐI
VILTU
VINNA
MIÐA?