Fréttablaðið - 25.02.2011, Page 50
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR34
sport@frettabladid.is
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með
auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
Sporhamrar 5
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna
lóðarinnar nr. 5 við Sporhamra. Í breytingunni felst stækkun á
byggingarreit vegna útigeymslu ásamt fjölgun íbúða úr fimm í
sex.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að
Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 25.
febrúar 2011 til og með 8. apríl 2011. Einnig má sjá tillöguna á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum
og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 8.
apríl 2011. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar
athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir
innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 25. febrúar 2011
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
HANDBOLTI Vegna fréttar Frétta-
blaðsins um síðustu helgi þar sem
bent var á að handknattleiksdeild
Fram hefði beitt sömu vinnu-
brögðum og handknattleiksdeild
Vals vill Hjálmar Vilhjálmsson,
stjórnarmaður hjá Fram, koma
eftirfarandi á framfæri.
Síðastliðinn laugardag sendi
fulltrúi Fram leikmannasamning
til HSÍ vegna stúlku úr 3. flokki
sem tekin var inn í leikmanna-
hóp meistaraflokks kvenna. Ekki
gekk að senda afrit af samningn-
um með faxi og því setti fulltrúi
Fram sig í símasamband við
starfsmann HSÍ og sendi honum
svo afrit af umræddum samningi
í tölvupósti. Afrit af samningnum
barst þannig starfsmanni HSÍ
fyrir umræddan leik.
Daginn eftir sendu fulltrúar
Valsmanna afrit af samningi
Markúsar Mána Michaelssonar
Maute eins og fram hefur komið.
Afritið var einnig sent með faxi
en sökum bilunar var það ekki
starfsmönnum HSÍ aðgengilegt
fyrr en daginn eftir að leikurinn
fór fram. Á þessum vinnubrögð-
um er grundvallar eðlismunur að
mati Hjálmars og er fyrirsögn
Fréttablaðsins um tvískinnung
Framara harðlega mótmælt.
Hjálmar vill einnig koma því
á framfæri að hann bindur vonir
við yfirlýsingu stjórnar HSÍ frá
16. febrúar þar sem hún lýsir
meðal annars yfir að umrædd
framkvæmd verði tekin til endur-
skoðunar og leitast við að gera
reglur skýrari en nú er. Að öðru
leyti vill Hjálmar vísa til yfir-
lýsingar stjórnar handknattleiks-
deildar Fram frá 17. febrúar. - seth
Hjálmar Vilhjálmsson:
HSÍ látið vita
um samning
HJÁLMAR VILHJÁLMSS. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Iceland Express-deild karla
Njarðvík-Keflavík 104-102 (43-45, 93-93)
Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40,
Guðmundur Jónsson 24, Nenad Tomasevic 13,
Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson
8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill
Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2 (12 frák.).
Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30,
Hörður Axel Vilhjálmsson 22 (7 frák./6 stoðs.),
Andrija Ciric 17, Thomas Sanders 15 (11 frák./8
stoðs.), Þröstur Leó Jóhannsson 7, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 6, Jón Nordal Hafsteinsson
4, Halldór Örn Halldórsson 1.
Snæfell-Haukar 119-77 (56-32)
Stig Snæfells: Sean Burton 29 (7 frák./11 stoðs.),
Ryan Amaroso 21, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 20,
Jón Ólafur Jónsson 14, Emil Þór Jóhannsson 9,
Atli Rafn Hreinsson 6, Zeljko Bojovic 6, Sveinn
Arnar Davíðsson 5 (12 frák./7 stoðs.), Egill
Egilsson 5, Hlynur Hreinsson 2, Daníel A. Kazmi
2.
Stig Hauka: Gerald Robinson 24 (11 frák.),
Semaj Inge 22, Emil Barja 8, Davíð Páll
Hermannsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 8,
Haukur Óskarsson 3, Sigurður Þór Einarsson 2,
Guðmundur Darri Sigurðsson 2.
KFÍ-Fjölnir 94-101
STAÐAN Í DEILDINNI
Snæfell 19 16 3 1856-1692 32
KR 18 14 4 1757-1522 28
Keflavík 19 13 6 1792-1660 26
Grindavík 18 12 6 1495-1409 24
Stjarnan 18 10 8 1548-1547 20
Njarðvík 19 8 11 1547-1614 16
Haukar 19 8 11 1613-1721 16
ÍR 18 7 11 1602-1650 14
Tindastóll 18 7 11 1436-1513 14
Fjölnir 19 6 13 1670-1761 12
Hamar 18 6 12 1443-1519 12
KFÍ 19 4 15 1628-1779 8
NÆSTU LEIKIR
ÍR-Stjarnan í kvöld kl. 19.15
Grindavík-Hamar í kvöld kl. 19.15
Tindastóll-KR í kvöld kl. 19.15
Sænski körfuboltinn
08 Stockholm HR-Solna Vikings 64-101
Logi Gunnarsson skoraði 22 stig á 21 mínútu.
ÚRSLIT Í GÆR
JÓSEF KRISTINN JÓSEFSSON mun ekki spila með Grindavík í Pepsi-deildinni í fótbolta í sumar því hann er farinn til
Búlgaríu þar sem hann mun skrifa undir samning við PSFC Chernomorets Burgas. Jósef var til reynslu hjá félaginu um daginn og
sló greinilega í gegn. Jósef er 21 árs gamall vinstri bakvörður sem hefur verið í kringum 21 árs landsliðið síðustu ár.
KÖRFUBOLTI Njarðvík bar sigur úr
býtum gegn Keflavík, 104-102,
eftir framlengdan leik í 19. umferð
Iceland Express-deildar karla
í gær. Keflvíkingar voru ávallt
með frumkvæðið í leiknum en
Njarðvíkingar gáfust aldrei upp og
sýndu gríðarlegan karakter í lokin.
Giordan Watson, nýr leikmaður
Njarðvíkinga, var stórkostlegur
og greinilegt að heimamenn duttu
í lukkupottinn þegar þeir fengu
þennan öfluga leikstjórnanda.
Watson skoraði 40 stig í leiknum
og Keflvíkingar réðu ekkert við
hann. Magnús Þór Gunnarsson,
leikmaður Keflvíkinga, átti einnig
frábæran leik en hann skoraði 30
stig þar af níu þriggja stiga körfur.
„Þetta var kærkominn sigur
og gríðarlega mikilvægur,“ sagði
Einar Árni Jóhannsson, annar
þjálfara Njarðvíkinga, eftir sig-
urinn í gær. „Við erum búnir að
leggja mótið þannig upp að við
verðum að ná í þrjá sigra af þeim
leikjum sem við eigum eftir og
þetta var einn af þeim. Um leið
og liðið fær ákveðið sjálfstraust
þá getum við unnið hvaða and-
stæðing sem er, en það var sér-
staklega gaman að klára leikinn
í svona háspennuleik. Liðið gafst
aldrei upp og strákarnir sýndu
mikinn karakter í lokin og það er
það sem við eigum eftir að taka
með okkur í næstu leiki. Þó svo að
varnarleikur okkar hafi ekki verið
upp á marga fiska þá náum við að
bæta það upp með fínum sóknar-
leik. Ef við náum að vinna þá leiki
sem eftir eru þá eigum við eftir að
fara inn í úrslitakeppnina í ágætis
sæti og það er markmiðið.“
„Við klúðruðum þessum leik
alveg sjálfir,“ sagði Guðjón Skúla-
son, þjálfari Keflvíkinga, eftir
tapið í gær.
„Við leyfum þeim að spila sinn
leik nánast allan tímann og það var
algjör klaufaskapur að ná ekki að
lagfæra varnarleikinn hjá okkur.
Við grófum bara okkar eigin gröf
hér í kvöld en verðum bara að
halda áfram og vinna næstu leiki.
Við áttum í erfiðleikum með að
slíta okkur frá Njarðvíkingun-
um og þeir gengu á lagið og nýttu
sér það,“ sagði Guðjón nokkuð
svekktur eftir leikinn í gær. - sáp
Njarðvíkingar eru til alls
líklegir á lokasprettinum
Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengingu
í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Magnús Þór Gunnarsson skoraði níu
þrista í leiknum en það dugði ekki til því nýi Kani Njarðvíkur fór á kostum.
FRÁBÆR Í FYRSTA LEIK Giordan Watson, hinn nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga,
byrjar vel með liðinu en hann skoraði 40 stig í gærkvöldi. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON
FÓTBOLTI Hollendingurinn Dirk
Kuyt tryggði Liverpool 1-0 sigur
á Sparta Prag í seinni leik liðanna
í 32 liða úrslitum Evrópudeild-
arinnar á Anfield í gær en Kuyt
skoraði markið með skalla eftir
hornspyrnu frá Raúl Meireles
fjórum mínútum fyrir leikslok.
Fyrri leiknum lauk með marka-
lausu jafntefli í Tékklandi í síð-
ustu viku og liðin voru því búin
að spila í 175 markalausar mín-
útur þegar Kuyt skoraði.
„Það tók okkur sinn tíma að
skora en 1-0 nægir til þess að fara
áfram og við erum því ánægðir,“
sagði Dirk Kuyt eftir leikinn.
„Þetta var erfiður leikur en við
áttum að vera búnir að skora áður
í leiknum. Það var þó sigurinn
sem skipti öllu máli,“ sagði Kuyt
en Liverpool mætir Braga í 16
liða úrslitum.
Edin Dzeko skoraði tvö mörk
á fyrstu 11 mínútunum þegar
Manchester City vann 3-0
sigur á Aris Saloniki í seinni
leik liðanna í 32 liða úrslitum
Evrópudeildarinnar en með
sigrinum tryggði City-liðið sér
leiki á móti Dynamo Kiev í 16
liða úrslitunum. Edin Dzeko
nýtti sér varnarmistök og kom
Manchester City í 1-0 á 7. mínútu
og skoraði síðan annað mark
fjórum mínútum seinna eftir
sendingu frá Carlos Tevez. Yaya
Touré innsiglaði síðan sigurinn á
75. mínútu. - óój
Liverpool og Man City áfram:
Kuyt var hetjan
DIRK KUYT Fagnar hér sigurmarki sínu í
gær. MYND/AP
HANDBOLTI Halldóri Ingólfssyni
var í gær sagt upp störfum sem
þjálfara meistaraflokks karla hjá
Haukum og mun Gunnar Berg
Viktorsson taka við liðinu með
Birki Ívar Guðmundsson, mark-
vörð liðsins, sér til aðstoðar. Hauk-
arnir sendu frá sér fréttatilkynn-
ingu í gærkvöldi og þar kemur
fram að stjórn handknattleiks-
deildar Hauka hafi ákveðið að nýta
sér uppsagnarákvæði í samningi
sínum við Halldór Ingólfsson.
Halldór tók við liði Hauka
síðasta sumar af Aroni Krist-
jánssyni sem hafði gert Hauka
að Íslandsmeisturum tvö ár í
röð. Haukar eru núna í 5. sæti
N1-deildar karla, einu stigi á
eftir HK sem er í 4. sæti. Fjög-
ur efstu liðin fara í úrslita-
keppnina. Haukarnir unnu
aðeins einn sigur í síð-
ustu fimm leikj-
um sínum í N1-
deildinni en
síðasti leik-
ur liðsins
undir stjórn Halldórs Ingólfssonar
var annað jafnteflið á átján dögum
á móti botnliði Selfyssinga.
Þetta er annað árið í röð sem
Halldór Ingólfsson er látinn fara
frá liði í N1-deild karla en Grótta
sagði upp samningi við hann 13.
mars í fyrra eftir að það komst
upp að Halldór hafði samþykkt að
taka við Haukaliðinu fyrir núver-
andi tímabil.
Gunnar Berg
Viktorsson er enn
leikmaður Hauka
en hann hefur
verið meiddur
nær allt tímabil-
ið. Hann hefur
þjálfað 2. flokk
Hauka í vetur og
þekkir því vel til
yngri leikmanna
liðsins. - óój
Gunnar Berg Viktorsson tók við Haukaliðinu í gær:
Halldór rekinn í
annað sinn á einu ári
HALLDÓR
INGÓLFS-
SON