Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 25.02.2011, Qupperneq 54
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR38 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Gloria. Bæði útgáfan sem Laura Branigan syngur og hin upprunalega með Umberto Tozzi. Báðar útgáfurnar fylla mig einhverri rosalegri skemmtivon.“ Margrét Erla Maack, sjónvarpskona í Kastljósinu. „Ég vona að þjóðin sé sammála mér um það að við séum búin að hafa stillimyndina of lengi,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Ríkissjónvarpsins. Þau tímamót verða um miðjan mars að stillimyndin, sem fylgt hefur sjónvarpsáhorfendum frá árdögum Sjónvarpsins, hverfur af skjánum. Stillimyndin hefur sem kunnugt er blasað við sjónvarps- áhorfendum þegar ekkert er á dagskránni. „Þetta atvikaðist þannig að í jólafríinu fyrir norðan kveikti mað- urinn minn, sem er norskur, á sjón- varpinu og sagði mér að það væri eitthvað bilað. Í kjölfarið fór ég að skoða þetta og ræða hér innanhúss og við uppgötvuðum að við værum frekar sveitaleg, að þetta væri eins og í austantjaldslöndunum. Í kjöl- farið tókum við þá djörfu ákvörð- un að jarða stillimyndina,“ segir Sigrún í léttum dúr. Sigrún segir að verið sé að vinna að endanlegri útfærslu þess sem taki við af stillimyndinni. Meðal þess sem komi til greina séu dag- skrárkynningar, tónlistarmynd- bönd og ýmist kynningarefni og bein útsending úr myndveri Rásar 2. „Svo erum við að skoða kostnað- arhliðina á því að byrja útsending- ar fyrr á daginn. Sá tími gæti til dæmis nýst í endursýningar, sem við eigum oft í vandræðum með,“ segir Sigrún. - hdm Stillimyndin hverfur af skjánum „Við fáum fjölmargar fyrirspurnir um íslenska fjárhundinn – eiginlega of margar, þar sem við teljum að hundurinn sé ekki fyrir alla,“ segir Maggy Pease, forsvarsmaður ræktunarsambands íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur íslenski fjárhundurinn verið frumsýnd- ur á sýningum Kennel-klúbbsins, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum. Um 200 meðlimir eru í ræktunarsambandi íslenska fjárhunds- ins þar í landi og eftirspurnin hefur aukist stöðugt. „Áhuginn á hundinum er orðinn frekar mik- ill eftir að hann var samþykktur í Kennel- klúbbinn í júní á síðasta ári,“ segir Maggy. „Áhuginn hefur aukist stöðugt. Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um hundinn.“ Yfir 600 íslenskir fjárhundar eru á skrá ræktunarsambandsins í Bandaríkjunum og hundurinn er nú í 82. sæti af 162 yfir vin- sælustu kyn Kennel-klúbbsins. „Alls kyns fólk á íslenska fjárhundinn, en við viljum að fólk sem skilur kynið eignist hundinn,“ segir Maggy, spurð hvers konar fólk hafi áhuga á íslenska fjárhundinum. „Það er mikil vinna að eiga hundinn. Hann þarf mikla hreyfingu og gott samband við eigendurna. Borgarlífið á ekki við hann, þótt margir hafi náð góðum árangri með hann í úthverfum. Okkur finnst skemmtilegast að sjá hundinn á sveitabæjum þar sem hann getur tekið þátt í daglegum verkum eins og hann hefur gert á Íslandi í gegnum tíðina.“ - afb Vaxandi vinsældir fjárhundsins í Ameríku VINSÆLL Íslenski fjárhundurinn er vinsæll í Bandaríkjunum. BÆBÆ Stillimyndin hverfur af sjónvarpsskjáum landsmanna í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi,“ segir Steinunn Sig- urðardóttir, einn fremsti fatahönn- uður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Stein- unn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur vænt- anlega á markað á næsta ári. Jafn- framt hefur Steinunn verið fyrir- tækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistar- fyrirtæki. „Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivist- arfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönn- uður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt,“ segir Stein- unn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu.“ Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyr- irtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upp- lifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi.“ freyrgigja@frettabladid.is STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR: NAUÐSYNLEGT AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT Gengur til liðs við Cintamani Í FLÍS OG ÚLPUR Steinunn Sigurðardóttir hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá Cintamani og verður fyrirtækinu innan handar. Hún segist spennt fyrir nýja verkefninu, sem meðal annars felur í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Ísbjörninn kemur. Það tekur kannski smá tíma en hann kemur, segir Jón Gnarr, borgarstjóri og dýravinur. Lau 26.2. Kl. 19:00 Aukas. Mið 2.3. Kl. 19:00 Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Mið 16.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Fös 4.3. Kl. 20:00 Frums. Lau 5.3. Kl. 20:00 2. sýn Fös 11.3. Kl. 20:00 3. sýn Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Fös 25.2. Kl. 20:00 Aukas. Sun 27.2. Kl. 20:00 Fös 4.3. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Fös 25.2. Kl. 20:00 Síð.sýn. Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Fim 10.3. Kl. 20:00 Frums. Fös 11.3. Kl. 20:00 Sun 13.3. Kl. 20:00 Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) U Ö U Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U U Ö U Ö Ö Ö U U Ö Ö A ug lý si ng as ím i FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.